Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2008 SUÐURLAND DV Bryndís Friðgeirsdóttir og Gylfi Þorkelsson í þjónustumiðstöð vegna jarðskjálfta á Selfossi eru sammála um að andlegt áfall og hræðsla séu stærstu viðfangsefni þeirra sem upplifðu Suðurlandsskjálftann í lok maí. Flest- ir hafi nú haft samband við tryggingafélögin en hafi jafnvel ekki enn bitið úr nálinni með áfallið. „Hræðslan við frekari skjálfta og síðbúin áföll eru það sem við verð- um mest vör við þessa dagana," segir BryndísFriðgeirsdóttir,svæðisfulltrúi Rauða kross fslands á Vestíjörðum. Bryndís er núna staðsett á Selfossi og starfar í þjónustmiðstöð vegna jarð- skjálfta, sem sett var upp daginn eft- ir jarðskjálftann stóra sem reið yfir Suðurlandið fimmtudaginn 29. maí. „Hingað liggur stöðugur straum- ur fólks og við reynum okkar besta við að beina því í rétta átt með sín mál. Margir þurfa þó mest á félags- skapnum að halda og því að geta rætt málin við fólk sem hefur svipaða reynslu," heldur Bryndís áfram. Þjónustumiðstöðinni hefur nú verið komið fyrir á nýjum stað, að Austurvegi 64a á Selfossi. Þangað getur fólk leitað sem orðið hefur fyrir áföllum eða situr uppi með skemmd- ir á eignum og öðru innbúi. Margir bitu á jaxlinn „Það voru margir sem bitu á jaxl- inn strax eftir stóra skjálftann og hugsuðu með sér að veraldlegir hlutir skiptu litlu fyrst allir væru á lífi. Hins vegar hefur áfallið komið í ljós hjá „FÓLKSÉR SPRUNGURí VEGGJUM OG VILL EKKI FLYTJA AFTUR INN FYRREN HÚS- NÆÐIÐ HEFURVER- IÐMETIÐAFSÉR- FRÆÐINGUM." Mi' 9 . Rauði krossinn Bryndís Friðgeirsdóttir og samstarfs- konur hennar starfa í þjónustumiðstöðinni á Selfossi. IÞjónustumiðstöðin Miðstöðin var flutt á mánudag og er nú til húsa aö Austurvegi 64a á Selfossi. vciiuiii auáiuu vjym Kunveibbuii btfyii að mesti kúfurinn sé nú búinn hvað varðar aðstoð vegna eignatjóns. Stöðugur straumur fólks sé þó í þjónustumiðstöðina. Margir séu í sjokki. J NÓNUSTUMIÐSTÖÐ VEGNA JARÐSKJÁLFTA mörgum, hægt og sígandi," segir Bryndís. Nú séu heilbrigðisstofnan- irnar á svæðinu teknar til starfa af fullum krafti og þangað geti fólk sótt aðstoð sálfræðinga, presta, lækna og geðhjúkrunarfræðinga. „Það er alveg greinilegt að eftirskjálftarnir vekja ugg hjá íbúum hérna og margir eru enn þá í sárum. Sumir eru einfald- lega mjög hrjáðir." Bryndís segir að jafnvel þótt rétt um fimmtán hús hafi verið metin óíbúðarhæf á Selfossi, þá séu mun fleiri sem ekki hafi enn flust heim til sín. „Fólk sér sprungur í veggjum og vill ekki flytja aftur inn fyrr en hús- næðið hefúr verið metið af sérfræð- ingum. Þetta er skiljanlegt, ekki síst þegar barnafólk á í hlut," segir hún. Hjálp með tryggingar í sömu miðstöð á Selfossi hefur sveitarfélagið komið upp aðstöðu þar sem fólk leitar ráðlegginga varð- andi tryggingamál. „Hér tökum við á móti fólki, fáum hjá því allar helstu upplýsingar og komum þeim áleið- is. Hugmyndin er sú að íbúarnir geti fengið flesta þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda á einum stað," seg- ir Gylfi Þorkelsson, framhaldsskóla- kennari og bæjarfulltrúi. „Það hefur verið virkilega mik- ið að gera hjá okkur alveg frá því að skjálftarnir riðu yfir, jafnvel þótt mesti kúfurinn sé sennilega bú- inn hvað varðar skemmdir á eign- um," segir Gylfi. Hann bendir á að fólk finni fyrir talsverðu öryggi í því að geta leitað sér hjálpar í miðstöð sem þessari. „Mesta álagið núna er engu að síður á heilbrigðisstarfsfólki, Rauðakrossfólki og prestum." Opið áfram Bryndís útskýrir að miðstöð sem þessi sé hluti af aðgerðaáætíun í kjölfar hamfara, hvort sem um sé að ræða jarðskjálfta, snjóflóð, eldgos eða aðra aðsteðjandi vá. „Hjá Rauða krossinum er gert ráð fyrir að þeir sem lengsta reynslu hafi af hjálpar- störfum vinni í þessum miðstöðv- um. Þess vegna er fólk hvaðanæva af landinu að vinna hér og í Hvera- gerði. Við gerum það sem þarf að gera hverju sinni." Það var fyrst síðastliðinn fimmtu- dag sem kranavatn í Hveragerði var úrskurðað drykkjarhæft. „Við vor- um hérna með tankbíl og fólk kom og fékk vatn á flöskum, en þess ger- ist ekki lengur þörf." Bryndís á von á því að þjónustumiðstöðin verði rek- in svo lengi sem hennar er þörf. sigtryggur@dv.is Hoflandsetrið er notalegur veitingastaður í Hveragerði. Við bjóðum uppá PIZZUR og ýmsa smárétti. Boltinn og aðrir viðburðir á breiðtjaldi. Tökum vel á móti hópum stórum sem smáum. Komið við á Setrinu leggið ekki svöng í heiði. Mæðgunar Gullý og Linda Hofland eiga staðinn og reka, þarna eru konur við stjórnvöld HOFLANDSSETRIÐ Heiðmörk 58. 810 Hveragerði • S: 483-4467 • www.hoflandssetrid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.