Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 6
KRISTJÁN ÁRNASON Islenska í æðri menntun og vísindum Inngangur „Mitt er að yrkja en ykkar að skilja," er haft eftir Benedikt Gröndal skáldi. Þótt ekki ætli ég að bera mig saman við skáldið Gröndal, né önnur skáld, þá finnst mér eins og ég hafi í vissum skilningi lent í þeirri stöðu að hafa sagt hlut sem aðrir eru betur fallnir til að skilja en ég sjálfur. Þetta gerðist þegar ég bjó til yfirskrift á þetta erindi mitt. Eins og oft vill verða kemur titillinn fyrst og síðan er hugsað fyrir innihaldinu. Titillinn, sem ég hafði fyrst búið mér til, var Islenskt mál í œðri menntun og vísindum. En þegar ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti prjónað við hann komst ég að því að kannski var ekki eins ljóst og ætla hefði mátt hvað í honum fælist. Hvað er til dæmis íslenskt máll Er það ekki það mál sem talað er og notað á Is- landi? En er það sama tungumálið og við höfum vanist að kalla íslensku eða íslenska tungul Er íslenska ein um það að mega telj- ast íslenskt mál? Raunar tók ég eftir því þegar ég var byrjaður að spinna út frá yfir- skriftinni sem ég nefndi áðan að í hinni prentuðu dagskrá hafði ég gefið erindi mínu yfirskriftina Islenska í œðri menntun og vísindum. Enn er merkingin þó óljós. Hvað er það hrognamál sem tíðkast í íslenskum tölvu- heimi? Fróðir menn segja mér að þetta sé hvorki íslenska né enska. Sennilega myndi þetta flokkast sem „pidgin" en það er fræði- legt heiti á málum sem verða til meðal svo- kallaðra frumstæðra þjóða þegar þær hætta að tala frumtungur sínar og móta sína eigin mynd af öðru tungumáli, venjulega heims- tungu eins og frönsku eða ensku. Ekki tók betra við þegar kom að orðinu menntun. Ekki kunni ég að skilgreina hvað menntun er, ég tala nú ekki um œðri mennt- un. Og þetta er líka breytingum undirorpið. Menntakerfið og hugmyndir manna um menntun breytast í tímans rás. Og hvað eru vísindil Til er sjónvarpsþátt- ur sem heitir „Nýjasta tækni og vísindi"; er það þar sem við fáum að vita hvað vísindi eru? En svo ég reyni nú ögn að krafsa í bakk- ann: íslensk málstefna Því er stundum haldið fram að íslensk málstefna sé hreintungustefna. Hér er vísað til þeirrar hefðar að við viljum gjarna hafa íslensk orð frekar en erlend, ef þess er kostur, urn þær nýjungar sem hingað berast. En orðið hreintungustefna er varasamt. Víða um heim finnast dæmi um hreintungu- stefnu sem er satt að segja einkar óviðfelldin og minnir á kynþáttahatur. Þetta eru hug- myndir um það að ein tunga sé betri eða hreinni en önnur, eðlari í einhverjum skiln- ingi. Oft tengist þetta stjómmálum og fjand- skap milli þjóða og útlendingahatri. Islensk málstefna er ekki hreintungu- stefna í þessum skilningi. Það sem sumir vilja nefna þessu nafni er kosturinn að smíða innlend nýyrði frekar en nota tökuorð. En þessi aðferð hentar einkar vel þegar laga á íslensku að nýjum tímum því að óhjá- kvæmilegt er að beygja og rita þau orð sem verða hluti af íslensku máli. Sá vandi verður oft leystur á einfaldastan hátt með því að smíða orð með heimafengnum orðhlutum sem ljóst er hvernig skrifa á og beygja. (Ef menn vilja nota enska orðið e-mail, hvernig á þá að skrifa það?) En það dugir ekki að hafa stefnu um form málsins. Huga verður að notkun tungunnar. Nágrannar okkar í Skandinavíu eru opnari fyrir tökuorðum en við erum en þeir hafa áhyggjur af því sem þeir kalla „domænetab". Þeim er þrátt fyrir allt annt um stöðu tungna 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.