Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚN( 2008 SUÐURLAND DV HILDURHÁKONARDÓTTIR Ásamt blálandsdrottningunni. Hildur Hákonardóttir, sérfræöingur í sögu kartöflunnar, fræöir okkur um tegundaheiti á Suðurlandi Hildur Hákonardóttir er sérfræðingur í kartöflum og þekkir sögu þeirra á Suð- urlandi út og suður. Það eru 250 ár síðan fyrsta kartaflan sem vitað er um spratt úr íslenskri mold en það var fci CMnil á Bessastöðum og 200 ár síðan katöflur voru fyrst ALLTAF ræktaðar í atvinnuskyni en i/nDTfSpi það var norður á Akureyri IUrI í Napóleonsstríðinu 1808. BRAGÐG Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig tileinkað kartöflum árið 2008. „Á Suðurlandi voru frægir ræktunar- staðir eins og Eyrarbakki og Stokkseyri á öldinni sem leið en nú er lítið ræktað þar vegna sýkingar í moldinni sem lagðist á kartöflurnar. Mýrar og Hornafjörður voru miklir framleiðendur en nú hefur framleið- an færst yfir í Nesin. Þykkvibær eignaðist verksmiðju og hefur með því rennt nokkuð styrkum stoðum undir sína framleiðslu," segir Hildur um ræktunarstaði á Suður- landi. gróðrarstöðvum en aðeins fá eru nú rækt- uð til útsæðis. Þeir sem fara út í búð og kaupa útsæði geta oftast valið hvort þeir vilja gullauga, íslenskar rauðar eða helgu r«nuAcA °gstundum premiere. En nHrn ti[ eru einstaklingar sem ÆKTAÐ rækta miklu fleiri afbrigði IR A en Þetta- Helgunafnið er ln VtulMrt sunnlenskt. Það er nefnt ■ÐANNA." eftir Helgu Gísladóttur sem bjó í Unnarsholts- koti í Hrunamannahreppi. Sumrin 1938 og 1939 voru heit og gróskumikil. Helga var afbragðs ræktunarkona og sá að und- an einu gullauganu kom upp kartafla með breiðu bleiku belti um sig miðja og hélt hún henni til haga og setti svo niður. Næsta sumar ræktaði hún upp af þessu rauðbleikt afbrigði. 30 ár liðu og þá fór dóttir hennar með sýnishorn af þessum kartöflum suður í Grænmetisverslun ríkisins og vildi fá það dæmt í úrvalsflokk. Ekki þótti henni sér vel tekið svo hún bað um að kartaflan yrði sett í bragðprufu. Eftir það var auðsótt með flokkinn og var það sameiginleg ákvörðun hennar og Jóhannesar forstjóra að skíra af- brigðið helgu eftir ræktunarkonunni. „Ég vildi koma þessari sögu á framfæri því á prenti hefur komið fram að helgunafnið sé ættað frá Eyrarbakka eftir kerlingu þar," segir Hildur. Kom til íslands með kartöflur í vasanum Bintje var mjög vinsæl tegund og mik- ið ræktuð í Norður-Evrópu og hér á landi þangað til nýlega að premiere hefur tekið við, er hún nú ríkjandi af gul-hvítu tegund- unum. Reynt var að skíra bintje Beintein því menn vildu gjarnan hafa mannanöfn á tegundunum en nafnið festist ekki. Á Eyr- arbakka var mikil kartöflurækt allt frá árinu 1844 þegar Hafliði Kolbeinsson kom heim frá Brimarhólmi með kartöflur í vasanum. Hann hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir rán en var þó orðinn aðstoðarmaður fangelsislæknisins og hafði kynnst kartöfl- um þar ytra. Ekkert afbrigði er nefnt eft- ir Hafliða en garðurinn þar sem hann hóf ræktunina var nefndur Hafliðagarður. Hins vegar var sérstakt afbrigði af bintje kallað eftir Þórði nokkrum grilli sem náði því úr skútu um 1920. Oft voru kartöflur keyptar úr skútum. Þær geymast vel og voru vinsæll skipskostur. Þetta afbrigði var svo ræktað á Eyrarbakka þangað til hnúðormur eyði- lagði ræktunina og var ævinlega kallað þórður eða eyrarbakkabintje. Vonaðist eftir vinsældum í Hveragerði bjó ræktunarráðunautur að nafni Ragnar Ásgeirsson og talaði hann mikið fyrir yrki sem hét eyvindur. „Ekki veit ég eftir hverjum en þær voru skoskar og frægar fyrir að þola vel sjúkdóma eins og kartöflumygluna," sagði Hildur. Ragnar spáði eyvindi miklum frama