Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 2
Fréttir DV
2 MIÐVIKUDAGUR 1 l.JÚNl 2008
FRÉTTIR
Ekki veitt í
Héðinsfirði
Landeigendur í Héðinsfirði
hafa ákveðið að selja ekki veiði-
leyfi til almennings í Héðinsfirði
í sumar. Þorsteinn Jóhannesson,
formaður veiðifélags Héðins-
fjaröar, segir að þetta hafi verið
ákveðið vegna þess hve umsvifa-
mikil sprengjuvinna standi fyrir
dyrum vegna Héðinsfjarðar-
ganga.
„Úr varð að verktakinn greiðir
veiðifélaginu fyrir að selja engin
veiðileyfi til almennings," seg-
ir Þorsteinn. Landeigendur og
starfsmenn verktakafyrirtækja fá
eftir sem áður að veiða í firðinum
sem er rómaður fyrir góða sjó-
bleikjuveiði.
Síldin komin
Fyrstu síldinni, sem berst til
Norðurlands á þessari vertíð,
var landað á Þórshöfn. Sigurð-
ur VE-15 landaði þar fullfermi
af sfid, eða 1500 tonnum, og fór
hún öll í bræðslu. Sfldin veiddist
norðaustur af Jan Mayen en mjög
góð sfldveiði er á þessum slóðum
og um tugur íslenskra skipa þar
á veiðum. Sfldin er úr norsk-ís-
lenska sfldarstofninum, en tölu-
vert hefur orðið vart við sfld úr
stofninum í íslensku lögsögunni.
Þetta kom fram á ruv.is
Skjálftafundur
með Árna
Guðni Ágústsson og Bjarni
Harðarson, þingmenn Fram-
sóknarflokksins, hafa sent
Árna M. Mathiesen, fyrsta
þingmanni Suðurkjördæmis
sem og öðrum þingmönnum
kjördæmisins, beiðni þar sem
farið er þess á leit við ráðherr-
ann að hann boði alþingis-
menn til fundar vegna nýaf-
staðinna jarðskjálfta.
Vilja ffamsóknarmennirn-
ir að á fundinn verði boð-
aðir fulltrúar þeirra sveitar-
félaga sem harðast urðu úti
f skjálftanum, forystumenn
sunnlenskra sveitarfélaga,
Viðlagatryggingar íslands,
Almannavarna á svæðinu og
þar verði farið yfir afleiðingar
jarðskjálftanna og staða mála
rædd með heimamönnum.
Kaupum meira
afáfengi
Sala á áfengi jókst um rúm
13 prósent í maí miðað við sama
mánuð árið áður. Ef miðað er
við breytilegt verðlag á milli ára
er aukningin þó tæp 20 prósent.
f maí var velta áfengisverslunar
18,9 prósent meiri en í aprfl þar
á undan miðað við fast verðlag.
Líkleg skýring á þessari auknu
sölu áfengis er fimmta helgin í
maí sem viðmiðunarmánuðirnir
hafa ekld. Neyslan eykst á sama
tíma og verð hefur hækkað um
5,8 prósent ff á því í fyrra.
Sigmundur Eyþórsson. slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, hefur verið leyst-
ur frá störfum á meðan stjórn embættisins fer yfir hvers vegna Qölmiðlar höfðu að-
gang að útkallsrásum embættisins. Sigmundur segir sjálfur nauðsynlegt að sannleik-
urinn í málinu verði leiddur í ljós og boltinn sé hjá Brunavörnum. Sigurvin
Guðmundsson stjórnarformaður segir að nú sé verið að skoða hversu alvarlegt eða
umfangsmikið málið er.
SLÖKKVILIÐSSTJÓRI
SETTURIFROST
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON ^ V
blaðamadurskrifar: valgeir@dv,is
Sigmundur Eyþórsson, slökkvi-
liðsstjóri Brunavarna Suðurnesja,
hefur verið leystur frá störfum í
ótilgreindan tíma á meðan stjórn
Brunavarna Suðurnesja skoð-
ar hvers vegna tilteknir fjölmiðlar
höfðu aðgang að útkallsrásum emb-
ættisins. DV greindi frá því í síðasta
mánuði að slökkviliðsstjórinn hefði
meðal annars veitt Morgunblað-
inu, Fréttablaðinu, Vflcurfréttum og
Loga Bergmann Eiðssyni, fféttaþul
hjá Fréttastofu Stöðvar 2, aðgang
að kerfi og tíðnisviðum embættis-
ins. Fjölmiðlunum var kleift að fá
aðgang með svokölluðum Tetra-
talstöðvum. Ákvörðun um að Sig-
mundur yrði settur í leyfi var tekin
um helgina.
{launuðu fríi
Sigurvin Guðmundsson, stjórn-
arformaður Brunavarna Suður-
nesja, staðfestir að Sigmundur sé
kominn í leyfi á meðan embættið
skoðar málið. „Þetta snýst um þetta
Tetra-mál og aðgang fjölmiöla að
kerfinu. Þetta er í ákveðnum farvegi
núna og við erum að skoða hversu
alvarlegt eða umfangsmikið þetta
mál er."
