Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 2008 SUÐURLAND DV Verið er að vinna við stækkun hafnarsvæðisins í Þorlákshöfn: “ . PERLAN Dæluskip sem ( vinnur við að dýpka höfnina. f — f > I ( _ i t-f! ----mSMWZimm srar&a « I-'V ^'-'f Höfnin í Þorlákshöfn verður stækkuð og gerð að stórskipahöfn „Stækkunin getur verið góður kost- ur fyrir Suðurland og höfuðborg- arsvæðið þar sem hafnarsvæð- ið í Reykjavík er of dýrt til að láta bíla standa þar í hrönnum. Svæð- ið hérna er hins vegar alveg upp- lagt," segir Ólafur Aki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Bæjarstjórnin hefur lagt verkið fram til Siglinga- stofnunar um að það verði tekið í samgönguáætlun þar sem stækk- unin er möguleg og styttír siglinga- leiðina tíl Evrópu og auðveldara að taka á móti innflutningi. Stórskipa- höfnin mun geta tekið skip allt að 225 metra að lengd og með 60 þús- und tonna burðargetu, höfnin í dag getur tekið skip allt að 130 metra að lengd og 7.500 tonna burðargetu. „Þetta mun breyta samgöngum og ef Kjalvegur verður gerður upp skiptír þetta gríðarlega miklu máli og opnar allt svæðið enda erum við svo stutt frá höfuðborginni," segir Ólafur. Áætlað er að verkið kosti 5 tíl 7 milljarða króna. Með stækkun hafnarinnar skapast betri mögu- leikar á vöruflutningum á milli landa, ferjusiglingum og öflugri smábátaútgerð. Á vefnum suðurland.is hafa bæjaryfirvöld í Ölfusi skrifað for- sætísráðherra bréf um að þau skori á ríkisstjórnina að gera stór- skipahöfn í Þorlákshöfn og hættí við Bakkafjöruhöfn. Bakkafjöru- höfn verði hvorki fugl né fiskur er ritað í bréfinu en stórskipahöfn í Þorlákshöfn myndi koma öllum sunnlenskum fyrirtækjum til góða. Á vefnum sudurland.is segir Jarl Sigurgeirsson 15. apríl síðastlið- inn að grrmnskólabörn myndi sér skoðanir um höfn á Bakka. Með- al annars segja börnin að mikið sé um sandfok á Bakka og muni bílar eyðileggjast enda muni Landeyja- höfn fyllast af sandi og þá fáum við engar samgöngur. Mun þetta hefta ferðir Heijólfs tíl Eyja þar sem íbú- ar Þorlákshafnar tala um að verið sé að taka viðskiptí frá þeim. olivalur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.