Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 37
Næst í röðinni var bókin Innijurlir
(1936) sem Óskar B. Vilhjálmsson tók
saman. Þar er fjallað um ca 150 kvíslir
erlendra plantna og allmargar tegundir
nefndar sem hægt er að rækta í stofum eða
gróðurskálum. Um nafngiftir segir
höfundur:
„Nöfn öll eru á latínu (grísku eða indversku)
og hafa alþjóðagildi. Flestum jurtunum fylgir
auk þess íslenzkt nafn. Venjulega er það
fræðinafnið, danska eða þýzka nafnið, sem
eru íslenzkuð. Nöfnin eru flest ný og ber
aðeins að taka sem tillögur."
(Óskar B. Vilhjálmsson 1936:37)
Þessi íslensku kvislanöfn eru oftast tví-
eða þríliðuð og því ekki hentug til að leiða
af þeim tegundanöfn enda er það varla
reynt.
Árið 1957 gaf Bókaforlag Odds
Björnssonar á Akureyri út bókina Stofu-
blóm eftir Ingólf Davíðsson. í henni er
getið um 170 plöntukvísla, með latneskum
og íslenskum nöfnum. í formála kemur
fram að „nöfn plantnanna eru að mestu
leyti þau sömu og í Rósum og Innijurtum“
en „mörgum tegundum (einkum hinum
nýrri) hafa verið gefin íslenzk nöfn, ef þau
voru ekki til áður“. Ekki verður séð að
nein regla sé í þessum nafngiftum og tví-
eða fleirkvæð nöfn eru allmörg, svo sem
börn Leu (Spironema fragrans), gyóingur-
inn gangandi (Tradescentia) og disa í
dalakofanum (Disandra).
Árið 1964 kom út bókarkverið Stofublóm
í litum sem Ingimar Óskarsson þýddi og
staðfærði eftir dönsku kveri. Síðan hefur
fjöldi slíkra bóka verið gefinn út hérlendis,
flestar eða allar þýddar, og eru fræðinöfnin
oftast notuð sem aðalnöfn enda þótt
íslenskra nafna sé líka getið. Svo virðist
sem íslensk heiti hafi lítið náð að festast
við þessar plöntur vegna þess hve
fræðinöfn eða erlend heiti voru snemma
orðin rótgróin.
Aðrar erlendar plöntur
Lítið kvað að íslenskum nafngiftum á
plöntum, sem hvorki vaxa villtar né finnast
í ræktun hér á landi, fyrr en farið var að
þýða fjölþjóðleg rit um þau efni á sjöunda
áratug síðustu aldar. Mun Ingimar
Óskarsson hafa riðið á vaðið í því efni,
með þýðingu alþýðlegra myndabóka í
norrænni ritaröð sem hófst með útgáfu
bókarinnar Flora i farver, hjá Politikens
Forlag 1953. Hann gaf öllum tegundum í
bókinni íslensk nöfn. Sama gerði Ingólfur
Davíðsson, í bókinni Tré og runnar í litum
(1962). Þar er allmikið um tvínefni.
Ingólfur Davíðsson þýddi og staðfærði
Blómabók eftir F.A. Novak (1972) og bjó
þá til mikinn fjölda nafna á tegundum og
flokkum, þar á meðal allmörg nöfn á
lágplöntum. Óskar Ingimarsson og Jón O.
Edwald þýddu bókina Myndskreytt flóra
Islands og Norður-Evrópu, eftir M.
Blamey og C. Grey-Wilson. Þar er 2400
tegundum háplantna lýst í máli og
myndum. 1 formála kemur fram að þeir
taka upp öll íslensk nöfn sem áður höfðu
birst á prenti og gjalda varhuga við
breytingum á þeim þó þau passi lítt við
nafnareglur. Auk þess gefa þeir íjölda
tegunda íslensk heiti og verður oft ekki séð
að þeir fylgi þar neinum reglum.
I fjölmiðlaheimi nútímans hefur það
færst mjög í vöxt að gefa tegundum dýra
og plantna nöfn á þeim tungum sem um
þau er fjallað í myndum eða máli. Þessi
nöfn hafa oft þá sérstöðu að vera búin til af
þýðendum sem hafa lítið eða ekkert
inngrip í viðkomandi fræðigrein og mynda
nýnefni sín oftar en ekki án alls samhengis
við skyldleikakerfi lífveranna. Þannig
hefur líka orðið til mikill fjöldi samnefna
sem þarf að útrýma.
Hér má geta bókar sem ber titilinn Ensk-
latnesk-íslensk og latnesk-íslensk-ensk
dýra- og plöntuoróabók sem Óskar
Ingimarsson skráði og gefin var út 1989.
Þar munu vera skráð flest nöfn á íslenskum
dýrum og fjöldi annarra dýranafna en
37