Málfregnir - 01.12.1999, Síða 12

Málfregnir - 01.12.1999, Síða 12
umræðu um viðskiptajöfnuð við önnur lönd. Ef íslenskir stúdentar eigi að fá að sækja erlenda háskóla eigi Háskólinn að taka við tilteknum fjölda erlendra nemenda. En hér má spyrja hvort þau viðskipti, sem hér um ræðir, eru á jafnréttisgrundvelli. Ekki er gert ráð fyrir öðru en íslenskir stúdentar, sem sækja nám í öðrum löndum, læri þarlendar tungur. Hér á landi er skriðþungi enskunnar svo mikill að ekki þarf nema einn mann í kennslu- stund sem ekki kann íslensku til þess að allir séu famir að tala ensku, hver eftir sinni getu. Ekki ber að skilja orð mín svo að ég vilji banna öll tungumál í Háskóla Islands nema íslensku. Oft er ástæða til að nota önnur tungumál. í minni grein, íslenskri málfræði, eru þess mörg dæmi að komið hafi erlendir fræðimenn og lesið hér fyrir um lengri eða skemmri tíma á erlendum tungum, svo sem ensku og þýsku. Það er fullkomlega eðlilegt að erlendir gestir tali alþjóðatungur eða aðrar erlendar tungur sem hér skiljast. Hins vegar held ég að full þörf sé á að Háskólinn móti sér stefnu í þessum málefnum. Er t.d. eðlilegt að hægt sé að krefjast þess að nemendur skili úrlausnum á erlendu máli? Rannsóknir og kennsla í íslenskum frœðum í víðum skilningi eru auðvitað íslensk fræði öll fræði um það sem íslenskt er og því má segja að jretta tengist öllum háskóladeildum. En þar sem tungan og menningin er hér til umræðu snýr þetta fyrst og fremst að heim- spekideild. Lengi vel voru íslensk fræði þungamiðjan í heimspekideild. Nú er staðan eins og hér sést: íslenskuskor: Kennarar: 12 Nemendur: 179 Bókmenntafræði- og málvísindaskor: Kennarar: 8 Nemendur: 148 Heimspekiskor: Kennarar: 8 Nemendur: 154 Sagnfræðiskor: Kennarar: 11 Nemendur: 181 Enskuskor: Kennarar: 9 Nemendur:121 Skor íslensku fyrir erlenda stúdenta: Kennarar: 4 Nemendur: 124 Skor rómanskra og slavneskra mála: Kennarar: 7 Nemendur: 150 Skor þýsku og Norðurlandamála: Kennarar: 9 Nemendur: 93 Rannsóknarstofnanir- Rannsóknarstofnun í erlendum tungumálum, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun, Málvísindastofnun, Sagn- fræðistofnun - hafa nú verið sameinaðar í Hugvísindastofnun. Sjálfstæðar stofnanir á sviði íslenskra fræða eru: Amastofnun, Is- lensk málstöð og Orðabók Háskólans. Nú er íslenskuskor sem sé ekki lengur stærsta skor heimspekideildar að nemenda- fjölda þótt ekki muni miklu á henni og sagn- fræðiskor. Og heyrst hafa þær raddir að íslenskuskor sé yfirmönnuð. Nýlega hafa tveir prófessorar í íslenskum fombókmenntum látið af störfum. Ekki hefur verið ráðið í þessar stöður enn þannig að sem stendur er enginn prófessor í íslensk- um fornbókmenntum en hins vegar eru þrír prófessorar í almennum bókmenntum. Mér er tjáð að þetta sé tímabundið ástand því að stöðurnar í íslenskuskor verði auglýstar eins fljótt og kostur er, og vonandi að svo verði. Fyrir nokkrum árum voru settar fram hug- myndir um endurskipulagningu MA-náms í heimspekideild. Ekkert varð úr fram- kvæmdum þá en nú hefur umræðan um þær verið endurvakin. Lagt er til að menn ljúki MA-prófi á fimnt sviðum: bókmenntafræði, heimspeki, íslenskum fræðum, málvísind- um, sagnfræði. Hér virðist vera lögð mest áhersla á hið almenna; og þess náms, sem fyrir er í deild- inni, meistaranáms í íslenskri málfræði og 12

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.