Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 38

Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 38
plöntunafnalisti bókarinnar er hins vegar mun styttri og vanburðugri og vantar mikið á að skráð séu öll íslensk plöntunöfn sem þá voru í notkun. Almennt um nafngiftir á lífverum Stofnheiti og nýmyndun þeirra Af því sem hér hefur verið rifjað upp má ljóst vera að á mestu veltur að velja hentug stofnheiti sem tegundanöfn eru svo dregin af, samkvæmt reglum Stefáns Stefánssonar o.fl. Reglur um val stofnheita má setja þannig fram: 1) Þau eiga að vera nafnorð eða ígildi þeirra. 2) Þau eiga að vera stutt, helst ekki nema tvö eða þrjú atkvæði. 3) Þau eiga helst að fela í sér merkingu sem vísar til áberandi einkenna við- komandi lífveruflokks. Höfundur veit af eigin reynslu að þessi nýnefnasmíð er ekki auðveld og að flest stofnnefni geta orkað tvímælis þegar þau eru valin. íslenskir náttúrufræðingar hafa notað ýmsar aðferðir til að finna þessi nöfn eða búa þau til og vil ég hér geta um nokkrar slíkar. Fyrst má nefna þá aðferð sem líklega er algengust og nefna mætti „hugdettuaðferð". Þegar skrifað er um viðkomandi flokk dettur manni einfaldlega í hug eitthvert smellið nafnorð sem þá er tekið upp til reynslu. Við næstu yfirferð getur komið upp annað orð sem þykir betur henta og þá er freisting að skipta um nafn. Önnur aðferð er að fara í kerfisbundna leit að hentugum orðum í orðabókum, skrá þau niður og jafnvel að búa til lisla yfir þau sem síðan er gengið í þegar á þarf að halda. Þannig ritar Bergþór Jóhannsson í tillögum sínum um nöfn á íslenskar mosaættkvíslir (1985): „íslensk orðabók, gefin út af Bóka- útgáfu Menningarsjóðs 1983, hefur reynst mér afar notadrjúg,“ og hann útskýrir mosanöfn sín með tilvitnunum í þá bók. Ég hygg að þessi aðferð muni vera drýgst til góðs árangurs. I orðabókum er mikill íjöldi stuttra, ein- eða tvíkvæðra nafnorða sem lítt eða ekki eru notuð í daglegu tali, eru jafnvel orðin úrelt, en hafa engu að síður ákveðna merkingu, stundum þó fleiri en eina, jafnvel margar. Þessi orð henta oft vel sem stofnnöfn á kvíslir eða ættir. Þá er þeim að vísu gefin alveg ný merking sem bætist við hinar sem þau höfðu áður. Frá málsögulegu sjónar- miði er ekkert við það að athuga því að slík nýmerking orða hefur alltaf verið að gerast sem best sést af því að tiltölulega fá orð, í hvaða tungumáli sem er, hafa aðeins eina afmarkaða merkingu. Þriðja aðferðin, en sú sjaldgæfasta, er að búa til alveg ný orð. Til þess þarf staðgóða málþekkingu, góðan málsmekk og hug- myndaríki. Fágætt mun vera að slík orð séu alger nýmyndun, oftast munu þau vera dregin af orðum sem til eru í málinu eða í öðrum tungumálum. I íslensku má oft mynda ný orð með hljóðvarpi eða hljóð- skiptum af gömlum orðum og getur farið vel á því. Þannig var nafnið Krækill myndað af Krókarfi og sveppanafnið Nefla af orðinu nafli. Stundum má búa til nýnefni með hljóð- líkingu við latnesku fræðinöfnin og hefur sú aðferð nokkuð verið tíðkuð allt frá Oddi Hjaltalín (1830). (Alkunnugt orð af þessu tagi er berklar, dregið af tuberculosis.) I stöku tilvikum má taka latnesku nöfnin næstum óbreytt upp og mætti raunar gera meira af því. Dæmi um það er kvíslarnafnið Anemóna (Anemone). Latnesk og grísk orð geta farið vel í íslensku og laga sig oftast að beygingarreglum málsins. Höfundarréttur Sú spurning hefur gert vart við sig, t.d. hjá Ingimar Óskarssyni (1948), hvort rétt sé að 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.