Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNf 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elin Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson,Janus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynJolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Drelfing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituð. SANDKORIM ■ Ein stærsta helgin í lífi Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, frá- farandi leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, er að baki. Vilhjálmur sagði sig frá leiðtoga- hlutverkinu á laugardag en gekk að eiga Guð- rúnu Kristj- ánsdóttur, unnustu sína til fjölmargra ára, á sunnu- dag. Hjónakornin eru nú farin í brúðkaupsferð til Færeyja og víst að Vilhjálmur er hvíldinni feginn eftir margra mánaða þvarg um REI og önnur borg- armál. ■ Mikið mun mæða á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, nýjum leiðtoga sjálfstæðismanna, við að halda saman meirihlut- anum og nauðsynlegri reisn meðÓlafF. Magnússon borgarstjóra innanborðs. Hermt er að Ólaf- ur sé afar vonsvikinn vegna þess hve fáir hafa á honum trú. Hann er sagður ætla að taka sér langt frí í sumar og haft er eftir honum að á þeim tíma muni hann hugsa sinn gang. Hvað það þýðir er ófióst en meirihlutinn hangir á Olafi einum. Ef hann gengur úr skaft- inu hefur Margrét Sverrisdóttir, meðlimur Tjarnarkvartettsins, líf meirihlutans í hendi sér. ■ Brestir hafa þó komið fram innan Tjarnarkvartettsins sem gæti verið vísbending þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir gæti myndað meirihluta með einhverj- um hinna innvígðu. DagurB. Eggertsson og samfylk- ingarfólk lét gera skoð- anakönn- um um álit á borgarfulltrúum. Undanskil- inn þar var þó framsóknarmað- urinn Óskar Bergsson sem er reiður vegna þessa og hugsar Degi þegjandi þörfina. Tjarnar- kvartettinn heldur þannig ekki lagi lengur. ■ Björn Bjarnason, dómsmáia- ráðherra á endastöð, hefur verið á þeytingi út og suður seinustu mánuði eins og gjama vill vera með þá sem em á útleið. Hann var á Grænlandi á dögunum án þess að ljóst sé hvaða erindi hann átti þangað. Og nú seinast brá hann sér til Lúxemborgar á fund um samskipti íslands og Evrópusambandsins á sviði lögreglumála. Fram kemur á heimasíðu hans að hann er þar að sækja sér fróðleik varðandi endurskoðun íslenskra lög- reglulaga. MGullfoss í Reykjavík iÁm TDAtirTi nn/kiirrnti nirrTinni ritnirnn i. .. r ...:n „• rr i.i i._ij i.'ci / LEIÐARI JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. l>adþarfád veritíla miðbœiim. F.kki liiísin, lieldtir mannlijid / midbœnum. ^ nþessaðnokkurhafiáþví orðerGullfossímiðriReykja- Avíkurborg. Hinir fjölmörgu skemmtistaðir miðborgar- innar eru eitt helsta aðdráttarafl íslands fyrir erlenda ferðamenn. Skemmtistaðirnir ásamt skemmtanalífinu eru orðnir ein helsta náttúruauðlind íslendinga. Þeir bæta tekjujöfnuð ríkissjóðs og vinna markvisst gegn viðskipta- hallanum. Barirnir í miðborginni varða milljarða króna hags- muni þjóðarinnar. En samt verða þeir fyrir aðkasti yflrvalda, eins og sést á fyrirskipunum lögreglunnar um styttingu afgreiðslutíma þeirra og yfirlýsingum í fyrra um að þeir væru kannski best geymdir fjarri miðbæn- um. Erlendir ferðablaðamenn sem fjalla um ísland minnast oft á Bláa lónið í greinum sínum. Stund- um nefna þeir líka Gullfoss, Geysi og jöklana. En nánast allir þeirra skrifa um íslenskt skemmtana- líf sem einstakt fyrirbæri. Færeyingar eru þekktir fyrir grindhvaladráp, Spánverjar fyrir nautaat og tapas, ítalir fyrir pitsur, Finnar fyrir þunglyndi og Nokia, en Islendingar fyrir líflegt skemmtanalíf. Þeir sem hafa prufað að vera í miðbænum síðla nætur vita hvert vandamálið er. Það er ekki að skemmtistaðirnir séu opnir of lengi. Ástandið var mun verra þegar þeim var lokað fyrr. Vandinn er fyrst og fremst á ábyrgð stjórnmálamannanna sem stjórna borginni. Virk almenn- ingssalerni í miðborginni má telja á fingrum annarrar hand- ar. Þess vegna hefur fólk þvaglát tvist og bast xun miðbæinn að næturlagi. Hávaðavandinn er að stórum hluta kominn til vegna reykingabannsins. Bannið var sett án þess að hugsa út í hliðar- verkanir og án nokkurra tilrauna til að mæta veitingamönnum á miðri leið, til dæmis með reykingaskálum sem starfsmenn geta haldið sig frá og skaðast því ekki. Hávaðavandinn er líka kominn til vegna þess að fólk kemst ekki heim til sín. Það eru ekki til nógu margir leigubílar til að anna mannlífinu um helgar. Það er fullkom- lega á ábyrgð borgaryfirvalda, sem standa ekki við skyldur sínar um að bjóða borgurunum almenn- ingssamgöngur um helgarnætur. Það er einnig á ábyrgð borgaryfirvalda