Málfregnir - 01.12.2002, Page 8

Málfregnir - 01.12.2002, Page 8
íslenska og íslendingar Langflestir íslenskir ríkisborgarar eiga íslensku að móðurmáli og hið sama á raunar jafnframt við þegar einungis er horft til búsetu á Islandi (97,6% íbúa á íslandi 1999 voru íslenskir ríkisborgarar). Enn fremur hefur sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar í ríkum mæli verið tengd íslenskunni eins og áður var rakið og þar má ætla að rik bókmenning þjóðarinnar gegni veigamestu hlutverki. Loks er íslenska óvenju-einsleitt mál eins og fram hefur komið hér á undan. Breytileiki í máli eftir landshlutum hefur verið tiltölulega lítill sé horft til annarra landa til samanburðar (enda þótt allnokkur og hugsanlega vaxandi breytileiki í máli finnist núna eftir aldri og e.t.v. eftir menntun og kyni). Hin ríka einsleitni í máli og málnotkun hérlendis þýðir að flestir eiga tiltölulega auðvelt með að „samsama sig“ máli hver annars. Ætla má að það sé mun almennara á íslandi en víða annars staðar að almenningur hafi það á tilfinningunni að t.d. fjölmiðlar og stjórnmálamenn noti „sameiginlegt mál okkar" (en ekki eitthvert „sérmál“ eða mállýsku, t.d. „mál höfuðborgarinnar" eða „mál menntamannanna“). Rétt er að undirstrika að hið síðasttalda er aðeins ályktun sem ég byggi á mati; ég veit ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað á íslandi. Samband Islendinga við hið opinbera tungumál í landinu, íslenskuna, er því vissulega mjög sterkt enn þann dag í dag. Glöggt er gests augað: málfræðingurinn Matthew Whelpton, lektor í ensku, hefur búið hér á landi frá 1995. Hann hefur lýst því hvernig honum hefur sýnst íslensk tunga mynda „sterk tengsl sem binda íslenskt samfélag saman“ (2000:19). Meðal dæma Matthews var skiltið í Leifsstöð: Velkomin heim - í enskri útgáfu stóð Welcome to lceland. „Þetta er fallegt og einfalt dæmi um tengslin milli íslensks tungumáls og íslensks samfélags. íslenska útgáfan gerir ráð fyrir að allir, sem tali íslensku, séu Islendingar eða ... að hver sá sem tali íslensku kalli Island heimili sitt“ (Whelpton 2000:17). Heimildir Astráður Eysteinsson. 1998. Þýðingar, menntun og orðabúskapur. Málfregnir 15:9-16. Baldur Jónsson. 1987. íslensk málrækt. Málfregnir 2:19-26. Baldur Jónsson. 1990[1973j. íslensk málvöndun. Málfregnir 7:5-13. Baldur Jónsson. 1997. Islandska spráket. Nordens sprák (bls. 161-176). Novus forlag, Ósló. Guðmundur Hálfdanarson. 1996. Hvað gerir Islendinga að þjóð? Nokkrar hugleiðingar um uppruna og eðli þjóðernis. Skírnir 170:7-31. Guðmundur B. Kristmundsson, Baldur Jónsson, Höskuldur Þráinsson og Indriði Gíslason. 1986. Alitsgerð um málvöndun og framburðarkennslu í grunnskólum. Samin af nefnd á vegum mennta- málaráðherra 1985-1986. Rit Kennara- háskóla Islands. B-flokkur: fræðirit og greinar 1. Reykjavík. Guðni Olgeirsson. 1999. Nýjar aðal- námskrár í íslensku í grunn- og fram- haldsskólum. Málfregnir 17-18:15-22. Jón Hilmar Jónsson. 1988. Hefð og hneigð í íslenskri orðmyndun. Málfregnir 3:3- 11. Kjartan G. Ottósson. 1990. íslensk mál- hreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit Islenskrar málnefndar 6. Reykjavík. Kjartan G. Ottósson. 1997. Purisme pá islandsk. Purisme pá norsk? (bls. 31-37). Norsk sprákráds skrifter 4. Ósló. Kristján Árnason. 1999. íslenska í æðri menntun og vísindum. Málfregnir 17-18: 6-14. Whelpton, Matthew. 2000. Að tala íslensku, að vera íslenskur: mál og sjálfsmynd frá sjónarhóli útlendings. Málfregnir 19:17-22. 8

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.