Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Þeir kostir nýyrðastefnunnar, sem Kristján Arnason nefnir, eru sjálfstæð rök fyrir henni og þurfa ekki að varða meint „óhreinindi" (sbr. orðið „hreintungu"- stefncí). Astráður Eysteinsson bókmenntafræð- ingur er einn þeirra sem bent hafa á kostina sem fylgja þeirri stefnu að reyna sem oftast að finna innlend orð í stað erlendra, þar á meðal alþjóðlegra tækni- og fræðiheita. Astráður segir m.a. um hina tvöföldu menntun íslenskra háskólanema sem þurfa að fást við námsgreinar sínar bæði á íslensku og erlendu máli: „málræktin gerir annað og meira en að krefjast orku, hún framleiðir einnig orku, hún er orkugjafi. Glíman við tungumálið skapar ný sjónarhorn, nýja heimssýn, ýtir undir nýja og skapandi vitund, endurskapar og endurnýjar í sífellu menningartengsl við önnur lönd, aðra menningarheima, og tryggir að þau tengsl verði skilin á okkar forsendum ekki síður en hinna „stóru mála“. Umrædd „tvöfeldni“ námsins tengist þeirri miklu þýðingariðju sem íslendingar verða að stunda ætli þeir að varðveita málið. En sú iðja skilar sér á ýmsan hátt, meðal annars í því að á íslensku kunna hugtök að virkja skilning á svolitið annan hátt sem getur skilað sér í frjóu endurmati hinna erlendu hugtaka" (Ástráður Eysteinsson 1998:12) Notkunarsvið Sú afstaða er almenn á Islandi að hægt eigi að vera að nota íslensku við allar aðstæður og í hvers konar tækni, vísindum, viðskiptum o.s.frv. hér á landi. Það er hvergi nærri sjálfgefið að þjóðtungur haldi sínum hlut á öllum notkunarsviðum ef svo má segja. Um öll Norðurlönd hafa menn nú áhyggjur af því að opinberu tungumálin geti smám saman verið að tapa notkunar- sviðum til enskunnar, m.a. í vísindum. Doktors- og meistararitgerðir í háskólum á Norðurlöndum eru æ oftar skrifaðar á ensku þótt hún sé ekki móðurmál höfunda. Af 147 doktorsritgerðum við Uppsala- háskóla í maí 2000 voru 123 á ensku. Sagan sýnir að þar sem eitt mál lætur í minni pokann fyrir öðru heldur upprunalega málið lengst sínum lilut heima við, í samskiptum vina og ættingja og í hefðbundnum (oft deyjandi) atvinnu- greinum. I því sambandi er stundum talað um að það verði „eldhúsmál“; orðið vísar til þess hvernig notkunin hefur takmarkast við allra nánasta eða persónulegasta umhverfi málnotandans. Eftir því sem yngri kynslóðir verða handgengnari nýja málinu er jafnframt oft stutt í að tungumál deyi alveg út. Hluti af ferlinu getur verið sú virðing sem oft er borin fyrir nýja málinu ásamt vantrú á gildi eldra málsins. Geysimörg tungumál hafa dáið út allra síðustu aldir og áratugi. Indíánamál í Ameríku hafa lent í þeirri stöðu, sem hér var lýst, gagnvart ensku, spænsku og portúgölsku, mörg mál í Afríku og Asíu gagnvart ensku og frönsku, mörg frum- byggjamál í Ástralíu gagnvart ensku og mörg mál innan Rússlands (og Sovét- ríkjanna) gagnvart rússnesku. Ef atorka og vilji er á annað borð til þess í tilteknu samfélagi að viðhalda þjóðtungu er því brýnt að gæta þess að hún tapi ekki heilum notkunarsviðum til annars máls eða mála. Þess í stað geti íbúarnir notað móðurmál sitt (og önnur tungumál eftir því sem þörf er á og kunnátta leyfir) við sem flest viðfangsefni. Hér á Norðurlöndum berjast þjóð- tungurnar við ensku um mörg notkunar- svið. Huga má að fimm mikilvægum sviðum í þessu sambandi: 1) stjórnsýslu, 2) viðskiptum, 3) einstökum starfsgreinum, tækni og vísindum, 4) skólum og 5) fjölmiðlum, listum og íþróttum. Þótt íslenska virðist í fljótu bragði vera ráðandi á öllum þessum sviðum hérlendis má vissulega tína til af handahófi eftirtalin dæmi sem hníga í aðra átt: 1) reglur á ensku eru hluti stjórnsýslu í flugmálum hér á landi, 2) ýmis íslensk fyrirtæki kynna 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.