Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 17
vakið úr gleymsku, enn í dag vakið áhuga
fjölda manns á menningararfinum. Slíkt
væri ómögulegt ef ekki væri íslenskan.
Gjaldið, sem ég reiknaði um kostnað við
íslenskuna, samsvarar um 12 þúsund króna
gjaldi á meðalfjölskyldu á mánuði. Mér
finnst það ekki hátt gjald fyrir að geta lesið
eddukvæði og Arnljót Olafsson mér til
skemmtunar og upplyftingar. Það vill svo
til að þetta er svipuð íjárhæð og það kostar
að vera áskrifandi að öllum dagblöðum og
sjónvarpsstöðvum hér á landi. En það
verður aldrei svo að þjóðin ákveði einn
góðan veðurdag að hætta að tala íslensku
og taka upp ensku hennar í stað. Ég hef
heldur enga trú á því að íslensk fyrirtæki
fari almennt að taka upp ensku í
samskiptum sín á milli. Islendingar geta
eflt virðingu fyrir viðskiptum með því að
efla kennslu í íslensku í háskóladeildum.
Þeim peningum væri vel varið því að
færni í móðurmálinu fer saman við skýra
hugsun.
Ég ætla að enda þetta spjall á tilvitnun í
Arnljót Olafsson úr Auðfnedi hans:
„En löngunin er einmitt sporinn, keyrið,
svipan á vilja mannsins og vit. Vér lærum
fyrr eðr síðar, að oss ríðr á hug og dug, áræði,
framtaksemi og framkvæmd, á viti, þekkíng
og kunnáttu. Vér lærum og seint eðr snemma,
að kapp er bezt með forsjá, lærum að sníða
oss stakk eftir vexti, lærum þessar auð-
fræðislegu dygðir: varhygð, varfærni og
gætni, forsjá og fyrirhyggju, hófsemi og
stillíng, nægjusemi og sjálfsafneitun. Það er
og unnið, að vér lærum að nota betr og betr
krafta vora, til að útvega oss úr nægtabúri
náttúrugæðanna æ fleiri og fleiri fullnægíngar
handa þörfum vorum. Lærum í einu orði
sagt, að halda stöðugt áleiðis á framfaravegi
menníngarinnar."
(Arnljótur Ólafsson 1880[1988]:12-13)
Heimildir
Arnljótur Ólafsson. 1880[1988]. Auðfrœði.
Gefin út af Hinu íslenzka bókmentafélagi.
[2. prentun. Fjölsýn Forlag með aðild
Félags viðskipta- og hagfræðinga og
Félags viðskiptafræðinema, Reykjavík.]
Benedikt Jóhannesson. 1998. Hvað kostar
að tala íslensku? Greinar af sama meiði
helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum.
Bls. 303-316. Rannsóknarstofnun Kenn-
araháskóla íslands, Reykjavík.
Björn Bjarnason. 1999. Menntun/menning
- almenn skynsemi - kosningaferðir.
Pistill á bjorn.is 18. apríl 1999.
Oddur Einarsson. 1971. Islandslýsing.
Qualiscunque descriptio Islandiae.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
17