Málfregnir - 01.12.1999, Síða 43

Málfregnir - 01.12.1999, Síða 43
haldi, t.a.m. á starfi kennara og stöðu nemenda með tilkomu nýrrar upplýsinga- tækni - ekki síst með tilkomu netsins - en til þess að geta notað netið verða menn eins og sakir standa að hafa gott vald á enskri tungu enda hefur notkun ensku sem alþjóðamáls þegar haft áhrif á stöðu margra þjóðtungna, ekki síst fámennra þjóðtungna. En ég verð að láta hjá líða að rekja fyrirsjáanlegar breyt- ingar á skólahaldi, það bíður betri tíma. 12 En framtíðin er hulin skugga. Markaðs- hyggja, þar sem arður af fjármagni er æðsta boðorðið, gegnsýrir hugsun manna og ræður lífi og limum fólks, þótt mörg svið sam- félagsins geti ekki lotið lögmálum markað- arins. Má þar nefna menntun bama, heilsu- gæslu, menningu og listir og málvernd og málrækt, að ekki sé talað um löggæslu og dómstóla. Ogerningur er að arður af fjár- magni geti orðið samur alls staðar í þjóðfé- laginu og krafa markaðshyggjunnar um arð- semi getur því haft bein áhrif á málþróun og málrækt og á stöðu íslenskrar tungu í fram- tíðinni enda eru farnar að heyrast raddir um að fámennum málsamfélögum sé hagkvæmt að taka upp ensku eða annað alþjóðamál sem samskiptamál. 13 Aukin menntun og opinská, málefnaleg um- ræða í kjölfar aukinna samskipta þjóða gefur hins vegar vonir um virkt lýðræði en með virku lýðræði á ég við dreifingu valds og aukna þátttöku einstaklinga í ákvarðana- töku í mikilsverðum málum. Aukið lýðræði í skjóli valddreifingar, sem ný upplýsinga- tækni flytur með sér, leiðir til meiri jafnaðar og velsældar. Ný upplýsingatækni getur því rutt brautina til betra og auðugra mannlífs og leitt til meiri jafnaðar í samfélaginu, þótt það gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér. Ný tækni leysir heldur engan undan félags- legri, menningarlegri eða pólitískri ábyrgð í samfélagi þjóðannna þar sem jöfnuður, mannvirðing og mannskilningur er megin- markmiðið eins og m.a. kemur fram í stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. Menn mega heldur ekki gleyma að upplýsingar verða ekki að þekkingu nema fyrir skilning. Að öðrum kosti eru upplýsingar í besta falli áróður og í versta falli mengun hugans. 14 Bandaríski félagsfræðingurinn John Nais- bitt hefur undanfarin ár gefið út bækur um þjóðmál og stjómmál. A þessu ári kom út bók hans High Tech - High Touch sem mætti þýða „Aukin tækni - aukin tengsl". Þar fjallar hann um áhrif tækniframfara á líf manna, viðhorf og gildismat og er rauður þráður bókarinnar að eftir því sem tækni eykst aukist þörfin fyrir mannleg samskipti og mannskilning. í bók sinni Glohal Paradox, sem út kom 1994, ræðir John Naisbitt um samvinnu á sviði viðskipta og fjármála, þjóðemisvitund, tungumál og styrk þjóðríkja. Þar heldur hann því fram að því víðtækari, sem samvinna á sviði við- skipta og fjármála verði, því mikilsverðari verði hver einstaklingur og að á næstu öld muni sjálfstæðum þjóðrikjum fjölga og þau verða tíu sinnum fleiri en þau eru nú, en sjálfstæð þjóðríki eru nú um 200 talsins. Þá telur hann að ný upplýsingatækni leysi alþjóðlega gjaldmiðla af hólmi og þýðing- arvélar styrki einstakar þjóðtungur af því að alþjóðleg samskiptamál verði óþörf með þýðingarvélum. Miðstýring líði undir lok og lýðræði aukist. Og um tungumálin segir John Naisbitt (Glohal Paradox, bls. 26) að því samtvinnaðra, sem efnahagslíf heimsins verði, því fleira í umhverfí okkar verði alþjóðlegra. Það sem eftir standi af þjóðleg- um verðmætum verði hins vegar þeim mun mikilsverðara. Því alþjóðlegra, sem starfs- umhverfi manna verði, því þjóðlegri verði menn í hugsun. Og hann bætir við: „Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengið nýja stöðu og aukinn styrk vegna þess að fólk leggur meiri rækt við menningarlega arf- leifð sína til mótvægis við sameiginlegan markað Evrópu" (Global Paradox, bls. 28). 43

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.