Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 2008 SUÐURLAND DV „Við ætlum okkur að ná til ferða- manna sem vilja staldra við leng- ur en eina nótt og geta hugsað sér að skoða umhverfið hérna nánar en gengur og gerist hjá þeim ferða- mönnum sem núna ferðast hring- inn í kringum fsland á einni viku," segir Eva Björk Harðardóttir, einn húsráðenda á Hótel Laka við Efri- Vík í Landbroti. Fjölskyldan í Efri-Vík er nú með stórt hótel í smíðum, sem þegar hef- ur verið tekið í notkun að hluta til. Herbergin verða 40 talsins. Á staðn- um er golfvöllur, aðstaða fyrir fugla- skoðun, stangveiði og 400 fermetra heilsulind er í smíðum. „Við erum með tuttugu sérfræðinga á skrá sem ætla að starfa í heilsulindinni og halda námskeið og fleira í þeim dúr," heldur Eva Björk áfram. Þessu til viðbótar eru 24 smáhýsi sem eru til leigu. „Foreldrar mínir byrjuðu hér með hótelrekstur árið 1973, þá í smáum stíl. Við höfum aukið við okkur stöðugt síðan, enda er ferða- þjónustan sú atvinnugrein sem vex hvað örast hér á landi." Kostnaðurinn við að reisa slíkt hótel hlýtur að vera talsverður. „Jú, auðvitað er þetta dýrt og getur verið erfitt, sérstaklega núna þegar bank- arnir hafa kippt í bremsuna. Við leggjumst hins vegar öll saman á ár- arnar. Okkar stærstu viðskiptavin- um að utan fer íjölgandi og við verð- um að undirbúa okkur undir það að geta annað aukinni eftirspurn," seg- ir Eva. Hún bendir á að kvótaniður- skurður og krepputal hafi ekki bein- línis áhrif á þá sem vinni í ferðaþj ón- ustunni. Gengisfall krónunnar hafi haft góð áhrif á atvinnugreinina. „Við lítum á þetta þannig að þetta hafi verið gengisleiðrétting gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þessi leiðrétt- ing veldur því að nú er ekki lengur aðeins yfirstéttarfólk sem hefur ráð á því að heimsækja fsland og við- skiptavinunum fjölgar." SETUSTOFA Veitingasalur og setustofa eru rúmgóð og ekkert virðist hafa verið skorið við nögl. GAMLA HLAÐAN Til stendur að gömlu hlööunni veröi breytt (veitingastað. Force dömu-/herrasett St. 38-46/S-XXL. 11.990 Norba dömu-/herrasett 5000 mm vatnsheldni. öndun og límdir saumar. Margir litir. St. 36-46/S-XXL. 9.990 Bárustíg 6 I Vestmannaeyjum Austurvegi 13-151 Selfossi SKÓBÚÐ SELFOSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.