Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 11
DV Neytendur MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNf 2008 11 Kreppan er staðreynd í lífi íslendinga í dag og enginn kemst hjá því að verða hennar var. Allt er orðið dýrara og bensinverðið hefur náð i hæstu hæðir. Venjuleg fjölskylda hugsar sig tvisvar um áður en farið er i bió eða leik- hús þvi ein slík ferð kostar skildinginn. Hvernig áhrif hefur kreppan á okkur? Ætlum við að láta hana fara illa með okkur eða getum við gert eitthvað til að berjast á móti? Hér er að finna þrettán leiðir til að auðvelda lífið í kreppunni. Ef til vill er hægt að græða á kreppunni með því að spara. AUTSGJAFAR: Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, varaformaður Neytendasamtakanna, og GísliTryggvason, talsmaður neytenda. LIFAAFKREPPUNA VERÐSAMANBURÐUR Neytandinn getur verið meðvitaðri um hvar sé sniðugast að kaupa nauðsynjavörur með því að gera sjálfur verðsamanburð. Þannig eru kostir samkeppninnar nýttir og neytandinn tekur völdin í sínar hendur. FREKAR AÐ BAKA EN PANTA í stað þess að kaupa rándýran skyndibita eins og pitsu er sniðugt að baka sjálfur. Það er hægt að kaupa tilbúið deig úti í búð og það tekur minni tíma að gera pitsuna en að bíða eftir pantaðri pitsu. (stað þess að kaupa dýr brauð í bakaríinu er sniðugt að baka sjálfur brauð. Það kemur á óvart hversu auðvelt það er að baka brauð. HÆTTULEG YFIRDRÁTTARHEIMILD Yfirdráttarheimild er mjög hættuleg fyrir fjármál fólks og er rándýr leiga á peningum sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda á ári. Miðað við að tveir í heimili séu með 500.000 krónur hvor í yfirdrátt eru vextirnir af því samanlagt 230.500 krónur á ári. Með þv( að greiða yfirdráttarheimildina niður væri hægt að spara þessa peninga á hverju ári en það krefst sjálfsaga. MINNIFARSÍMANOTKUN Nú til dags eru allir fjölskyldumeðlimir með farsíma og síminn er notaður mjög frjálslega. Hvernig var lífið áður en farsíminn kom til sögunnar? Það gekk upp og það ætti að vera hægt að nota símann miklu minna en við gerum dags daglega. BÍÓ UPPI í SÓFA í staðinn fyrir að fara í bíó fyrir 1.000 krónur geturðu leigt mynd og legið uppi í sófa sem er miklu huggulegra. Á bókasafninu kostar ekkert að leigja mynd, tónlist eða bækur en árskort í Borgarbókasafn- inu kostar 1.300 krónur. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri" klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar" þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk I Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. Hágæða Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki HAGBLIKK ehf. Smiðjuvegi 4C Box281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 s o is www.hagblikk.is ! j hagblikk@hagblikk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.