Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐViKUDAGUR 11.JÚNÍ 2008 Sport DV NÆSTU TVÆR SKIPTA OLLU Ekkert hefur gengið hjá tvöfalda heimsmeistaranum í Formúlu 1, Fernando Alonso, eftir að hann sneri aftur í heimahagana hjá Renault. Flann er sem stendur í 9. saeti í keppni ökumanna með 9 stig og hefur best endað í 4. sæti í Ástralíukappakstrinum. Þessi skapstyggi Spánverji segir naestu tvær keppnir ráða úrslitum um framhald Renault. Við höfum verið mjög hægir en breytingarnar a bílnum skila meiri hraða. Ef hann dugar ekki til betra sætis i næstu tveimur keppnum getum við sagt þessu timabili lokið fyrir okkur lield ég," segir Alonso. MOLAR ALLTIVOLLI Gianluca Buffon, markvörður (tallu, sér á eftir boltanum (markið gegn Hollendingum. * ÞEGAR BÚIÐ AÐ RÁÐA SCOLARI? Chelsea er þegar búið að ganga frá samningi við Luis Felipe Scolari sam kvæmt fregnum breska götublaðs- ins Daily Mail. Scolari stjórnar nú portúgalska landsliðinu á EM en hann hefur lengi verið orðaður við starfið hjá Chelsea eftir að Avram Grant var rekinn úr starfinu. Brasilíumaðurinn er 59 ára og hefur gefið það út að hann vilji ekki hugsa um framtíðina fyrr en eftir EM. Guus Hiddink, sem einnig hefur verið orðaöur við starfið, gaf það frá sér fyrir skömmu. Þrátt fyrir það heldur orð- rómur áfram um að hagn geti orðið næsti þjálfari Lúndúnaliðsins. JUVENTUS Á EFTIR SCHWEINSTEIGER Sebastian Schweinsteiger, miðjumað- ur Bayern Miinchen, er sagður efstur á óskalista ftölsku risanna í Juventus. Schweinsteiger er þýskur landsliðs- maður en hann kom inn á sem vara- maðuríleik liðsins gegn Póllandi á EM 2008. Hann er búinn að vera hjá Bayern Munchen síðan hann var 13 ára en Juventus er að undirbúa leikmanna- skipti auk peninga fyrir miðjumann- inn hressa. (slikum skiptum myndi portúgalski miðjumaðurinnTiago fara til Múnchen i skiptunum en ekki er vitað hve miklir peningar myndu skipta um hendur.Tiago fékk lítið að spila með Juventus á liðinni leiktið en Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, ætlar sér titil á næsta ári og ekkert annað. VELA HÆÐIR SPURS Mexíkaninn Carlos Vela sem nýlega fékk leikheimild með Arsenal vandaði ekki grönnum sínum (Tottenham kveðjurnar þegar hann frétti af því að samlandi hans Giovanni Dos Santos væri genginntil liðs við Spursara. Velasegirísam- tali við fjölmiðla að Dos Santos sé einungis að notaTotten- hamtilþessað fá stökkpall í ferli sinum. Hann stefni ekki að þvi að vera lengi hjá liðinu. „Ég samgleðst honum og veit að hann á eftir að fá fleiri mínútur hjá Totten- ham helduren hjá Barcelona. Hann er mjög góður leikmaður og vonandi mun hann komast í betra liö með tíö og tíma," sagði Vela fullur vanvirðingar gagnvart Tottenham. RIBERY HUGSAR EKKIUM CHELSEA Frakkinn Frank Ribery segist ekki hugsa mikið um Chelsea jafnvel þó stanslausar fregnir séu af þvi að Lúndúnabúar séu tilbúnir með risa- tilboð (kapp- ann. Ribery ersamnings- bundinn Bayern Múnchen og stóð sig frá- bærlega á sinu fýrsta leiktíma- bili með liðinu. „Ég skrifaði undirfjögurra ára samning við Bayern á siðustu leik- tfð. Núna er ég búinn með eitt ár og á alveg eins von á þvi að klára hann. Mér líkar mjög vel hjá Bayern. Félagið ereinsog Marseille sinnum lO.Talið er að Roman Abramovich sé tilbúinn að bjóða 31 milljón punda (kappann en hann var keyptur á 16 milljónir punda fýrir ári frá Marseille. Davíð Svansson, markvöröur Aftureldingar, vill spila í úrvalsdeild: Davíð í viðræðum við Fram Davíð Svansson, markvörð- ur handknattleiksliðs Aftureld- ingar, á þessa dagana í samn- ingaviðræðum við Fram. Davíð stóð sig vel með Aftureldingu á liðinni leiktíð en félagið féll úr Nl-deild karla. Viggó Sigurðsson tók við Fram fyrir leiktíðina en hann leitar nú að markverði til þess að fylla skarð Björgvins Páls Gústavssonar sem hélt til þýska annarrar deildar liðsins Bitten- feld fyrir skömmu. „Það er ekkert víst að ég fari í Fram. Það skýrist í næstu viku og eins og staðan er núna myndi ég segja að það væru meiri líkur en minni að ég fari þangað," segir Davíð en hann er samningsbundinn Aftureld- ingu til eins árs í viðbót. „Ég er spenntur fyrir Fram og Viggó er hörkuþjálfari. Það kemur eigin- lega ekíd til greina að spila í 1. deildinni á næstu leiktíð. Það er svo mikill munur á þessum deildum og ég er búinn að prófa 1. deildina," sagði Davíð Svans- son í samtali við DV. Bjarki Sigurðsson verður áfram þjálfari Aftureldingar á næstu leiktíð. Gera má ráð fýrir því að félagið ædi sér beinustu leið í efstu deild að nýju og Dav- íð yrði mikill missir fýrir félagið. Framarar leita að fleiri leik- mönnum fyrir komandi leik- tíð en hægri handar skyttan og leikmaður Akureyrar, Magnús Stefánsson, er sterklega orðað- ur við félagið. Magnús er hins vegar samningsbundinn Akur- eyri og félögin hafa ekki náð að semja um kaupverð á kappan- um. Samkvæmt heimildum DV ku Magnús langa að reyna fýr- ir sér í Reykjavík og ljóst er að Viggó Sigurðsson mun leggja mikla áherslu á það að fá fleiri valmöguleika í vinstri skyttustöðunni. Pólverjinn Filip Kliszczyk þótti ekki standa undir væntingum síðasdiðinn vetur. ví'dar@dv.is DAVÍÐ SVANSSON Á í viðræðum við Fram í Safamýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.