Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNI2008 SUÐURLAND DV Langisjór er ekki hluti af Vatnajökulsþjóðgarði eins og lagt var upp með. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samdi við Þórunni Sveinbjarnardóttur um að Langisjór yrði ekki hluti af þjóðgarðinum fyrr en að ári, þegar allir kostir við nýtingu Langasjávar og Skaftár hefðu verið skoðaðir. Bæði er litið til virkjunar- möguleika og eins aðgerða til þess að hindra landeyðingu af völdum framburðar árinnar. SKAFTÁ og klaustur Skaftá hefur, að margra mati, valdið skaða með framburði á leir og gosefnum sem síðan fjúka um sveitirnar. BJARNI OANlELSSON Sveitarfélagið hefur eitt ár til þess að meta hvað skynsamlegast sé að gera varðandi friðun og nýtingu Langasjávar og Skaftár. Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að farið verði í saumana á virkjun- armöguleikum Skaftár og land- eyðingaráhrifum hennar áður en ákveðið verður hvort Langisjór fær inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra óskaði eftir því að Langsjór tilheyrði þjóðgarðin- um strax frá upphafi, en samdi við sveitarstjórnina að svo yrði eftir eitt ár, eftir að nýtingarmöguleikar Skaftár hefðu verið skoðaðir ofan íkjölinn. „Sveitarstjórnin vildi gefa sér tíma til þess að bregðast við at- hugasemdum frá íbúum hér á svæðinu, ekki síst vegna tilrauna til þess að hefta leirframburð í Skaftá," segir Bjarni Daníelsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Virkjun Skaftár Talið er að með því að virkja Skaftá megi framleiða á bilinu 130 til 150 megavött af raforku og hafa hugmyndir um þess konar virkjun oft verið viðraðar. „Menn hafa rætt það að með því að beina Skaftá f gegnum Langasjó á nýj- an leik þá myndi mikið af fíngerð- um jökulleir og öðrum framburði Skaftár sökkva til botns í Langasjó. Á sama tíma yrði til vatnsmiðlun fyrir virkjun," segir Bjarni. „Slíkt verður þó ekki gert án þess að til komi gríðarlegar framkæmdir með bæði jarðraski og mannvirkj- Bjarni segir að þessar hug- myndir séu hins vegar ákaflega umdeildar og í raun ólíklegt að lagt verði f slíka framkvæmd. „Það er hins vegar nauðsynlegt að leggjastyfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni, bæði hvað varðar landgræðslu og landvernd og ekki síður virkjunarmöguleika." Ánni veitt I hraunið Annarvandi sem blasir við íbú- um í Skaftárhreppi er þegar áin hleypur og flæðir út í Eldhraunið. „Ánni hefur reyndar þegar verið veitt út í hraunið til þess að tryggja vatnsmagn í sjóbirtingsánum í Meðallandi og Landbroti. Það eru hins vegar mjög skiptar skoðan- ir um þessar ferðir vatnsins, bæði neðan- og ofanjarðar í hrauninu og hér eru á ferðinni sjónarmið sem við þurfum að finna ásættan- legan flöt á," heldur Bjarni áfram. Hann segir að þegar sé mik- ið til af upplýsingum um þessi mál. Menn þurfi að kynna sér þær betur áður en endanleg ákvörð- un um framtíð Langasjávar verði tekin. Það séu umhverfisspjöllin sem hljótist af framburði árinnar sem standi fólki næst, en virkjun- armöguleikar Skaftár spili mikið hlutverk í sveitarfélagi sem glími við öra fólksfækkun. Friðun og nýting „Við erum í rauninni í sama vetfangi að velta fýrir okkur um- fangsmikilli landvernd og ffiðun og stórbromum virkjunar- og nýt- ingaráformum," segir Bjarni. „Það eru reyndar margir sem trúa því að þetta tvennt geti farið saman og að virkjunarframkvæmdir þurfi ekki endilega að vera náttúruspjöll." Bjarni segir að með hækkandi orkuverði og aukinni eftirspurn geti forsendur hafa skapast til þess að vanda enn frekar til verka en hingað til hefur verið gert í vams- aflsvirkjunum. Gert er ráð fýrir að Landgræðsla ríkisins, Vamamælingar og Nátt- úrufræðistofnun muni standa að þessum athugunum næsta árið, áður en það ræðst hvort Langis- jór hlýtur friðun innan þjóðgarðs- ins. „Það eru margar hliðar á þessu og margir sem eiga hagsmuna að gæta. Menn þurfa að geta skýrt með góðum og gildum rökum þær aðgerðir sem á endanum verður gripið til," segir Bjarni. Iðnað á staðinn Engar formlegar umleitanir hafa verið innan sveitarinnar um að fá þangað stóriðju af einhverju tagi. Bjarni bendir þó á að ef til Skaft- árvirkjunar kæmi, þá yrði það skil- yrði að hluti orkunnar yrði nýttur í héraðinu. „Sjálf virkjunin myndi ekki skila sveitarfélaginu öðru en fasteignasköttum," segir hann. Ekki hafi verið rætt um að sækj- ast eftir því að álver verði staðsett í sveitinni eða slíkt. Ef hins vegar finnist einhver orkufrek starfsemi sem skapi störf á svæðinu, þá sé það slíkt sem sóst sé eftir. „Það er mjög í tísku að tala um netþjónabú. Það er hins veg- ar önnur atvinnustarfsemi sem þarf á orku að halda. Orkuverð fer stöðugt hækkandi og eftirspurnin eykst. Það hangir hins vegar óhjá- kvæmilega á spýtunni að fá hing- að einhverja tegund af orkufrekri starfsemi." Fólksfækkun Bjarni segir að þrátt fyrir að Skaftárhreppur og Kirlq'ubæjar- klaustur séu óháð hremmingum kvótakerfis þá sé fólksfækkun á svæðinu alvarlegt vandamál. Fyrir 25 árum hafi búið ríflega sjö hundr- uð manns í sveitinni. I dag búi þar rétt um 470 manns. „Svona fækkun veikir helstu stoðir samfélagsins og dregur úr þeirri þjónustu sem nú- tímafólk gerir kröfur um." Það sé því áríðandi fýrir ffamtíð samfélagsins við Skaftá að finna lausn sem henti. „Menn binda ekki síður vonir við stofnun Vamajökulsþjóðgarðs í þessu samhengi. Stór hluti þjóð- garðsins kemur til með að verða innan Skaftárhrepps. Lakagígar og einhver ræma í kringum þá hafa tilheyrt Skaftafellsþjóðgarði hingað til. Allur sá þjóðgarður fellur nú inn í Vatnajökulsþjóðgarð." Þá sé eftir að taka Langasjó með í reikninginn, auk þess sem nokkrar líkur séu á því að hluti af Eldgjá komi til með að til- heyra þjóðgarðinum. „Þetta er hefðbundið landbún- aðarsvæði og auðvitað viijum við líka sjá landbúnaðinn pluma sig, jafnvel með einhverjum breyttum formerlq'um. Eftir stendur að menn vilja snúa fólksfækkuninni við með öllum tiltækum ráðum." sigtryggur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.