Málfregnir - 01.12.1999, Side 37

Málfregnir - 01.12.1999, Side 37
grunni á nýjan leik. Eru hagsmunir Micro- soft það miklir í íslensku skólakerfi að fyrir- tækið leggi út í nýja þýðingu? Og er rétt að gerast þeirra ölmusumenn með því skilyrði að nota þeirra búnað? Frjáls samkeppni er erfið þegar markaðurinn er lítill, eða eins og hún amma mín sagði: „Það kostar klof að ríða röftum." Það er dýrt að halda íslensk- unni úti ef við ætlum að gera það á eigin forsendum. Það mætti einnig spyrja sig þeirrar spurningar hvort við séum að gera nemendum okkar óleik með því að þýða allt sem notað er í íslensku skólakerfi þegar óþýddur veruleikinn blasir við þeim þegar út í lífið er komið. Þegar nemandinn stendur upp frá útlensk- um tölvuskjánum í móðurmálstímanum og fer úr skólanum þennan daginn eru mestar líkur á því að hann fari ekki heim að læra. Athuganir benda til þess að heimanám njóti sjaldnast forgangs og klukkutíminn, sem til þess er notaður, gæti allt eins liðið undir bollaglamri á kaffihúsi sem ekki heitir leng- ur Tröð eða Hressingarskálinn. Á kaffihúsinu afgreiða skólasystkin nemandans okkar sem rennir augum yfir námsefni á meðan hann bíður eftir því að vaktin hans byrji. Ekki er óalgengt að hann vinni um 20 til 30 tíma á viku til þess að eiga fyrir nauðsynjum eins og símareikningum. Og hver veit nema nemand- inn okkar, eins og svo margir framhalds- skólanemendur, sé einn af þeim sem halda uppi blómlegri veitingahúsamenningu Reykja- víkur, að vísu á skammarlegum launum því að menningin má ekki vera of dýr. Hann gæti jafnvel unnið á Subway, Kentucky Fried, Domino’s eða MacDonalds en þar getur maður fengið BigMac og kók fyrir 599 kr. Þegar nemandinn okkar kemur á vaktina á MacDonalds þarf hann oft að byrja á því að telja veist og veista úr bininu frá vaktinni á undan, á 30 mínútna fresti þarf hann að hand- vassa með tæmáti til þess að halda öllu hreinu og fyrir lokun að djésjöa. En kannski er hann heppinn í dag og er presenter, rönner eða orderteiker. Eftir erilsama vakt, en það er aldrei dauður tími á svona stað, nema e.t.v. á sunnudagsmorgnum, er gott að slappa af með félögunum á Astró eða einhvers staðar ann- ars staðar og hlusta á DJ-motherfucker, eða taka bara spólu fyrir nóttina, kannski góða splattermynd eða Lost in LA ef hann beilar á helginni. Hvernig ríma nú saman unglingurinn milli tektar og tvítugs og aðalnámskrá fram- haldsskóla í íslensku frá 1999? Svari nú hver fyrir sig. Hins vegar er reyndur kennari eins og kokkur sem fer ekki eftir nákvæm- um uppskriftum, heldur miðar hann mat- reiðsluna við hráefnið. Og langflest þessara ungmenna komast til manns þrátt fyrir nám- skrár og ráðuneyti. En hvaða tungumál barnabörn þeirra tala þori ég ekki að segja til um. 37

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.