Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 24

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 24
talaðar eru eftir virðingarstigi. Konungur Taílendinga, Ram Kham Heng, ákvað árið 1283 að búa til ritmál og eftir smá- breytingar gegnum árin varð taílenskt ritmál til eins og það er í dag. Tungumálið er í sjálfu sér auðvelt og málfræðin auðlærð. Ritmálið er þó aðeins flóknara en talmálið. Taílendingar búa ekki til nýyrði í stað tökuorða svo að iðulega má heyra ensk orð inni á milli sem þó eru borin fram á taílenskan hátt. Tónar Taílenska er tónamál sem þýðir að orð geta haft tvær eða fleiri ólíkar og ótengdar merkingar eftir tóninum í framburði. Tónarnir eru fimm alls en ekkert eitt orð er borið fram með öllum fimm tónunum þótt allnokkur séu til sem hægt er að bera fram með tveimur eða þremur. (Stundum er gert ráð fyrir 6 tónum og er það e.t.v. nákvæmara þótt hefðbundið sé að tala um 5. Sá sjötti er þá hár, stuttur tónn.) Þótt tónarnir virðist í fyrstu flóknir að læra þá eru þeir ekki svo erfiðir jafnvel þótt fólk hafi ekki gott tóneyra. Mörg algeng orð notast aðeins við einn tón og jafnvel þegar orð geta tekið tvo eða þrjá tóna og borið ólíka merkingu þá hefur samhengið þau áhrif að merkingin kemst til skila jafnvel þótt framburðurinn sé ekki fullkominn. Tónarnir: Hátónn er ofar venjulegri raddhæð og mætti líkja við viðvörunartón í íslensku, sbr. upphrópunina „farðu FRA“. Stigandi tónn; eins og nafnið bendir til rís hann úr venjulegri tónhæð raddarinnar upp í hátón. Líkja má tónfallinu við spurningar- eða undrunartón, t.d. „ertu FARINN?“ eða „hvað ertu að GERA?“. Almennur tónn eða grunntónn er einfaldlega eðlileg tónhæð mælanda, án nokkurra blæbrigða eins og getur verið viðeigandi í venjulegum samtölum. Lágtónn er án blæbrigða en liggur lægra en grunntónninn. Hnígandi tónn er með sterkum blæ, líkum þeim sem heyrist þegar maður leggur áherslu á eitthvað. Sem dæmi má nefna setningar eins og „ég SAGÐI ÞER þetta“; tónninn fellur niður í lágtón. Skylt er að nefna að tónninn á alltaf við eitt atkvæði í senn svo að í löngum orðum eða margatkvæða geta atkvæðin verið hvert með sinn tón. I taílensku eru orðin merkt tónatáknum sem ásamt nokkrum reglum um tónaflokka sérhljóðanna sýna hvaða tónn á að vera í framburði. Nokkur málfræðiatriði Taílenska er FSA-mál, þ.e. grundvallar- orðaröð er frumlag, sögn, andlag. Enginn greinir er til með nafnorðum. Nafnorð og fornöfn beygjast ekki í kyni, tölu, falli né öðru, heldur eru þessi atriði gefin til kynna með notkun annarra orða. Þannig er eign gefin til kynna líka. Tala er ákvörðuð með notkun töluorða. Dauðir hlutir hafa ekki kyn og þar sem greina þarf frá kyni lifandi fyrirbæra er það gert með sérstökum orðum. Lýsingarorð koma venjulega á eftir orðunum sem þau eiga við. Spurnarsetningar og svör eru lík; spurnarsetning þekkist á því að spurnarorði er bætt (venjulega) aftan við setninguna. Orðið mœ, borið fram með rísandi tóni í lok setningar, er sennilega algengasta spurnarorðið. Notkun þess er sambærileg því að setja spurningarmerki í lok setn- ingar. Þegar spurnarsetningar hafa orð eins og hver, hvers vegna, hvenœr, hvar og slík er ekki þörf á öðru spurnarorði. Stafróf og stafsetning Samhljóðar skiptast í flokka eftir tóna- reglum en sérhljóðar í einfalda og samsetta. Samsettir sérhljóðar eru annars vegar einfaldir sérhljóðar í sambandi við ákveðna samhljóða eða tveir eða fleiri einfaldir sérhljóðar sem eru notaðir saman sem einn. Auk þessa eru fjögur tákn sem standa fyrir hljóð samsett úr samhljóða og sérhljóða. Þau eru að vísu ekki algeng. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.