Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 51
kannski svolítið nýstárlegt, er að ég lagði
talsverða áherslu á að láta setningarsam-
böndin endurspegla merkingarlegar eigindir
flettiorðsins og flétta þá lýsingu saman við
málfræðilegar upplýsingar um fallstjórn og
þess háttar. Þetta kemur fram í því að til-
greind eru dæmigerð fylgdarorð til að lýsa
setningarlegu umhverfi orðanna, sem gefa
þá unt leið innsýn í þau merkingarlegu mörk
sem eru á notkun orðsins. Fleira felur í sér
meiri nálægð við beina málnotkun en
almennt hefur tíðkast, t.d. notkun persónu-
fomafna í stað óákveðna fornafnsins og þá-
tíðarmyndir sagna til hliðar við nútíðar-
myndir.
- Að hvaða leyti eru orðasamböndin og
dæmin reist á heimildum og að hvaða leyti
eru þau tilbúin?
- Ég veit ekki hver hlutföllin eru en efnið
er að verulegum hluta byggt á staðfestum
dæmum um málnotkun. Þar eru seðlasöfn
Orðabókarinnar drýgstu heimildimar en
margt styðst einnig við dæmi í tölvutæku
textasafni Orðabókarinnar. Prentaðar orða-
bækur vom líka stuðningsheimildir, og þar
nefni ég sérstaklega Islenska orðahók (2.
útg. 1983). En allt þetta efni er lagað að
kröfum orðabókartextans ef svo má segja.
Ég lít svo á að í orðabók af þessu tagi kom-
ist höfundurinn ekki hjá því að velja og
móta efnið að verulegu leyti til að skerpa
þau atriði sem einkenna notkun orðsins og
vekja þarf athygli á. Þá verður maður t.d. að
geta leyft sér að móta notkunardæmin
þannig að þau séu sem mest laus við atriði
sem hafa lítið upplýsingagildi og draga jafn-
vel athyglina frá því sem koma á til skila.
- En þú undanskilur mikilvægar tegundir
orðasambanda. Hvemig sérðu fyrir þér að
notendur geti fengið yfirsýn um orðasam-
bönd eins og orðtök og borið saman sam-
stætt orðafar með það í huga að velja við-
eigandi orðalag?
- Þar verður að fara allt aðra leið. Hér
mynda flettiorðin í sínum formlega búningi
ekki bein merkingartengsl við orðasam-
böndin heldur verður að ganga út frá hug-
takinu sem þar er að baki. Reyndar má gera
ráð fyrir að notandinn vilji helst geta virt
fyrir sér samstætt orðafar úr báðum áttum,
út frá formlegum búningi flettiorðsins þar
sem það á við og út frá hugtaki sem tiltekið
flettiorð tengist ef því er að skipta.
- Má hugsa sér að tengja þetta tvennt
saman með einhverjum hætti í orðabókar-
lýsingu?
- Sjálfsagt má hugsa sér það ef efnis- og
aðgangsskipanin er nógu sveigjanleg. En
það er erfitt að sjá slíkt fyrir sér í prentaðri
orðabók. Ég komst ekki hjá því að festa
hugann við þetta á meðan Orðastaður var í
smíðum og smám saman mótaðist sú hug-
mynd að Orðastaður þyrfti að eiga sér fram-
hald í orðabók þar sem reynt yrði að koma
til móts við þarfir þeirra sem eru að leita sér
að orðum og orðalagi gagnvart einhverri til-
tekinni hugsun án þess að hægt sé að sækja
orðalagið í lýsingu ákveðins orðs. Gagnvart
þessum vanda hafa samheitaorðabækur
löngum komið að bestum notum. Þar fer
hins vegar meira fyrir stökum orðum en
orðasamböndum, og mörg orðasambönd
lenda þar óhjákvæmilega utan hjá, sérstak-
lega ef þau mynda ekki eiginleg samheita-
vensl við önnur orð. Til að sinna orðasam-
böndum og láta setningarumhverfið koma
fram á betur við að setja lýsinguna fram sem
hugtakaorðabók þar sem flettiorðin eru
hugtakaheiti en einnig er hægt að styðjast
við heildarskrá um öll orð og orðasambönd
sem fyrir koma í textanum.
- Geturðu nefnt bein dæmi um það sem
skilur á milli slíkrar lýsingar og Orðastað-
arl
- Við getum hugsað okkur orð eins og
kjarkur. I Orðastað ganga menn að sam-
böndum eins og hleypa í sig kjarki, taka í
sig kjark og missa kjarkinn undir flettiorð-
inu kjarkur en þar næst ekki til orðasam-
banda um sama hugtak sem bundin eru allt
öðrum orðum, sambanda eins og herða upp
hugann, láta engan hilhug á sér finna og
láta sér ekki allt fyrir brjósti hrenna. Slíkt
orðafar má hins vegar sameina undir orðinu
51