Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 SUÐURLANDDV - Cr- Álver við Þorlákshöfn er ekki á nánustu framtíðarplönum, kísilhreinsistöð hefur sýnt svæðinu áhuga ásamt fleiri minni fyrirtækjum og er bæjarstjórnin bjartsýn á fr amtí ðina. J þessum mánuði Ekkert verður úr álverinu við Þor- lákshöfn. Byggja átti álver milli Þor- lákshafnar og Selvogs eða á Hafn- arsandi eins og svæðið heitir. Um 16 kílómetrar vestan við Þorláks- höfn eiga að fara undir iðnaðarhús- næði og átti að reisa þar álver. f sjón- varpsviðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Áki Ragnarsson að bæjarstjóm væri mjög áhugasöm að fá svona stór- iðju til Þorlákshafnar. Ólafur lokaði samt ekki alveg á álver í framtíðinni er blaðamann DV bar að garði og sagði Ólafur álverið vera í fjarlægii framtíð. Umhverfismat átti að verða tilbúið árið 2009 og átti að vera lok- ið við íyrsta áfangann að álveri með 60 þúsund tonna framleiðslugetu og endurbræðslu sem bræðir ál til frek- ari vinnslu árið 2012. Álverið hefði skapað hundmð nýrra starfa á stór- Árborgarsvæðinu, þar af fjölmörg vel launuð hátæknistörf. Ekkert rafmagn Álverið sem Arctus ætlaði að reisa við Þorlákshöfri hefur ekkert raf- HAFNARSANDUR Þar sem fyrirhugað iðnaðarsvæði á að rísa. munu fyrirtækin taka ákvörðun hvertþau munu fara þannig að við bíðum bara róleg" magn. Arctus var stofnað árið 2004 en félagið er í eigij Jóns Hjaltalíns Magnússonar verkífæðings og fleiri aðila. Samkvæmt Sunnlenska frétta- blaðinu hafði Arctus verið sköffuð lóð fyrir iðnað á Hafnarsandi. Alcan hafði líka sýnt lóðinni mikinn áhuga og var með samning við Orkuveit- una og Landsvirkjun um raforku. Að sögn ðlafs Áka Ragnarssonar, bæjar- stjóra í Ölfusi, ætlar Orkuveitan ekki að verða álverinu úti um rafmagn af Hellisheiðinni þar sem jarðorka átti að vera nýtt til rafmagns fýrir álverið. „Álfýrirtæki hafa meldað sig til okk- ar en orkufyrirtæki ætía ekki að veita meiri orku til álfýrirtækjanna þannig að það er óhætt að segja að það sé ekki inni í myndinni eins og stend- ur," segir Ólafur tMlrrí Kísilhreinsistöð hjá Þorlákshöfn Kísilhreinsistöð hefur nú sýnt verðandi iðnaðarsvæði við Þorláks- höfn áhuga. Stöðin sem mun ffam- leiða sólarkísil mun rísa þar sem fýrirhugað álver átti að rísa. Stöðin þarf ekki losunarkvóta og skapar um 300 störf fyrir Þorlákshöfh. Ólafur Áld segir bæjarstjórnina vera mjög áhugasama um verkefnið og fær hún svar seinna í mánuðinum. Ólaf- ur segir að Orkuveitan ætli að verða kísilhreinsunarstöðinni úti um raf- magn af Hellisheiðinni og er búið að setja rafmagnsleiðslu ffá Hellisheið- inni inn á skipulag. Mörg fyrirtæki sýna áhuga Mörg minni fyrirtæki hafa sýnt iðnaðarsvæðinu áhuga þar sem 16 kílómetrar frá Þorlákshöfn að Selvogi eru áætlaðir undir iðn- aðarhúsnæði og margar iðnaðar- lóðir í boði. Öllum undirbúningi á lóðunum er lokið. „í þessum mánuði munu fýrirtækin taka ákvörðun um hvert þau munu fara þannig að við bíðum bara róleg," segir Olafur. Einnig segir hann að það sé minni jarðskjálfta- hætta á þessu svæði þar sem vatnspúði sé undir landsvæðinu sem demp- ar jarðskjálfta og gerir þetta svæði öruggara. olivalur@dv.is Systrakajfi í hjarta bœjarins Njótið kaffi-, matar-og vínveitinga í notalegu umhverfi Kirkjubæjarklausturs systrakajfi.is / systrakajji(cösystrakajji.is s.487-4848 Systra 1 /í/íl Kirkiubxiarklaustri kajp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.