Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNI2008 SUDURLAND DV BJARNI EIRÍKUR Seglr vinsælasta Njáluerindisittvera um Hallgeröi langbrók. UAnor w * i Vl p» L Bjarni Eiríkur Sigurðsson á Eystri-Torfa- stöðum á Hvolsvelli hefur starfað sem leið- sögumaður síðastliðin fjörutíu ár og er með fremstu Njálufræðingum landsins. Bjarni segist þó heldur titla sig sem sögumann fremur en leiðsögumann þar sem hann hafi nú aldrei farið í leiðsögumannaskólann. „Ég byrjaði að starfa sem hestaleiðsögu- maður þegar ég var með hestaleigu á Hvoli í ölfusi á árunum frá 1975 til 1977. í kjölfarið gerðist ég svo leiðsögumaður hjá Eldhestum í Hveragerði. Þegar ég svo hætti að starfa við kennsluna hafði ég tíma til að sinna hesta- mennskunni af fullum krafti og stofnaði reiðskólann Þyril árið 1997," segir Bjarni að- spurður hvernig hann hafi byrjað í leiðsögu- mannabransanum en Bjarni var um tíma skólastjóri í Þorlákshöfn, kennari í Hvera- gerði og starfs- og námsráðgjafi í Árbæjar- skóla meðfram leiðsögumannastörfunum. Njáluþema í reiðskólanum „Mér datt svo í hug að hafa ákveðið þema í reiðskólanum, Njáluþema. Þannig byrja ég að veltast um og vinna í Njálu." Með- an krakkarnir voru í reiðkennslunni fræddi Bjarni þau um Njálu og segir hann börnin hafa lifað sig mikið inn í söguna sérstaklega í ljósi þess að verið var að fræða þau samtím- is því að þau sinntu sínu áhugamáli sem var hestamennskan. „Við fengum svo Torfastaði í Fljótshlíð þar sem ég bý núna. Hér reið Flosi Þórðarson ein- mitt framhjá þegar hann fór frá brennuni á Bergþórshvoli og dvaldi uppi í Flosalág í þrjú dægur á meðan hann leyfði þeim að jafna sig niðri á Rangárvöllunum eftir brunann á Bergþórshvoli. Það er ennþá nánast hægt að sjá hófförin hans hérna niður frá en hann reið framhjá bænum með hundrað manna her og tvö hundruð hesta," segir Bjarni sem greinilega býr á miklum söguslóðum. „Einn dag í viku leyfðum við svo krökk- unum að koma hingað á bæinn til okkar og leyfðum þeim að eiga einn hest frá okkur all- an daginn. Þau voru ekkert að fara inn þótt það rigndi heldur lágu þau bara úti á túni og borðuðu með hestunum sínum. Þetta var svo nærri náttúrunni og sögunni." Bjarni segir að af fimm hundruð og þrjá- tíu börnum sem komu í skólann til hans eitt sumarið hafi einungis verið þrjú börn sem sögðust ekki finna Njálu heima hjá sér. „Þá sagði ég þeim að fara bara heim til ömmu og afa og þar myndu þau örugglega finna Njálu." Fór fyrir tilviljun á Njálunámskeið Njáluáhugi Bjarna kviknaði svo fyrir al- vöru eftir að Bjarni sótti námskeið sem Jón Böðvarsson stóð fyrir um Njálu. „Fyrir tilvilj- un fór ég á námskeið hjá Jóni sem ég var búin að þekkja lengi og við vorum ágætis kunn- ingjar. Þegar þar kom við sögu var hestavíg milli hesta Gunnars á Hlíðarenda og Stark- aðar í Þríhyrningi í algleymingi. Jón lýsir hestaatinu þannig að hestarnir hafi barist. Þar kemur ekki fram hjá honum nákvæm- lega hvernig þetta fór fr am en í bókinni segir að hrossin hafi verið ffamleidd. Það merkir það að tveir stóðhestar berjast ekki upp á líf og dauða nema það sé álægi á meri nálægt þeim. Ég hitti Jón svo í kaffinu á eftir og segi við Jón að þetta hafi ekki alveg verið rétt eins og hann setti það fram því það þyrfti að vera álægja hryssa til að hestar myndu berjast svona. Jón, sem er mjög góður vinur minn og fljótari að hugsa en andskotinn og greind- ari en djöfullinn, segir bara strax: Bjarni, þú kemur til mín annað kvöld klukkan hálf níu og heldur fyrirlestur um hestamennsku í Njálu." Bjarni segir að þegar hann hafi verið kom- inn við hliðina á Jóni Böðvars og byrjaður að tala um meri í látum og graðhesta hafi vakn- að hjá honum spurningin hvort þetta væri nú eitthvað meira en bara Njálufræðsla fyrir börnin í reiðskólanum. Vinsælasta erindið um Hallgerði langbrók í dag hóar Njálusetrið á Hvolsvelli stund- um í Bjarna þegar beðið er um sérstakt er- indi úr Njálu. „Þessi erindi eru orðin nokk- uð mörg sem ég hef sett upp. Eitt vinsælasta erindið mitt er Hallgerður langbrók þar sem helmingurinn af femínistunum telur hana hafa verið fyrsta femínistann á fslandi með- an aðrir telja hana hafa verið helvítis frekju. Svo er ég nú með sérstakt erindi um ástina í Njálu og annað erindi um framhjáhald. Einn sá maður sem ég hef mestan áhuga á er Run- ólfur í Dal, ég er núna að skrifa um hann. Þetta eru svoddan höfðingjar, margfalt meiri höfðingjar en við erum í dag." Bjarni heldur Njálufyrirlestra sína á ís- lensku, sænsku eða ensku og hefur frætt fjölda ferðamanna um Njálu. Þeirra á meðal auðkýfinginn sjálfan Rockefeller sem óskaði sérstaklega eftir íslenskum leiðsögumanni um Njálu á ferð sinni um landið á síðasta ári. „Ég fékk einungis tuttugu mínútur með hon- mn og tók fýrir kristnihaldið í Njálu." Meðfram því að sinna Njáfuferðum rekur Bjarni gistiheimili á Hvolsvelli ásamt konu sinni Þuríði, syni sínum Bjarna Bjarnasyni og tengdadóttur Sigríði Þorsteinsdóttur þar sem einnig er í boði að fara í reiðtúra. Auk þess sem að eigin sögn hann setti upp nýja búgrein eftir að hann flutti austur. „Ég setti upp nýja búgrein. Ég rækta hana sem ég svæfi þegar þeir eru komnir í fullan skrúða og stoppa upp og sel svo í gjafir. Þeir renna út eins og heitar lummur." krista@dv.is I RIKI VATNAJÖKULS www.visitvatnajokull.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.