Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 17

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 17
nægileg áhersla í íslenskunámskránni á notkun tölvu- og upplýsingatækni og leik. Úr þessu var bætt með þeim hætti að báðir þessir þættir eru mjög áberandi í nám- skránni og t.d. eru markmið á nánast öllum þrepum grunnskóla sem snúa að orðaleikj- um, gátum, leikrænni tjáningu, skopsögum og spaugi almennt. Aðrir þverfaglegir þætt- ir, sem áttu að sjást í námskránni, eru t.d. samvinna, ábyrgð og siðvit, heildræn sýn, tjáning, sköpun, framtak og áræðni sem væntanlega má auðveldlega tengja ýmsum markmiðum íslenskunámskrárinnar. Einnig voru stofnaðir vinnuhópar til að semja aðalnámskrá í íslensku sem öðru tungumáli fyrir þá nemendur sem hafa ekki nægilegt vald á íslensku til að geta stundað nám í íslenskum skólum til jafns við aðra nemendur. Þetta á jafnt við um nemendur af íslenskum og erlendum uppruna. Bima Am- bjömsdóttir, einn fremsti sérfræðingur Islendinga á þessu sviði, bar hita og þunga af námskrárgerðinni ásamt Ingibjörgu Hafstað og Astu Kristjánsdóttur, námstjór- um í nýbúafræðslu. Loks áttu kennarar við Vesturhlíðarskóla veg og vanda af köflum um íslensku fyrir heymarlausa og íslenskt táknmál fyrir heymarlausa á grunnskólastigi og Menntaskólinn í Hamrahlíð annaðist ritun sambærilegra kafla á framhaldsskóla- stigi. Samtals tóku um 20 manns beinan þátt í ritun aðalnámskrár grunn- og framhalds- skóla í íslensku, auk fjölmargra sem komu með gagnlegar ábendingar um einstök atriði. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum, sem tóku þátt í vinnu við endurskoð- un aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla í íslensku, fyrir ánægjulegt samstarf við fjölþætt og ögrandi verkefni. Loks vil ég þakka Samtökum móðurmálskennara fyrir gott samstarf við endurskoðunina undir for- ystu Ingibjargar Einarsdóttur. Ég tel að endurskoðunin hafi tekist ákaflega vel og almenn sátt sé um námskrárnar í íslensku. Sérstaklega tel ég að vel hafi tekist að stuðla að samfellu í námi á báðum skólastigum og sömu meginþættir birtast í námskrám beggja skólastiga, bæði hvað varðar nám og kennslu, markmiðasetningu og námsmat. Uppbygging aðalnámskrár og skipan náms í grunn- og framhaldsskólum I aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla er íslenskukennslu skipt í fjögur svið. Auk almennrar móðurmálskennslu í grunnskól- um er sérstök námskrá fyrir nýbúa, þ.e. íslenska sem annað tungumál fyrir þau börn sem hafa annað móðunnál og íslensku sem annað tungumál. Einnig má telja íslensku fyrir heymarlausa sem sérstakt svið og loks táknmálskennslu heyrnarlausra. Er þetta í fyrsta sinn sem sett eru ákvæði í aðalnám- skrá grunn- og framhaldsskóla um sérstaka íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, heyrnarlausa nem- endur og táknmálskennslu fyrir heymar- lausa. Ekki verður fjallað frekar um íslensku sem annað tungumál en að mínu viti er um að ræða merk tímamót þegar íslensku- kennsla þessara nemenda er skilgreind í fyrsta sinn í aðalnámskrá á vandaðan og metnaðarfullan hátt og mjög mikil gróska hefur verið í kennslu nýbúa hér á landi undanfarin ár. Gera má ráð fyrir að um 1000 nemendur séu í þessum hópi grunnskóla- nemenda og að þeir tali yfír 40 ólík tungu- mál. Því má segja að hér sé orðinn til vísir að sambærilegum mál- og menningarlegum margbreytileika og í nágrannalöndunum. Hér verður heldur ekki fjallað frekar um kaflana um íslenskukennslu heymarlausra og kennslu í táknmáli en um er að ræða mikilsverðan rétt heymarlausra og merka nýjung í aðalnámskrá. Islenskunámi er skipt í nokkra þætti, þ.e. lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, ritun, bókmenntir og málfræði. Inn- byrðis tengsl þessara þátta eru mikilvæg en einnig er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í íslensku í öllum námsgreinum grunnskóla. Aherslurnar geta verið mismunandi eftir námsgreinum en einkum skal leggja áherslu 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.