Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 33
DV SUÐURLAND MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 2008 33 Sumartónleikar í Skálholti fara fram í 34. sinn í sumar: Með stærstu menningar viðburðum „Áherslurnar í ár eru ný tónlist, og þá aðallega kirkjutónlist og hins vegar períodtónlist og þá flutt með upprunalegum hljóðfærum," seg- ir Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skál- holti, sem fara fram í þrítugasta og fjórða sinn í sumar. Tónleik- arnir eru í sex hlutum og skiptast á jafnmargar helgar, byrja 5. júlí og standa fram yfir verslunarmanna- helgi. „Það eru um þrjátíu tónleik- ar á þessu tímabili, auk þess sem það eru alltaf messur á sunnudög- um sem við tökum þátt í með lif- andi tónlist. Síðan eru fyrirlestrar og listasmiðjur fyrir börn og ungl- inga," segir Sigurður en þessar smiðjurhafanotiðmikillavinsælda undanfarin ár. Fyrstu tónleikar hjá hverjum hópi listamanna verða á fimmtudagskvöldum, og þá aðeins lengri og bitastæðari en aðrir þar sem fólk er yfirleitt að koma á þá, akandi.frá höfuðborgarsvæðinu. Hátt í tvö hundruð manns koma að Sumartónleikunum, þar af eru um tuttugu erlendir listamenn frá Þýskalandi, Frakklandi, Hol- landi, Finnlandi og Englandi. „Það eru jafnvel fleiri sem koma að tón- leikunum þegar allt er talið. Tón- Iistarmennirnir eru örugglega hátt í tvö hundruð, en síðan er náttúr- lega alls konar fólk sem vinnur að þessu, þar á meðal sjálfboðalið- ar. Og þetta er með stærri menn- ingarviðburðum á Suðurlandi því þetta nær yfir þetta langan tíma." Á meðal íslenskra listamanna sem koma fram á Sumartónleik- unum má nefna kórinn Hljóm- eyki og Bach-sveitina í Skál- holti, en báðir hópar hafa tekið þátt í dagskránni um árabil. Þá ætlar hinn stórgóði fiðluleikari Elfa Rún Kristins- dóttir að spila, að ónefndum Sigurði sjálfum sem treður upp með bassaíiðlu og picc- oloselló í félagi við bassafiðlu- leikarann Dean Ferrell. Nánari upplýsingar um dagskrá verðurhægt að flnna á sumarton- leikar.is þegar nær dregur há- tíðinni. kristjanh@dv.is Skálholtskirkja Hátt i tvö hundruð listamenn koma að Sumartónleikunum, þar af Full búð af nýjum vörum Skór, fatnaður, metravara, leikföng o.m.fl. á frábærum verðum Opið í sumar man - lau 10-18 sunnudaga 11-18 r ^T^lnnvörubúðin J^reiðamörk Breiðumörk 2 - Hveragerði - 483 4517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.