Málfregnir - 01.12.2002, Side 11
BENEDIKT JÓHANNESSON
r
Vefst Islendingum tunga um tönn í
viðskiptum?
Erindi á málrœktarþingi Islenskrar málnefndar á degi íslenskrar tnngu 2002. Auk
Benedikts fluttu þar erindi Andri Snœr Magnason rithöfundur, Guðrún Helgadóttir
rithöfundur og Þorvaldur Gylfason prófessor (prentað í þessu hefti Málfregna). -Ritstj.
Það er einn galli á umræðu um íslensku að
þegar menn hætta sér út fyrir hinn þrönga
ramma sem þjóðin hefur sjálf sett sér um
ástkæra, ylhýra málið þá eiga þeir á hættu
að kalla yfir sig reiði sjálfskipaðra
málverndarmanna. Og það sem meira er,
þessir ágætu aðilar vilja ekki bara vernda
málið sjálft heldur líka vernda þjóðina
fyrir umræðum um íslenskuna. Tungumál
almennt og þar með talin íslenska eru fyrst
og fremst tæki til þess að menn geti átt
samskipti hver við annan. Ritmálið og nú á
síðustu áratugum hljóð- og myndaupptökur
verða líka til þess að löngu liðnir menn
geta miðlað okkur af visku og fróðleik þó
að eðli málsins samkvæmt getum við (flest
a.m.k.) ekki haft aftur samband við þá.
Einmitt vegna þess að tungumálið er notað
til samskipta er mikilvægt að það fylgi
ákveðnum reglum. Með því móti að báðir
tali sama mál er okkur alveg ljóst hvað
viðmælandi okkar meinar og hann skilur
okkur með sama hætti. Auðvitað er það
alls ekki nauðsynlegt að menn tali
nákvæmlega eftir reglunum. Við skiljum
börn sem tala rangt og hafa lítinn orðaforða
og eins getum við gert okkur skiljanleg á
erlendri grund þó að við séum aðeins með
undirstöðukunnáttu í máli innfæddra. Til
þess að menn skilji hver annan er vilji oft
allt sem þarf.
Aður en vikið er að meginefni þessa
erindis er rétt að árétta að viðskipti eru
ekki ný af nálinni hér á landi heldur
jafngömul byggð.
Þá riðu hetjur um héruð og skrautbúin skip
fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varninginn
heim
sagði Jónas þegar hann vildi lýsa gullöld
Islendinga á þjóðveldistíma. Ekki hefur
varningurinn verið gefins enda eru mörg
dæmi um frásagnir af ýmiss konar
viðskiptum í Islendingasögum þó svo að
þau hverfi yfirleitt í skuggann af
vopnaskaki og vígaferlum. A okkar öld er
þessu öfugt farið. Viðskiptaátök eru blásin
út með stríðsletri í blöðum meðan
handalögmál og ódæðisverk hér á landi
hverfa oftast í smáfréttum á innsíðum. En
það var útúrdúr.
Gaman er að lesa Islandslýsingu þá er
kennd hefur verið við Odd biskup
Einarsson og rituð er í upphafi 17. aldar:
„[Þjjóðtungu Islendinga, [hef] ég drepið á að
framan [en hún hefur] haldist óskert og
óspillt öldum saman allt fram á þennan dag.
Og enda þótt útlendingum finnist ofboð
naumlega taka því að hafa hana í neinum
hámælum, því sérhver óþekkt tunga, sem
borin er saman við einhverja þekkta, er
vanalega talin ósiðuð, þá hef ég samt sýnt
fram á það hér að framan, að sennilegt sé, að
11