Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 33

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 33
Það leiddi því af sjálfu sér að mörg gömul jurtanöfn voru tekin upp sent kvíslarnöfn, t.d. Sóley, Fífill, Bládepla og Arfi, eins og Stefán minnist á í formálanum. Þegar aðeins er um eina íslenska tegund að ræða í kvísl er tegundin yfirleitt sam- nefnd henni. Dæmi: Fjallabrúða (Dia- pensia) sem bæði kvíslar- og tegundarnafn. Stundum er þó vikið frá þessu, t.d. ber kvíslin Dryas nafnið Rjúpnalauf en tegundarnafnið er holtasóley. Rubus nefnist Klungur en tegundin hrúta- berjalyng. (Þessi aðgreining hefur ekki fest í málinu.) Þessi dæmi sýna að Stefán fór frjálslega með nafngiftareglur sínar og leyfði sér mörg frávik. Vitnar það kannski um fjöl- hæfni hans og smekkvísi því að einnig í þessu efni fylgir hann hinni almennu hefð tungumála sem oft eru sjálfum sér ósam- kvæm og hafa ótal undantekningar frá öll- um reglum. Þessi frávik auka fjölbreytni íslensku plöntunafnanna. Gömlu nöfnin Stefán tekur gömlu íslensku nöfnin vanalega upp óbreytt en þau eru oftar en ekki til trafala og setja allar reglur úr skorðum eins og fram hefur komið. Steindór Steindórsson (1978) telur að Stefán hafi gert sér far um að kynna sér gömul plöntunöfn af vörum almennings og jafnvel ætlað að semja bók um íslensk plöntunöfn. Engin drög að slíkri bók eru þó til frá hans hendi og ekki veit ég til þess að hann hafi safnað nöfnum úr gömlum ritum. Það gerði hins vegar Olafur Davíðsson sem var Stefáni mjög innan handar við samningu Flórunnar. Hafa sumir lagt Stefáni það til lasts hversu lítinn áhuga hann sýndi á þessari hlið málsins og eins varðandi nytjar plantnanna eða þjóðtrú þeim tengda. Hending er ef á það er minnst í Flóru hans enda tíðkaðist það ekki í samsvarandi erlendum bókum. Steindór vakti athygli á því í greinininni Islenzk plöntuheiti í Náttúrufrœðingnum 1939 að gömlu alþýðunöfnin væru að tapast og nefnir Flóru Islands sem eina af ástæðum þess: „Ymsir alþýðumenn hika við að halda þessum gömlu heitum á lofti, þegar til eru hin lögfestu heitin, sem svo mætti nefna, þeir líta á gömlu heitin sem eins konar vanþekkingar- tákn, sem þeir vitanlega vilja ekki láta í ljós að óreyndu; hefi ég þráfaldlega rekið mig á þetta viðhorf, meðai manna út um land.“ (Steindór Steindórsson 1939:85) Það kom reyndar í hlut Steindórs að safna þeim gömlu plöntunöfnum sem til voru í prentuðu máli og handritum og setja saman í bók (Islensk plöntunöfn, 1978). Byggði hann þar á söfnunarstarfi Ólafs Davíðssonar. Skipuleg söfnun plöntunafna úr mæltu máli hefur hins vegar aldrei farið fram, svo mér sé kunnugt, og má ætla að mikill fjöldi þeirra hafi glatast. Seinni útgáfur flórunnar Furðulítilla breytinga verður vart frá 1. útgáfu Flóru íslands til 2. útgáfu (1924) sem Stefán sá um að mestu leyti. Hann gat þó ekki lagt síðustu hönd á hana því hann lést í janúar 1921. Bendir það til að hann hafi í heild verið nokkuð ánægður með nafngiftir sínar. Valtýr Stefánsson segir í formála 2. útgáfu: „Fáeinar breytingar eru og á íslensku nöfnunum og fræðiorðunum, en þær eru allar smávægilegar." Til dæmis hefur kvíslin Alchemilla, sem í 1. útg. var ónefnd, hlotið nafnið Döggblaðka, fallegt nafn en í engu samræmi við tegundanöfnin sem flest enda á -maríustakkur. Nafnið Hnoðri er tekið upp fyrir Steinajurt og tegundanöfnin löguð að því. I 3. útgáfu Flórunnar (1948), sem Steindór Steindórs- son sá um, virðist nafngiftum 2. útgáfu vera haldið óbreyttum. Það verður heldur ekki annað sagt en að Stefáni hafi tekist vel með nafngiftir sínar og fyrir þær hlaut hann verðugt hrós. Um það farast Steindóri Steindórssyni svo orð: 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.