Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚN[2008 SUÐURLANDDV Anda Arendse í upplýsingamiðstöð ferðamanna á Kirkjubæjarklaustri: Anda Arendse frá Hollandi hef- ur tekið að sér að sjá um upplýs- ingamiðstöð ferðamanna á Kirkju- bæjarklaustri í sumar. Anda hefur verið viðloðandi fsland meira og minna í fjórtán ár. Hún kom hingað fyrst til þess að starfa sem hjúkrun- arfræðingur. „Það var svo undar- legt að þegar ég kom aftur heim til Hollands, haustið 1993, hélt ég að ég myndi aldrei koma hingað aftur. Svo þegar frá leið fékk ég eins kon- ar heimþrá til íslands og ég ákvað að koma hingað aftur," segir Anda. Hún segir að hjúkrunarfræði- menntunin hafi gert sér auðvelt fyrir með að fá atvinnu hér á landi. Smám saman náði hún svo betri tökum á tungumálinu. „Þetta kom bara með því að umgangast fólk og lesa íslenskar bækur," heldur Anda áfram. Hún kveðst hætt að velta því fyrir sér hvort raunverulegt heimili hennar sé á fslandi eða í Hollandi. Margt sé líkt með íslendingum og Hollendingum, einkum skopskyn- ið. „Mér þykja íslendingar og Hol- lendingar líkari en margar aðrar Evrópuþjóðir. Það er einhver skyld- ur tónn í húmornum, og húmorinn er oft kjarninn í menningunni." Anda sótti nám í leiðsögu- mannaskóla í Reykjavík síðastlið- inn vetur og ætlar að nýta sér það í starfinu í upplýsingamiðstöðinni í sumar. „Ég geri ráð fýrir að geta farið með fólk í styttri ferðir hérna í sveitinni í sumar. Síðan eru sér- stakir fjallaleiðsögumenn sem sjá um ferðirnar inn að Laka og fleiri staði inni á hálendinu." Hún ger- ir fastlega ráð fyrir að umferð ferðafólks um svæðið í grennd við Vatnajökul muni aukast við stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs. „Ég er viss um að áhuginn á svæðinu mun aukast talsvert. Hér verður gestastofa sem á að byrja að reisa næsta sumar. Þar verður hægt að taka á móti ferðamönnum sem ætla að heimsækja þjóðgarðinn. Ég á von á því að aðgengið að svæðinu verði smám saman bætt með fleiri göngustígum og meiri upplýsingum." FAUECUR iUMARFATNADUR Æ*-. ÁTTU LEIÐ UM SELFOSS? VIÐ ERUM SPENNANDI TÍSKUVERSLUN SELJUM FLOTTAN DÖMUFATNAÐ Á ALLAN ALDUR STÆRÐIR 34-54 VERTU VELKOMIN! LINDIN TÍSK U VERSLUN Eyrarvegi 29 - Selfossi - Sími 482 1800 E-mail: lindin-selfossi@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.