Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 2008 SUÐURLAND DV „Við ætlum okkur að ná til ferða- manna sem vilja staldra við leng- ur en eina nótt og geta hugsað sér að skoða umhverfið hérna nánar en gengur og gerist hjá þeim ferða- mönnum sem núna ferðast hring- inn í kringum fsland á einni viku," segir Eva Björk Harðardóttir, einn húsráðenda á Hótel Laka við Efri- Vík í Landbroti. Fjölskyldan í Efri-Vík er nú með stórt hótel í smíðum, sem þegar hef- ur verið tekið í notkun að hluta til. Herbergin verða 40 talsins. Á staðn- um er golfvöllur, aðstaða fyrir fugla- skoðun, stangveiði og 400 fermetra heilsulind er í smíðum. „Við erum með tuttugu sérfræðinga á skrá sem ætla að starfa í heilsulindinni og halda námskeið og fleira í þeim dúr," heldur Eva Björk áfram. Þessu til viðbótar eru 24 smáhýsi sem eru til leigu. „Foreldrar mínir byrjuðu hér með hótelrekstur árið 1973, þá í smáum stíl. Við höfum aukið við okkur stöðugt síðan, enda er ferða- þjónustan sú atvinnugrein sem vex hvað örast hér á landi." Kostnaðurinn við að reisa slíkt hótel hlýtur að vera talsverður. „Jú, auðvitað er þetta dýrt og getur verið erfitt, sérstaklega núna þegar bank- arnir hafa kippt í bremsuna. Við leggjumst hins vegar öll saman á ár- arnar. Okkar stærstu viðskiptavin- um að utan fer íjölgandi og við verð- um að undirbúa okkur undir það að geta annað aukinni eftirspurn," seg- ir Eva. Hún bendir á að kvótaniður- skurður og krepputal hafi ekki bein- línis áhrif á þá sem vinni í ferðaþj ón- ustunni. Gengisfall krónunnar hafi haft góð áhrif á atvinnugreinina. „Við lítum á þetta þannig að þetta hafi verið gengisleiðrétting gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þessi leiðrétt- ing veldur því að nú er ekki lengur aðeins yfirstéttarfólk sem hefur ráð á því að heimsækja fsland og við- skiptavinunum fjölgar." SETUSTOFA Veitingasalur og setustofa eru rúmgóð og ekkert virðist hafa verið skorið við nögl. GAMLA HLAÐAN Til stendur að gömlu hlööunni veröi breytt (veitingastað. Force dömu-/herrasett St. 38-46/S-XXL. 11.990 Norba dömu-/herrasett 5000 mm vatnsheldni. öndun og límdir saumar. Margir litir. St. 36-46/S-XXL. 9.990 Bárustíg 6 I Vestmannaeyjum Austurvegi 13-151 Selfossi SKÓBÚÐ SELFOSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.