Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 35

Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 35
setningartímum en ekki á eðlisfræðiskýrsl- um o.s.frv. E.t.v. hafa kennarar og skipulag skólanna ýtt, meðvitað eða ómeðvitað, undir þessa hugsun t.d. með útfærslu sinni á stundaskrám nemenda. „En það er vandlifað í henni versu,“ var hún amma mín vön að segja. Og hún bætti stundum við: „Það er skammgóður vermir að pissa í skóna.“ Til þess að forðast þessa einangrun námsþátt- anna er m.a. gripið til heildstæðrar móður- málskennslu en kollegi minn, sem vitnað var til í upphafi þessa máls, hefur líkast til rekið augun í eitt öfgafyllsta dæmið um hana í námskránni. Þar var beinlínis ætlast til þess að texti úr sögum frá ýmsum tímum yrði greindur niður í setningafræðilegar ein- ingar augljóslega til þess að slá margar flug- ur í einu höggi. I framhaldi af því mætti vel ímynda sér að ritgerð yrði skrifuð (í skref- um) um helstu niðurstöður og hún síðan birt á vefsíðu áfangans. En hvað varð um bók- menntimar, skáldskapinn sjálfan, þetta sem í lögunum var kallað að „kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta“? Jú, jú, því er ekki gleymt í téðum áfanga: „Nem- endur kynnast efni á sviði lista og marg- miðlunar sem hæfir áfanganum" (ÍSL 202, bls. 29). Islendingar hafa verið listframleið- endur um langan aldur en fátt er að vísu um margmiðlunartæk verk enn sem komið er en stendur væntanlega til bóta. Þessi lestur minn hófst á orðunum: „Fátt er nýtt undir sólunni.“ Er það rétt hvað varð- ar aðalnámskrá í íslensku frá 1999? Það ætti svo sem ekki að koma á óvart þegar litið er yfir kjamaáfangana í heild að þar er að finna flest það sem við móðurmálskennarar í framhaldsskólum landsins höfum verið að bardúsa við undanfarin ár. Enda hvemig ætti annað að vera? Viðfangsefnið er það sama, íslensk tunga, og markhópurinn sá sami, íslenskt æskufólk. Þarna er að finna tjáningu í ræðu og riti, sögu málsins og uppbyggingu þess, lestur texta og bókmenntasögu. Þó eru nokkur atriði sem eru með öðrum hætti en áður og sum hver hreinar viðbætur (þótt enginn tími hafi bæst við nema síður sé). Það hljóta þá að vera viðbrögð námskrár- gerðarmanna við frjálsri öld upplýsinga sem fram undan er. Ég hef eytt dálitlu púðri á heildstæða móðurmálskennslu hér að framan. Bein afleiðing af þeirri stefnumótun er niðurröðun námsefnisins og uppskriftir að matreiðslu þess sem finna má í námskrár- kverinu. Skörp skil verða t.a.m. í uppröðun áfanga á milli 212 og 303 sem í sjálfu sérer ekki nýjung en hefur viljað loða við áfanga- skólana. Þar verða reyndar skil á námsferli margra nemenda, starfsnámsnemendur og iðnnemar margir hverjir hafa t.d. lokið þar með formlegu íslenskunámi í skóla á meðan bóknámsnemar eiga a.m.k. þrjá áfanga eftir. Jafnframt hafa skólar reynt að halda í samræmingu framan af því að nokkurt flakk er á nemendum milli skóla fyrstu eitt til tvö árin og því hagkvæmt fyrir alla aðila að nám sé samræmt þegar meta þarf á milli skól- anna. Hins vegar ljúka flestir nemendur bóknámsbrauta námi frá þeim skóla sem þeir hófu nám í. Þetta hefur valdið hvim- leiðri stöðu við þessi skil og reyndar oft á tíðum einnig við skil grunnskóla og fram- haldsskóla, þ.e. farið er í gegnum námsefni sem þegar hefur verið á dagskrá en að vísu ítarlegar. Þetta veldur tvíverknaði, fer illa með knappan tímann og kjörin leið til að skapa námsleiða. En það var ekki beinlínis þetta sem ég ætlaði að ræða um, eða öllu heldur beina sjónum að annarri hlið sama máls. Við þessi skil lýkur tveggja eininga áföngum og við taka þriggja eininga áfangar (samkvæmt námskránni nú en hins vegar hafa komið fram hugmyndir um að ekki þurfi að vera tvær kennslustundir að baki hverri einingu; út í þá sálma verður ekki farið hér). í þessum fyrri áföngum (102, 202, 212) er breidd nemenda mest og geta þeirra misjöfnust auk þess sem hóparnir eru oft fjölmennastir. En það er einmitt í þessum áföngum sem gallar heildstæðu kennsluað- ferðarinnar eru augljósastir eða ákafi nám- skrárgerðarmanna mestur að skilja nú ekki við nemendur án þess að snudda í sem flestu og þenja sig yftr sem flest. Afleiðingin er að 35

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.