Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 39

Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 39
lagi á tækniöld. Þetta virðist mörgum hafa yfirsést. Erlend menningaráhrif þurfa ekki að vera skaðleg - þvert á móti - og eru í flestum tilvikum örvandi og gefandi, eink- um þegar þjóðin getur unnið úr þeim og til- einkað sér það sem við á. Víða hefur líka ríkt sá misskilningur að með íslenskri mál- vernd og íslenskri málrækt sé verið að kasta rýrð á allt erlent og jafnvel verið að leggjast gegn erlendum samskiptum og erlendum menningaráhrifum og kasta rýrð á tungu og menningu annarra þjóða. Þetta er að mínum dómi ekki rétt sem m.a. sést af því að þeir sem mesta áherslu hafa lagt á íslenska mál- rækt hafa frá upphafi verið í nánum tengsl- um við erlendar þjóðir og erlenda menningu og margir hlotið menntun sína erlendis. Málvemd og erlent samstarf og erlend sam- skipti eru á engan hátt ósættanlegar and- stæður heldur miklu fremur tvær hliðar á sama máli. 3 En svo að ég víki aftur að meginefni hug- leiðinga minna hefur þetta fornlega beyg- ingarmál, íslenskan, staðið af sér umrót ald- arinnar og lagað sig að breyttum þörfum samfélagsins þegar íslenskt samfélag hefur þróast úr einhæfu og einangruðu bænda- þjóðfélagi í margskipt þjóðfélag á upplýs- ingaröld í stöðugum, daglegum tengslum við umheiminn. A þingi málvísindamanna í borginni Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum árið 1994 var því haldið fram að innan 100 ára yrðu 95 af hundraði tungumála heims út- dauð. Með öðrum orðum að af um 5000 tungumálum heimsins yrðu í lok næstu ald- ar einungis um 250 tungumál lifandi sem fé- lagslegt tjáningartæki í margbreyttum heimi. Hin væru annaðhvort útdauð eða aðeins notuð sem „eldhúsmál“ innan veggja heim- ilisins. Til skýringar þessu má geta þess að af 5000 tungumálum heimsins eru nær 4000 tungumál með færri málnotendur en 100 þúsund og um 2500 tungumál - eða helm- ingur tungumála heimsins - með færri en tíu þúsund málnotendur. Mestur hluti tungumála heimsins eru því tungumál sem fáir tala og fámennt málsamfélag er við- kvæmara en fjölmennt málsamfélag, eins og gefur að skilja. En hver verður staða íslenskrar tungu að liðnum 100 árum, hvemig verður „ástkæra ylhýra málið“ eftir eina öld? Verður málið útdautt eins og gotneska, latína og kom- velska eða einungis „eldhúsmál" fyrir norð- an sem örfáir sérvitringar tala innan veggja heimilisins eða verður íslensk tunga enn sterkt þjóðmál með mikla menningu í þjóð- ríki þar sem býr ein milljón manna? Spyr sá sem ekki veit. 4 Það er einkum þrennt sem talið er valda breytingum á máli. I fyrsta lagi breytingar á atvinnuháttum og tækni sem valda breyting- um á menningu, hugmyndum og viðhorfum í þjóðfélaginu. Ný tækni krefst nýrra orða og með nýjum hugmyndum fylgja nýjar þarfir og ný viðhorf sem m.a. breyta merk- ingu gamalla orða. í öðru lagi valda sam- skipti við aðrar þjóðir málbreytingum og flytja með sér ný orð og orðtök, málblæ og málhegðan og geta jafnvel haft slík áhrif að úr verður nýtt mál. í þriðja lagi er í öllum tungumálum falinn vísir að breytingum sem spírar þegar tími er kominn, jafnvel sam- tímis á mörgum stöðum í málsamfélaginu án þess nokkurt samband virðist vera á milli. Alþekkt er að með auknum áhrifum kristninnar breyttist orðaforði íslensku þegar þjóðin kynntist nýjum menningar- heimi og nýjum viðhorfum. Frá því um 1200 og fram um siðaskipti breyttist ís- lenskt hljóðkerfi - einkum sérhljóðakerfið - í grundvallaratriðum án þess að veigamiklar breytingar yrðu á íslensku þjóðfélagi. Hins vegar hafa litlar breytingar orðið á íslensku máli og málkerfi frá því unt 1600 og fram á okkar daga, aðrar en þær að orðaforðinn hefur gerbreyst, og sáralitlar breytingar hafa orðið á íslensku málkerfi undanfarna öld, 39

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.