Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 50

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 50
tökum sem ekki eiga heima í orðabók af þessu tagi því að merking þeirra skýtur skökku við þá grunnmerkingu sem maður hefur í huga gagnvart einstökum orðum sem þau eru mynduð úr. - Eg þykist vita að margir notendur staldri við orðmyndunarþáttinn og þá áherslu sem lögð er á samsetningar orðanna. Hvað viltu segja almennt um gildi þeirra? - Gildi þess að tilgreina samsetningar flettiorðsins er oft miklu meira en maður hefur tilhneigingu til að ætla fyrir fram. Hér er nærtækt að nefna alls konar áhersluliði sem standa sem forliðir orða og geta verið mjög sérkennandi fyrir einstök orð: bál- reiður, to/-hræddur, þveng-mjór, tág-grann- ur; dúna-logn, hávaða-rok; stein-sofna, glað-\akna. Slíkir liðir hafa sama hlutverk og stoðliðir í orðastæðum og þurfa að koma fram í lýsingu kjarnaliðarins. En síðari liðir orða geta líka haft sambærilega stöðu gagn- vart kjamalið sem þeir standa með. Eg get nefnt sem dæmi að til að tjá ýmiss konar viðhorf til þess sem orðið karl vísar til er gripið til samsetninga eins og karl- sauður(inn), karl-skömm(in), karl-skratt- i(nn), karl-hólkur(inn), karl-ugla(n) o.s.frv. Slíkt orðafar þarf að rekja undir kjama- liðnum karl. Þegar efninu er skipað þannig mótar oft fyrir samstæðu orðafari, jafnvel samheitum, svo að lýsingin getur nýst manni á svipaðan hátt og lýsing samheita- orðabókar. Maður getur ályktað að undir orðinu bíll sé að finna samsetningar með bíl- að fyrri lið sem eiga við lélegan bíl og eru eins konar merkt samheiti flettiorðsins. Af því tagi eru orðin bíl-garmur, bíl-skrjóð- ur, bíl-tík, bíl-drusla og bíl-beygla. Annað dæmi eru samsetningar með orðinu ferð, sem láta í Ijós neikvætt viðhorf til fyrir- bærisins: ferða-flakk, ferða-flandur, ferða- flangs, ferða-rangl, ferða-snatt o.fl. Þetta orðafar endurspeglar þar að auki rótgróið viðhorf gamla bændaþjóðfélagsins til fyrir- bærisins, þar sem ferðalög voru litin horn- auga og menn áttu helst að vera heima hjá sér. Það getur líka verið athyglisvert að sjá annars konar merkingarlegar samstæður sem birtast í tengslum við ákveðin flettiorð, t.d. margs konar orð sem lúta að landslagi og tengjast orðinu fjall og koma fram í sam- setningum eins og fjalls-lvyggur, fjalls- kambur, fjalls-múli, fjalls-rimi, fjalls-rani, fjalls-tunga, fjalls-gnípa, fjalls-hnjúkur og fjalls-strýta. Hér er tækifæri til að bregða upp slíkum samstæðum þótt orðin eigi ekki rétt á sér sem fullgild flettiorð með skýring- um í almennri orðabók. - Krefst þetta ekki talsverðrar flokkunar og kaflaskiptingar innan orðsgreinanna og jafnvel athugasemda um merkingu? - Það er álitamál hvað á að ganga langt í því. Eg leyfi mér að ganga almennt út frá því að notendur þekki í stórum dráttum til merkingar orðanna og að eiginlegar merk- ingarskýringar séu óþarfar. En rherkingarleg flokkun kemur víða fram í því að skyldum orðum og orðafari er stillt upp saman og að auki koma oft fram ábendingar inni í text- anum um innihald einstakra liða eða kafla notendum til glöggvunar. Slíkar ábendingar geta m.a. vísað til hlutverks, verið lýsandi um merkingu eða gefið til kynna við hvaða fyrirbæri orðin eða orðasamböndin eiga. - Af hvaða tagi eru svo setningarlegu samböndin og hvernig eru þau sett fram? - Þar fer mest fyrir orðastæðum, bæði málfræðilegum sem svo eru nefndar, þar sem t.d. kemur fram hvaða forsetning er ein- kennandi með nafnorði, og hins vegar merk- ingarlegum, t.d. hvaða lýsingarorð eru dæmigerð fylgdarorð nafnorðs eða atviks- liðir eru dæmigerð fylgdarorð sagnar. Og það getur verið freistandi að leyfa sér að hlaða miklu efni á einstök veigamikil orð, leyfa fjölbreytninni að njóta sín, vera ekki of bundinn af því að hvert orð megi aðeins hafa tiltekið pláss. Eg get nefnt til marks um þetta sögnina ganga', í lýsingu hennar er að finna margs konar atviksliði sem lýsa göngulagi. Annað dæmi er orðið veður sem kallar á mörg og fjölbreytileg lýsingarorð sem eiga við mismunandi veðurlag. Það sem helst einkennir framsetninguna, og er 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.