Málfregnir - 01.12.1999, Side 34

Málfregnir - 01.12.1999, Side 34
1999 nýtast framhaldsskólakennara sem grunnur við að búa nemendur undir líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi á öld upplýsinga- tækninnar?" Hér er stórt spurt og vísast fátt um afdráttarlaus svör. Þó skal gerð tilraun til að leita einhverra svara. Ein leiðin í leit að svörum gæti verið fólgin í því að kanna ögn innviði téðrar námskrár, renna augum yfir líf ungmennis á milli tektar og tvítugs og velta því fyrir sér hvemig þetta tvennt rímar saman. Rétt þykir að hefja yfirreið unt kverið með þessum spurningum: Hve mikinn tíma fær námsgreinin? Hvað á að gera og hvernig á að fara að því? Og væntanlega mikilvæg- asta spurningin: Til hvers? Og þá fyrst þetta með tímann en eins og allir vita krefst nám tíma. Þar gildir alla jafna (en ekki endilega alltaf) sú þumal- fingursregla að því meiri tími sem notaður er til náms, þeim mun meira lærist. Sam- kvæmt núgildandi útreikningum eru 15 ein- ingar u.þ.b. sjö 40 tíma vinnuvikur sem oft- ast er dreift á fjögur ár en stefnt að því að fækka þeim niður í þrjú (sjá t.d. verkefna- skrá nýs „ráðgjafa um málefni framhalds- skóla“ sem birt er í Fréttabréfi menntamála- ráðuneytisins frá því í október 1999). Ég hygg þó að það sé almennt viðurkennt að vænlegra sé að dreifa þessum kennslustund- um eins og nú er gert en að sitja með nem- endunt tíu klukkustundir á dag í sjö vikur, þó ekki væri nema vegna þess að úthald nemenda og kennara er takmarkað og ætla má að eitthvert nám fari fram á milli kennslu- stunda þótt það sé sjálfsagt minna en æskilegt væri ef marka má niðurstöður nýlegrar könn- unar sem gerð var um heimanám nemenda nokkurra framhaldsskóla. Þó má geta þess að margur framhaldsskólakennarinn hefur af biturri reynslu tekið þann pól í hæðina að gera ekkert frekar ráð fyrir því að nemendur hafi „lært heima“ eins og það er kallað. Þá er rétt að líta ögn á hvað eigi að gera á þessum tíma; „ígildi sjö vinnuvikna". Samkvæmt 2. gr. laga um framhaldsskóla frá 1996 er hlutverk skólanna að: • stuðla að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi • búa nemendur undir störf í atvinnulíf- inu og frekara nám • efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frum- kvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda • þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæð- um vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun • kenna nemendum að njóta menningar- legra verðmæta • hvetja nemendur til stöðugrar þekk- ingarleitar, m.a. með því að nýta mögu- leika upplýsinga- og tölvutækninnar Þetta eru sjálfsagt mjög göfug markmið og bráðnauðsynleg og eðlilegt að íslenskir móðurmálskennarar í framhaldsskólum leggi sitt af mörkum. Til þess hafa þeir í almennu bóknámi 15 einingar í kjama, eins og áður gat, undir formerkjum heildstæðrar móðurmálskennslu. Við erum að vísu ekki ein á báti því að íslenskukennsla skal „vera órjúfanlegur hluti af kennslu allra náms- greina“ enda er traust kunnátta í íslensku „ein meginundirstaða menntunar hér á landi“ eins og segir í námskrá fyrir íslensku (bls. 7). En hvað er heildstæð móðurmáls- kennsla? Að mínu viti er það tilraun ntanna til að koma í veg fyrir að námsgreinin „leys- ist upp í frumeindir sínar“ ef svo má segja. Það vill nefnilega brenna við að nemendur líti á eiriangraða þætti námsins án tengsla við annað í greininni (hvað þá að þeir tengi greinar saman). Það má líkja þessu við skúffur í skrifborði, ein skúffan er stafsetn- ingarskúffan, önnur málfræðiskúffan og þriðja bókmenntaskúffan. Annars staðar í borðinu eru dönskuskúffan, enskuskúffan, stærðfræðiskúffan og eðlisfræðiskúffan svo að dæmi séu tekin. En það er hins vegar enginn samgangur á milli skúffnanna, það flæðir ekkert á milli, hún er lokuð strax þegar hringt er út úr tíma. Fróðleikur úr íslenskri málfræði nýtist ekki í danskri mál- fræði, vönduð stafsetning er aðeins í staf- 34

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.