Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚN[2008 SUÐURLANDDV Anda Arendse í upplýsingamiðstöð ferðamanna á Kirkjubæjarklaustri: Anda Arendse frá Hollandi hef- ur tekið að sér að sjá um upplýs- ingamiðstöð ferðamanna á Kirkju- bæjarklaustri í sumar. Anda hefur verið viðloðandi fsland meira og minna í fjórtán ár. Hún kom hingað fyrst til þess að starfa sem hjúkrun- arfræðingur. „Það var svo undar- legt að þegar ég kom aftur heim til Hollands, haustið 1993, hélt ég að ég myndi aldrei koma hingað aftur. Svo þegar frá leið fékk ég eins kon- ar heimþrá til íslands og ég ákvað að koma hingað aftur," segir Anda. Hún segir að hjúkrunarfræði- menntunin hafi gert sér auðvelt fyrir með að fá atvinnu hér á landi. Smám saman náði hún svo betri tökum á tungumálinu. „Þetta kom bara með því að umgangast fólk og lesa íslenskar bækur," heldur Anda áfram. Hún kveðst hætt að velta því fyrir sér hvort raunverulegt heimili hennar sé á fslandi eða í Hollandi. Margt sé líkt með íslendingum og Hollendingum, einkum skopskyn- ið. „Mér þykja íslendingar og Hol- lendingar líkari en margar aðrar Evrópuþjóðir. Það er einhver skyld- ur tónn í húmornum, og húmorinn er oft kjarninn í menningunni." Anda sótti nám í leiðsögu- mannaskóla í Reykjavík síðastlið- inn vetur og ætlar að nýta sér það í starfinu í upplýsingamiðstöðinni í sumar. „Ég geri ráð fýrir að geta farið með fólk í styttri ferðir hérna í sveitinni í sumar. Síðan eru sér- stakir fjallaleiðsögumenn sem sjá um ferðirnar inn að Laka og fleiri staði inni á hálendinu." Hún ger- ir fastlega ráð fyrir að umferð ferðafólks um svæðið í grennd við Vatnajökul muni aukast við stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs. „Ég er viss um að áhuginn á svæðinu mun aukast talsvert. Hér verður gestastofa sem á að byrja að reisa næsta sumar. Þar verður hægt að taka á móti ferðamönnum sem ætla að heimsækja þjóðgarðinn. Ég á von á því að aðgengið að svæðinu verði smám saman bætt með fleiri göngustígum og meiri upplýsingum." FAUECUR iUMARFATNADUR Æ*-. ÁTTU LEIÐ UM SELFOSS? VIÐ ERUM SPENNANDI TÍSKUVERSLUN SELJUM FLOTTAN DÖMUFATNAÐ Á ALLAN ALDUR STÆRÐIR 34-54 VERTU VELKOMIN! LINDIN TÍSK U VERSLUN Eyrarvegi 29 - Selfossi - Sími 482 1800 E-mail: lindin-selfossi@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.