Málfregnir - 01.12.2002, Síða 25

Málfregnir - 01.12.2002, Síða 25
Engir stórir stafir eða hástafir eru notaðir í taílensku og engin greinarmerki heldur. Bil milli orða eru ekki eins og í t.d. íslensku heldur geta komið bil milli orðahópa eða -sambanda og fara aðallega eftir smekk ritarans. Nöfn samhljóða eru borin fram þannig að -or er bætt við. Til dæmis er táknið fl (g) nefnt gor og táknið ð (ng) nefnt ngor. Þar sem til eru nokkrir hópar samhljóða sem bera sama hljóðið, t.d. eru táknin Pt, H og fí öll borin fram 5 og nefnd sor, þarf að aðgreina þau og því eru þeim öllum gefin nöfn. Nöfnin vísa þá til útlits táknanna eða einhverra líkinga. Þannig er táknið Pf nefnt sor kor vegna líkingar táknsins við táknið kor (Pl) og táknið ct nefnt sor seu þar sem orðið seu hefur þetta tákn og þýðir tígur. Margir samhljóðar bera ólíkt hljóð eftir því hvort þeir eru í upphafi atkvæðis eða í lok orðs eða atkvæðis. Þannig táknar cí í upphafi atkvæðis .v en í lok atkvæðis t. Öll atkvæði í taílensku, sem enda á samhljóða, verða að enda á m, n, g, k, p eða t. I samtölum er það þá oftast þannig aðp- og t-hljóðin í bakstöðu eru líkari b og d. Sérhljóðar eru ritaðir ýmist framan við, ofan við, neðan við eða í kringum samhljóðann sem þeir standa með en sérhver sérhljóði er þó alltaf í sömu stöðu miðað við samhljóða og er borinn fram á eftir samhljóðanum. Til að gefa stöðu sérhljóðans til kynna er bandstrik haft með og staðan sýnd miðað við það (sbr. umritunartöfluna hér á undan). Gæta verður að því hver staða sérhljóða miðað við samhljóða á að vera þegar umritað er. Sérhljóðatákn getur ekki staðið eitt og sér, það verður ávallt að vera í sambandi við samhljóða. Þar sem þarf að setja stakan sérhljóða verður að bæta við samhljóðinu 3 (h) en það er þá ekki borið fram. Sérhljóðar eru alltaf bornir fram á eftir samhljóða. Þannig er samstafan tfl?, þ.e. œ+k+r, borin fram krœ. Innbyggð sérhljóð Mörg orð í taílensku hefjast annaðhvort á tvöföldum samhljóða eða hafa tvo samhljóða saman í miðju orði. Stundum er hægt að bera tvo samhljóða saman líkt og í íslensku en hins vegar er algengt að innbyggt eða „eðlislægt" sérhljóð sé lesið milli tveggja samhljóða, þau algengustu eru a og o. Innbyggða a-hljóðið er stutt a, nánast það sama og skrifaða sérhljóðið (-U) en þó jafnvel styttra. Það er notað þar sem tveir samhljóðar eru saman en virka sem upphafshljóð tveggja atkvæða. Þannig yrði íslenska orðið sprang til dæmis skrifað á taílensku cíllfd en borið fram sa-prang. Á sama hátt er taílenska orðið cí'Ufl eða snug (glaður) borið fram sa-nug. Þetta innbyggða sérhljóð á að umrita með bókstafnum a, rétt eins og táknið ~t. Innbyggða o-hljóðið er notað milli tveggja samhljóða þar sem sá fyrri er fyrsta samhljóð atkvæðis en sá síðari lokasamhljóði atkvæðis. Þannig er orðið SJJ (vindur), Im, lesið lom. Orðið PIUGIf (tónlist), dntrí, er lesið dontrí. Þetta innbyggða o-hljóð er táknað með bókstafnum o í umritun. Til eru orð sem nota bæði hljóðin. Til dæmis er orðið 01414 (gata), tnn, lesið tanon og orðið OfllllTI (óhreinrí), sgprg, er lesið sog-ga-prog. Ekki er gott að gefa algildar reglur um notkun þessara innbyggðu hljóða þótt oftast reynist fólki auðvelt að finna þau. Stundum er til dæmis hægt að velja milli þeirra þannig að úr verður mismunandi merking. Sérstök atriði í stafsetningu Ákveðnir taílenskir samhljóðar standa fyrir annað hljóð þegar þeir eru tveir saman en þeir hefðu gert hvor um sig. a) Samhljóðarnir V!? eða tr á íslensku eru vanalega bornir fram sem .v þegar þeir standa saman og eru þá umritaðir sem s. 25

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.