Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 46

Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 46
íslandi fram á 17. öld. Þegar danskir embættismenn fara að láta meira að sér kveða eykst hins vegar notkun erlendra orða í opinberum skjölum, einkum danskra, latneskra og þýskra. Má greina þessa þróun í Alþingisbókunum þótt breytileg sé eftir því hver ritar. Um miðja 18. öld er lagamálið orðið mjög dönsku- skotið, samanber rit Sveins Sölvasonar, og stundum aldanskt. Dómarar voru mennt- aðir í Danmörku og voru jafnvel danskir og lögin meira eða minna dönsk. Enda segir Eggert Olafsson í Ferðabók sinni 1772 að „öll rit, sem að málaferlum lúta, svo sem embættisbækur, málsskjöl og samningar, [séu] full af dönskum, þýskum, frönskum og latneskum orðum svo almúgamenn skilji vart helminginn" (Kjartan G. Ottósson 1990:30, vísað er til Eggerts Ólafssonar 1772, greina 69-70). Á Suður-Jótlandi var greinilega hliðstætt ástand á þessum tíma. Þar var lagamálið og hið opinbera mál þýskt, jafnvel kirkju- og skólamálið, en fólkið talaði dönsku. Peter Skautrup lýsir því sem óréttlæti að dönskumælandi þegnum Suður-Jótlands var stjórnað á þýsku (Det danske sprogs historie III6, Skautrup 1953:124, sjá einnig Skautrup 1947:163-166). En þá, þegar verst lét hér á íslandi, fór þróunin að snúast við með þjóðernis- vakningu upplýsingarinnar og afnámi einveldisins. Að því er lagamálið varðar áttu þar stóran hlut að máli Páll Vídalín lögmaður og Magnús Stephensen dóm- stjóri. Við Landsyfirréttinn, sem tók til starfa árið 1800, var þingmálið íslenska en Hæstiréttur landsins var þó áfram danskur fram til 1920. Þessi þróun heldur áfram með baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir því að störfin á þjóðþinginu færu fram á íslensku (sjá Pál E. Ólason 1930:316 o.áfr., um bænarskrár o.fl.). I Svíþjóð urðu einnig straumhvörf á 18. öld í hinu opinbera málfari. Þá fóru rithöf- undar, vísindamenn og alþýðufræðarar að gagnrýna hina klassísku mælskulist jafn- framt því sem öll umfjöllun í samfélaginu jókst og „almenningsálitið" náði að skipa sér sess sem hin ókrýnda drottning þjóð- lífsins (Johannesson 1985:21). Þó að margt fleira komi til virðist mér augljóst að málnotkun valdhafa hafi stuðlað að því á þessum tíma að bæla þjóðina og valda firringu gagnvart lögum og réttarkerfi, sem e.t.v. eimir enn eftir af. Tungutak laganna hefur fyrrum, hér sem annars staðar, verið raunverulegt valdtæki í sömu merkingu og Kurt Johannesson (1985) talar um. En hvernig háttar þessu í nútímanum? Samkvæmt vissum kenning- um í réttarheimspeki eru lögin skilgreind m.a. sem vald7. Hvort sem við föllumst á þá skilgreiningu eða ekki þá er ljóst að lög og dómar eru valdtæki í sjálfu sér. Dómstóll getur til dæmis gert manni og konu að greiða skuld og skaðabætur og að sæta fangelsisrefsingu - allt samkvæmt leikreglum laganna. Vald laganna kemur einnig fram í ýmsum hömlum sem lög setja á frelsi. Og ríkisvaldið hefur eitt lögbundna heimild til þess að beita valdi. Þar sem orð og setningar eru vinnutól laganna virðist því ljóst að tungutak laganná er valdtæki en beiting þess hefur breyst með lýðræðislegum þjóðfélags- háttum og vaxandi virðingu fyrir réttindum þegnanna. Framkvæmd laganna verður að vera í samræmi við þessar hefðir og með orðum verður að sýna að svo sé. Ég tel að lagamálið skapi ekki eins mikil vandræði hér hjá okkur og víða annars 6 Þetta bindi tjallar um tímabilið 1700 til 1870. 7 Hér er sérstakiega vísað til löggjafarhyggjunnar (legal positivism, oft þýtt vildarréttur) sem enski heimspekingurinn John Austin hefur verið kallaður „faðir“ að, sjá t.d. Austin (1873). Kenningin er einnig rakin til læriföður Johns Austins, Jeremys Benthams, og jafnvel til Thomas Hobbes. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.