Málfregnir - 01.12.2002, Síða 12

Málfregnir - 01.12.2002, Síða 12
þessi tunga sé, sakir óspilltrar forneskju sinnar, ein úr hópi allra höfuðtungna.“ Og síðar segir: „Ekki var heldur ætlunin að fjölyrða um auðgi og frjósemi þessarar tungu, svo auðvelt sem er að sýna fram á það, því einu og sama orðtakinu eða orðatiltækinu má í íslensku umbreyta með margvíslegu móti, og er það ekki síst á færi þeirra, sem handgengnir eru hinni fornu smekkvísi í máli, sem næg verksummerki sjást um í handritum. Er þetta að þakka geysilegum fjölda samheita og undraverðri fjölbreytni í óeiginlegum merk- ingum orða og talshátta, svo að ef tekið er nákvæmt tillit til orð- og setningarskipunar, verður mál vort alls ekki talið óheflað eða losaralegt. Og þar sem ekki er vafi á, að sérhverri tungu, jafnvel hinni auðugustu, eru nokkurn veginn afskömmtuð orð, sem ná hvert yfir sína ákveðnu hluti, þar sem með þessari eða hinni þjóðinni hefur margt aldrei heyrst, sem annars staðar er daglegt brauð, þá er það ekkert einsdæmi, að á íslensku skortir orð um fjölmarga hluti. Finna fyrst og fremst þeir fyrir þessum skorti, sem í skólum vorum takast á hendur að útskýra skáld og mælskumenn, en af því að iðulega koma þar fyrir nöfn á erlendum og óþekktum grösum, jurtum, runnum, trjám og dýrum, verða þeir að nota almenn heiti um ákveðna einstaklinga eða jafnvel sætta sig við erlendar út- leggingar." (Oddur Einarsson 1971:148) Margt af því sem þarna kemur fram á eftir að koma síðar við sögu í erindi mínu. Hér leynir það sér ekki að verið er að tala um tungu sem ber af öðrum þó að niðurlagið stingi reyndar í stúf við hitt og alls ekki í samræmi við orð Einars Benediktssonar: Eg skildi, að orð er á íslandi til unt allt, sem er hugsað á jörðu. Það sem helst skyggir á þessa ágætu lofrullu um ágæti íslenskunnar er að hún var samin á latínu og hér lesið úr íslenskri þýðingu á ritinu Qualiscunque descriplio lslandiae. Fyrsta heilsteypta fræðirit um viðskipta- og hagfræði á íslensku er ekki skrifað fyrr en tæplega 300 árum síðar þegar Arnljótur Olafsson gaf út Auðfrœði sína. Mig langar líka til þess að vitna til þessarar merku bókar áður en lengra er haldið: „Vér mennirnir skiftum öllum fróðleik í tilteknar og afmarkaðar fræðigreinir, af því vér sjálfir erum svo takmarkaðir, bæði sem höfundar og lesendr. En þó nú svo verði að vera, þá megum vér eigi missa sjónar á því, að sérhver fræðigrein er nátengd annarri, svo sem tölur á sama bandi, sem steinar á sama sörvi, sem hlekkir í sömu festi, þvi annars verðr alt sundrlaust, dettr í smámola, kubbast í eintóma spotta. Vér eigum að lýsa hverri fræðigrein eigi eingöngu sér og breiða út blöð hennar fyrir almenníngs sjónir, heldr eigum vér og að sýna, hvernig hún sprettr út úr hinu mikla fróðleikstré, þessum Ask Yggdrasils, er stendr æ yfir Mímisbrunni, sýna ljóslega, hvaðan hún hefir lífsvökva sinn, til hvers hún ber blöð og blóm, og umfram alt, að hún felr líf sitt í fræknappi sínum einmitt til frjófgunar mannlegs anda og til heillariks þroska og ávaxtar mannlegrar gæfu.“ (Arnljótur Ólafsson 1880[I988]:2) Það leynir sér ekki að þessi nemandi hefur ekki sífellt verið að steyta hnefann framan í Sveinbjörn Egilsson. Áður en skilist er við Arnljót að sinni vil ég lesa stuttan kafla úr dæmisögu hans um það hvernig löngunin, framfarafýsnin og sjálfselskan verður hreyfiafl hlutanna: „En únglíngrinn var nú búinn að sjá hlutverk mannsins og ætlunarverk hans hér í heimi. Hann fyrirleit nú eigi lengr sjálfan sig né skaparans verk. Hann vissi nú gjörla að 12

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.