að fáir geta gengið heim, því þau skipulögðu borgina upp í fjöll og koma í veg fyrir byggð í Vatnsmýrinni. Borgaryfirvöld halda að þau eigi að búa til borg fýrir bfla. Það þarf að vernda miðbæinn. Ekki litlu, gömlu húsin, heldur mannlífið í miðbænum. Og það þarf I ekki helst að vemda miðbæinn fýrir verktökum, heldur fyrir stjórnmálamönnum og lögreglunni. TÆTTBÖRN „Hvað heitir stcersti kaupstaðurinn á Vestfjörðum? Svar: Hagkaup. Hvað heitir stærsta eyðimörk heims- ins? Svar: Esja. Hvernigfallbeygist najhið Árni? Svar: Höggva hann. Ég var nýlega að fylgjast með spurningakeppni 8-9 ára barna. Og svör sumra þeirra fengu mig til að hugsa um hvort rætt væri nóg við börn. Þessi sömu börn ræddu sín á milli af mikilli þekkingu um GSM- tilboð og auglýsingar fyrir 3G-síma, nettilboð og nöfn á leikjatölvum sem ég þekki ekki. Er ekki ráð í öllu krepputalinu að huga að því að tala við börnin okk- ar og gera eitthvað með þeim sem er ókeypis? Foreldrar marka stefnuna eða stefnuleysið. Oft á tíðum er valin mjög flókin og dýr leið. Og ég veit um frábæra kennara sem hafa snúið sér að öðmm störfum því börn eru orð- in of upptrekkt og flækt til að það sé vinnandi vegur að halda uppi eðli- legri kennslu. Og leikskólakennarar hafa haldið því fram í mín eyru að börnin séu verst eftir helgarnar, þau koma svo þreytt og æst úr helgar- fríinu að það tekur tíma að ná þeim niður. Þar sem ég sat föst í umferð- arteppu á leið úr Reykjavík á há- annatíma til að „skutla" í barna- afmæli spurði ég sjálfa mig hvort börnin þyrftu. virkilega afmæl- isveislu í Smáralind? Er ekki hægt að hafa bara minna afmæli heima? Og annað dæmi um það þegar verið er að flækja tilveruna. Á sumr- in eru haldin fjölmörg íþróttamót um allt land. Fótboltastrákar fara til dæmis í sumarferðir úr höfuð- borginni til Akureyrar, Laugarvams, Vestmannaeyja og á Akranes. Þetta eru frábærar ferðir sem margir flétta inn í sumarfrí fjölskyldunnar. En nú er líka farið að standa fyrir til dæm- is fótboltamóti á Akureyri í svartasta skammdeginu. Hvers vegna að fara, þegar allra veðra er von, með 8 ára börn í rúm þvert yfir ísilagt landið til að keppa við aðra 8 ára í fótbolta? Þetta hljómar örugglega eins og mð en það kostar fullt af peningum að senda börnin þetta, það er farið af stað með klósettpappírssafnanir til að hafa upp í kostnað. En svo þurfa foreldrar líka að borga fyrir hótelgist- ingu fyrir sig, flug, bíl og allt tilheyr- andi og samanlagt kostar þetta mgi þúsunda. Mér finnst þetta streim- valdandi. Kannski er ég ein um það því ég fékk þau svör að börnunum þætti þetta svo gaman. Staðreyndin er sú að þeim finnst líka gaman að spila úti á næsta túni eða keppa við næsta skóla og fá svo kannski pitsu- veislu eða sundferð í lokin. Og raun- veruleg ástæða fyrir þessum vetr- arferðum er líklega sú að fyrirtækið sem mótið er kennt við þarf aug- lýsingu og kaupstaðurinn þarf fleiri ferðamenn á veturna. Ef íþróttir eiga raunverulega að vera fyrir alla, óháð aðstæðum og efnahag, er allt í lagi að slaka aðeins á ferðagleðinni á vet- urna. Og munum að börnum finnst oft skemmtilegast það sem er nærtækt og einfalt. Þau vilja vera með fjölskyldu sinni í afslöppuðu andrúmslofti en ekki bara í síma- sambandi (þó það sé 3G eða gott on line-samband). Einföldum lífið og gerum það sem er ókeypis og nærri okkur með börnunum. Tölum við þau svo þau verði ekki eins og verur í framtíðarskáldsögu sem þekkja ekki lönd heldur bara vörumerki. („Hvað heitir stærsti kaupstaður- inn á Vestfjörðum? Hagkaup") Ég gerði óformlega könnun á því hvað 8-9 ára krökkum finnst skemmtilegast að gera með fjöl- skyldunni á ffídegi. Og hér er niður- staðan: Fara út í fótbolta „Klikkað gaman að fara á trampolín með foreldmnum" Fara í góða ísbúð Fara á leikrit eða í bíó Skoða Perluna Feluleikur í skógi til dæmis í Öskju- hlíð Spila IGifra upp í tré Fara í sund Baka Línuskautaferð Ferð í Nauthólsvík með nesti Fara í teiknileik heima. DÓMSTÓLL GÖTUIVNAR ER RÉTT HJÁ RÚV AÐ HLIÐRA TIL DAGSKRÁ FYRIR ÍÞRÓTTAVIÐBURÐI? „Nei, ég er á móti því að þeir hliðri tii dagskránni en ég hef samt lítið um það að segja þar sem RÚV er rikisútvarp." Ragnhildur Bjarnadóttir, 57 ára hárgreiðslukona „Já, er það ekki bara ágætt." Gunnar Sveinn Kristinsson, 27 ára húsasmiður „Já, svo við getum séð beinar útsendingarfrá (slenskum landsleikj- um. Aðeins þegar við keppum við önnur lönd." Klara Jóhannesdóttir, 22 ára blikksmiður „Já, er það ekki. Það eru svo margir sem hafa áhuga á fótboltamótum eins og EM, þó ég hafi ekki áhuga á því." Jón Þórólfur Guðmundsson, 45 ára sendibílstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.