en það fór á annan veg, því að þó að þær væru auðveld- ar í ræktun voru þær ekki nægilega góðar til átu. Til eru þrjú afbrigði af bláum kartöfl- um og á Ragnar líklega heiðurinn af nafn- inu blálandsdrottningin. Blálandskeisari er einnig til og íslenskar bláar. „Mér flnnst blálandsdrottning mjög fallegt nafn og bæði er ég að rækta hana og skrifa bók um sögu kartöflunnar sem á að heita því nafni," segir Hildur. Fyrir utan gular, hvítar, bleikar og bláar kartöflur eru náttúlega rauðar ís- lenskar en þær kartöflur gengu undir nafn- inu íslendingar austur á Mýrum og hafa þær líklega verið í rækt hjá hér á landi al- veg frá upphafi eða í 250 ár og teljast inn- legt yrki í Norræna genabankanum. olivalur@dv.is Gefið nafn 30 árum eftir að hún spratt úr jörðinni Mörg hundruð afbrigði af kartöflum hafa verið reynd þessi 250 ár einkum í Lárus Ágúst Bragason er sagður vera einn vinsælasti kennari Fjölbrautaskóla Suðurlands. SLÓSTVIÐ NEMENDUR LÁRUSÁGÚSTBRAGASON Er mikið í hestum og er hér ásamt hesti sínum. Lárus Ágúst Bragason, sögu- kennari við Fjölbrautaskóla Suður- lands, hefur verið í miklu uppáhaldi hjá nemendum skólans. Vitað er til þess að nemendur hafi gengið svo langt að umbylta stundaskrá sinni, aðeins til þess að geta sótt tíma hjá Lárusi. Lárus var mjög undrandi er hon- um var sagt frá þessu en fannst mjög gaman og fallegt að heyra slíkt. Hann hefur ekki alltaf verið svoria ljúfur og góður. Lárus hefur kennt í 22 ár og hefur gert margt kolbrjál- að í gegnum tíðina og eitt sem hann man eftir er að hann hafi slegist við nemendur þegar hann var yngri. „Það voru bara áflog, ég hitti nem- endur, fór með þeim inn í stofu og þar var bara slegist, ég kannski einn á móti tveimur," greinir Lárus frá en hann man ekki hvort hann hafi unn- ið en honum fannst þetta allavega rosalega gaman. Lárus segir það vera mjög mis- jafnt hvort nemendur ná áföng- unum hjá sér. „Ef nemendur eru í símatsáföngum og skila inn verk- efnum og ég læt þá laga verkefnið þá ná flestir," segir Lárus. En mesta falltíðnin er í 100 áföngunum. „Það eru aðallega grunnskólakrakkar sem eru að koma nýir inn og vita ekki al- veg hvað er að gerast sem falla og krakkar hafa bara svo misgaman af sögu," segir hann. Lárus hefur dá- læti á að kenna, hann segist alltaf taka góða skapið með sér í tíma og leggur mikla vinnu í undirbúning hverrar kennslustundar og finnst hver kennslustund vera ákveðið ævintýri þar sem hann veit aldrei hvað gerist í hverri kennslustund. „Ég reyni að laga kennslustundina að nemendunum þannig að maður nái því besta út úr hverjum og ein- um en það næst ekki alltaf, svo kem ég með persónuleg sjónarhorn á at- burði sögunnar," kveður Lárus. Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er einnig í uppá- haldi hjá Lárusi. „Ég er ekki viss af hverju hann er í uppáhaldi, kannski bara af því að ég var að alast upp meðan hann var forseti," segir Lár- us. Minnisstæðasta atvik sem Lárus man eftir Nixon er þegar hann var í forsetaframboði á móti Kennedy og Nixon kom ópúðraður og órakað- ur í kappræður sem sýndar voru í sjónvarpi, það varð til þess að hann varð fölur og svitnaði. Lárus telur það vera ástæðuna að Nixon tap- aði kosningunum því fólk kýs nátt- úrulega manninn sem kemur bet- ur fram. Lárus er sögukennari og finnst honum 19. öldin skemmti- legust. 1848 stendur mest upp úr hjá honum, „það eru byltingar í Evrópu, það styttist í þjóðfundinn og það er nýja hugsunin þar sem ísland er að fara að iðnbreytast og kommúnista- ávarpið kemur fram. Það er bara svo margt að breytast í Evrópu á þessum tíma," segir Lárus. olivalur&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.