Sigurvin segir ómögulegt á
þessu stigi að tjá sig um hvort eða
hvenær Sigmundur muni snúa aft-
ur til starfa, eða hvernig tekið verði
á málinu af hálfu embættisins. „Ég
vil ekki kalla þetta rannsóknarferli,
við erum að setjast niður og fara
yfir málið, það er staðan eins og
hún er núna. Það er ómögulegt að
segja hversu langan tíma þetta ferli
mun taka, en á meðan við erum að
gera okkur grein fyrir staðreynd-
um málsins er hann heima hjá sér
í launuðu fríi," segir hann.
Jón Guðlaugsson, aðstoðar-
slökkviliðsstjóri Brunavarna Suð-
urnesja, hefur verið skipaður í starf
Sigurmundar um ótilgreindan tíma.
Spurður um samskipti embættisins
Slokkvilið Fjölmiðlar höfðu aðgang
að útkallsrásum slökkviliðsins.
Sigmundur Eyþórsson Sigmund-
ur verður í leyfi á meðan stjórn
Brunavarna Suðurnesja skoðar málið
,Það er ómögulegt að
segja hversu langan
tíma þetta ferli mun
taka, en á meðan við
erum að gera okkur
grein fyrir staðreynd-
um málsins, þá er
hann heima hjá sér í
launuðu fríi:
við Sigmund, segist Jón ekki vita til
þess að ósætti ríki um ákvörðunina.
Eðlilegt að vera heima
Eins og fram hefur komið í DV
sagðist Sigmundur heimila til-
teknum fjölmiðlum aðgang að
útkallsrásunum á þeim forsend-
um að gott samstarf við fjölmiðla
væri mikilvægt og það væri gott
að upplýsingar kæmust sem fyrst í
hendur fjölmiðla. Fjölmargir lýstu
yfir óánægju sinni með einhliða
ákvörðun Sigmundar, þar sem
viðkvæmar persónuupplýsingar
væru gefnar upp á rásunum.
Sigmundur kvaðst ekki hafa
áhyggjur af því.
DV ræddi við Sigmund
í gær. „Þetta er náttúrlega
sú niðurstaða sem stjórn-
in hefur tekið, að ég sé í
launuðu sumarfríi. Það
er alveg eðlilegt á meðan
málið er í rannsókn og ég
er ekkert ósáttur við það.
Sannleikann í málinu
þarf að leiða í ljós," segir
Sigmundur Eyþórsson.
Hann vill lítið tjá sig um
framtíð sína hjá slökkvi-
liðinu og segir boltann
vera hjá stjórninni.
„Það er ekki mitt að
ákveða hvað gerist
næst, stjórnin vinnur
sína vinnu og næstu
skref eru í henn-
ar höndum," segir * -
hann.
Stefán Karl Lúðvískson er vonsvikinn vegna sakfellingar:
Dæmdur fyrir deyfandi sleipiefni
Stefán Karl Lúðvíksson, eigandi
erótísku verslunarinnar Amor, var í gær
dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til
greiðsiu fjörutíu þúsund króna sektar
fyrir að ílytja til landsins handjárn og
sleipiefni. Áðspurður hvort dómurinn
hafi valdið honum vonbrigðum segir
Stefán: „Að sjálfsögðu." Hann bætti við
að hann væri staddur erlendis og gæti
því ekki tjáð sig frekar um dóminn.
Forsaga málsins er að við tollaeít-
irlit síðasta sumar voru gerð upptæk
36 sett af handjámum úr málmi og 24
túpur af sleipiefni sem innihélt ólögleg
lyf. Stefán var síðan ákærður fyrir brot á
vopnalögum vegna innflutnings hand-
jámanna og brota á lyfjalögum vegna
innihalds sleipiefriisins. Hann hafði þá
selt hvort tveggja í verslunum sínum
en tók það úr sölu eftir athugasemdir
lögreglu.
Sleipiefnið sem um ræðir heit-
ir Anal-ease og inniheldur benzocain
sem er deyfandi efni. Það fæst víða í
erótískum búðum erlendis og er með-
al annars hægt að fá það með kirsu-
berjabragði. Nú selur Stefán hins vegar
sleipiefnið Moist Anal Lube með sam-
þykki lögreglunnar.
1 frétt DV um málið sagði Stefán að
viðskiptavinir hans hafi spurt reglulega
um handjámin eftir að þau voru fjar-
lægð úr versluninni. Viðskiptavinimir
hafa að sögn Stefáns lýst yfir hneyksl-
un sinni og undrun yfir því að honum
sé meinað að selja handjámin.
Stefán hefur alla tíð kallað jámin
ástarjám, sem er bein þýðing úr ensk-
unni; love cuffs. Samkvæmt löggjafan-
um heyra þau þó undir vopnalög.
Ekki er ljóst hvort Stefán ætlar að
áfrýja dómnum til Hæstaréttar. erla@dv.is
Neitaði sök Stefán Karl Lúðvíksson sagðlst aldrel hafa grunað að hann væri að
fremja afbrot og hætti sölu á bæði handjárnunum og sleipiefninu þegartollayfirvöld
gerðu athugasemdir.