Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚN( 2008 45 + PV Sport Boston Celtics leiðir 2-0 í einvíg- inu um NBA-meistaratitilinn gegn Los Angeles Lakers. Fyrstu tveir leik- imir fór fram í „Garðinum" í Bost- on þar sem heimamenn fóm með tiltölulega auðvelda sigra af hólmi þó smá skrekkur hafi verið í þeim seinni. Ljóst er því að Lakers getur aldrei klárað einvígið á heimavelli en liðið etur nú kappi við sögubæk- urnar því aðeins þrisvar sinnum hef- ur liði tekist að vinna úrslitin eftir að lenda 2-0 undir. Lakers var mun sigurstranglegra fyrir úrslitin en Boston nýtti heima- vöfiinn til fullnustu. Lakers var ein- faldlega ekki nógu gott í fyrstu tveim- ur leikjunum og mætti hreinlega ekki til leiks fyrr en í fjórða leikhluta í leik tvö. Þá var liðið komið 22 stig- um undir en frábær rispa minnkaði EKKITILBÚINN AÐ FARA A EFTIRLAUN STRAX Pippo Inzaghi, sem ekki var valinn í ítalska landsliðið þrátt fyrirað skora mikið undir lok leiktíðarinnar í ítölsku A-deildinni, seg- ist eiga nóg eftir þrátt fyrir að verða 35 ára á árinu. Inzaghi átti gotttímabil þráttfyrirað vera mikið meidduren hann skoraði 18 mörk í 28 leikjum fyrir AC Milan.„Félagið gerir vel með því að styrkja sóknarlínuna í sumar. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að fara á eftirlaun strax. Það er enn margt sem mig langar að gera. 100 mörk eru komin fyrir AC Milan og ég erekki aðhugsa umað hætta,"segirlnzaghi. BENITEZ VERÐUR ÁFRAM Því hefur verið haldið fram að Rafael Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, ætli að yfirgefa Liverpool vegna bágrar fjárhagsstöðu félags- ins. Benitez blæs á þær sögusagnir og segist ekkert vera að fara.„Ég hef sagt það áður og ég segi það enn. Mér líkar rosalega vel hér og stuðningsmennirnir hafa ver- ið frábærir. Ég væri vart að kaupa leikmenn eins og FernandoTorres og yfirgefa svo félagið. Þetta er ekki alveg rétti tíminn til þess. Kaupin á Torres sýna líka fi'na stöðu félagsins peningalega. Það eru bjartirtímarfram undan í Liverpool," segir Benitez. Borg englanna bíður þeirra grænu MOLAR ÆFÐU KLUKKAN 5 UM MORGUNINN Liðsmenn Víkings æfðu klukkan 5 um morguninn eftir jafntefli þeirra gegn KS/Leiftri í 1. deildinni um daginn. Æfingin var þó ^ ekki refsing f fyrirslæm úrslit heldurvarhún í góðu gerð. Þeg- arleikvarlokið klukkan 22.00 á Siglufirði þar sem hann fór fram varofseint aðfljúga afturtil Reykjavíkurog þurfti liðið því að fara með rútu heim. Þar sem Siglufjörður er aðeins lengra í burtu frá Reykjavík en Mosfellsbær var liðið því ekki komið í bæinn fyrr en svo seint um morgun- inn og var þá ákveðið að halda létta æfingu.Víkingamirskokkuðu sig niður eftir langa ferð og fengu frí það sem eftirvar dagsins. TÓK KR-INGA (GEGN Óskar Flrafn Þorvaldsson, ritstjóri Visis. is, fórekki fögrum orðum um KR- ingana Viktor Bjarka Arnarsson og Gunnlaug Jónsson í útvarpsþættinum Skjálfanda í gær. Óskar sagði þessa tvo stjörnuleikmenn hafa leikið hreint illa á tímabilinu. Viktor sagði hann hafa leikið ömurlega í öllum leikjum tímabilsins og þótt hann hefði farið í atvinnumennsku ætti ekkert að gera nema setja hann á bekkinn. Þá sagði hann fyrirliða KR, miðvörðinn Gunn- laug Jónsson, hafa misst allan hraða en spilaði eins og hann væri (sama formi og 1999.„Maður kemur ekki Austin Mini upp í 350 kílómetra hraða," sagði ritstjórinn. ARON EINAR RÆÐIR VIÐ COVENTRY Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, mun brátt hefja samningaviðræður við Coventry Íen þetta kom fram á Fót- bolta.net í gær. Coventry og AZ Alkmaar þar sem Aron leikurnú hafa komistaðsam- komulagi um kaupverðog á Akureyring- urinn aðeins eftir að semja um kaup og kjör. Coventry var í miklum vand- ræðum á slðustu leiktíð og bjargaði sérfrá falli á lokametrum Champion- ship-deildarinnar. Þá átti það í miklum fjárhagsörðugleikum. Þjálfari liðsins er Chris Coleman sem stýrði Fulham með frábærum árangri um árabil. BRANN VILLRÚRIK Fram kemur í Bergens Avisen að Nor- egsmeistarar Brann hafi áhuga á U21 árs landsliðsmanninum RúrikGíslasyni sem leikur með Viborg í Danmörku. Viborg féll úrdönsku úrvalsdeildinni í ár og hefur Morgunblaðið áður greint frá því að hann hafi farið fram á sölu fráfélaginu.Yf- irmaður íþrótta- mála hjá Viborg segiraðengin formleg tilboð hafi borist í FIK- inginn og tekur skýrtframað hann sé ekki til sölu. Það eru fleiri lið sem hafa áhuga á Rúrik en færi hann til Brann yrði hann fimmti Islendingurinn á mála hjá félaginu. EINAR LOGI f SKÖVDE Einar Logi Friðjónsson, sem leikur með Akureyri (N1 -deildinni (handbolta, er til reynslu hjá sænska liðinu Skövde en Morgunblaðið greindi frá þessu í gær. Einar var með betri leikmönnum Akureyrar sem endaðl (6. sæti deild- arinnar (ár. Þetta er ekki (fyrsta skipti sem Einar heldur utan en hann hefur leikið með Frissenheim og Emsdetten í Þýskalandi. Úrslitaeinvígið i NBA færist til Los Angeles: lega á blaðamannafúndi eftir leik- inn. Mikilvægasti leikmaður deild- arkeppninar og stórstjarna Lakers, Kobe Bryant, segir leikina tvo hafa farið í reynslubanka leikmanna Lak- ers. „Ég held að allir hafi lært mikið af þessum leikjum. Við erum með ungt lið en sýndum að það er aldrei hægt að afskrifa okkur. Endurkom- an í Qórða leikhluta var mjög sterk en því miður aðeins of seint," segir Kobe sem getur ekki beðið eftir að komast heim. „Nú fáum við þrjá leiki heima og við verðum helst að vinna þá alla. Boston er búið að brjóta ísinn með sigrum á útivelli þannig að það er ekkert gefið í þessu. Við erum samt alltaf bestir heima og eigum að taka þrjá í röð," segir Kobe. tomas@dv.is muninn í tvö stig en nær komust þeir ekki. Gífurlegur munur var á fjölda vítaskota sem liðin tóku en í hálíleik voru þau 19 gegn 2. Þó Phil Jackson, þjálfari Lakers, hafi haft sig hægan á bekknum sagði hann þessa stað- reynd vera fáránlega og hreint ótrú- Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, er harðlega gagnrýndur eftir slæmt 3-0 tap liðsins fyrir Hollendingum í upp- hafsleik EM 2008. Fjölmiðlar á Ítalíu vilja helst sjá hann fjúka úr starfi en sjálfur segist hann hafa búist við þessu. VIÐAR GUÐJÓNSSON blaðamadui skrifar: vidariy>dv.is Verandi heimsmeistarar þótti frammistaða ítalska landsliðsins í knattspyrnu vera til skammar gegn Hollendingum í upphafsleik liðsins EM í knattspyrnu. 3-0 tap var nokk- uð sem jafnvel svartsýnustu menn gátu ekki spáð fyrir um. ftalskir fjölmiðlar eru þekktir fýr- ir margt annað en að taka slíkar að- stæður vettlingatökum. í Turin daily tuttosp'ort má sjá fýrirsögnina „Kom- ið með Lippi aftur" og vildu fá Marc- elo Lippi, fýrrverandi landsliðsþjálf- ara, til baka. Landsliðið mátti þola sitt versta tap í 25 ár og sérstaklega vakti at- hygli hve varnarleikurinn, sem allt- af hefur verið aðalsmerki ítalíu, var slakur. Aricco Sacci, fyrrverandi landsliðsþjálfari ftalíu, var miður sín þegar hann tjáði sig um leikinn. „ft- alía var eins og bensínlaus Ferrari," sagði hann og hélt áfram. „Bjartsýni og væntingar hafa aldrei verið vin- ir ítalska landsliðsins. Skandalar og gagnrýni virðast hjálpa mönnum að standa saman," sagði Sacci. Ó mamma mía! Roberto Donadoni, landsliðs- þjálfari ftalíu, var tekinn í gegn af blaðamönnum á blaðamannafundi eftir leikinn. Hann var gagnrýnd- ur fyrir liðsval sitt og meira að segja var tónninn í rödd hans gagnrýnd- ur fýrir að sýna ekki nægileg von- brigði. „Leikmennirnir voru of seinir að átta sig á skyndisóknum Hollend- inga. Það var það sem fór með okk- ur," sagði Donadoni á blaðamanna- fundinum. Þegar blaðamenn urðu enn per- sónulegri og réðust að Donadoni fýr- ir að brýna ekki raust sína á fundin- um öskraði hann á þá: „Ó, mamma mía!" Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, var einn- ig tekinn fyrir og það dregið í efa að Donadoni hafi verið ráðinn af verð- leikum. Varaforseti sambandsins er Demetrio Albertini sem lék með Donadoni hjá Milan á sínum tíma. „Ég veit ekki betur en við hefð- um komist á mótið eftir að hafa tap- að fyrsta leik og gert jafntefli í öðrum í undankeppninni. Þessi úrslit í dag eru vissulega svartur blettur í sögu ítalskrar knattspyrnu en Donadoni hefur fullt traust sambandsins," sagði Abete. Donadoni er ekki í öfundsverðri stöðu en hann segist hafa búist við vandræðum. „f sannleika sagt bjóst ég við þessu," sagði Donadoni. „Við erum ekki í Þýskalandi ennþá. Við erum í Austurríki og Sviss," sagði Donadoni og vísaði til þess að sumir leikmanna sinna væru enn í skýjun- um eftir sigur ftala á HM í Þýskalandi árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.