Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 47
staðar, sérstaklega í engilsaxneskum
löndum. Víða hafa verið sett lög eða til-
skipanir um að skjöl, sem varða réttarstöðu
almennings, skuli skrifuð á einföldu og
skýru máli. Svíar og Danir hafa unnið
markvisst að því að einfalda hið opinbera
málfar og gera það skýrara. Að slíku mætti
huga hér því þó ég segi að staðan hjá okkur
sé betri en víða er ekki þar með sagt að
hún sé algóð. Við lögfræðingar erum að
mörgu leyti föst í gömlum hefðum og
hættir ósjálfrátt til að fyrna mál okkar og
skrifa langar og stundum óskýrar
setningar. Kansellístíllinn er mörgum lög-
fræðingi enn hjartfólginn og einnig
svonefndur júridískur þankagangur. Hef ég
grun um að misskilningur á merkingu
þessa hugtaks hafi á stundum átt sök á því
að ekki var gætt að skýrri og markvissri
framsetningu á rökstuðningi í lögfræði-
legum skrifum. Einnig eru ýmsir lagatextar
óþarflega snúnir og mætti gera þá
aðgengilegri með skýrara orðafari og
setningaskipan.
En hvernig eiga lögfræðingar annars að
meta stöðuna? Get ég ráðið af því hversu
oft ég fæ svarið „Ha, hvað?“ í dómsalnum
hvort ég tjái mig þannig að viðstaddir
skilji? Undanfarin ár hef ég einkum unnið
við sakamál. Sakamál er gott orð, er það
ekki? Eða þarf ég að segja glœpamál til að
unglingurinn í Austurstræti skilji mig? I
„fyrirkallinu" sem unglingurinn fær
stendur að mál nr. 10 verði „þingfest“
mánudaginn 1. október nk. kl. 14.00. Það
er nánast öruggt að Austurstrætisungling-
urinn skilur ekki orðið „þingfest“ - þannig
að þegar hann hringir og spyr hvaða
„steypa“ sé í gangi, hann hafi fengið bréf,
segi ég að hann hafi verið „ákærður" og
málið byrji á þeim tíma sem bréfið segir.
Ekki er víst að hann skilji orðið ákœráur.
Þegar hann mætir tilgreindan dag þingfesti
ég málið með því að leggja fram skjölin og
þingmerkja þau. Síðan segi ég: „Þá vil ég
biója sækjandann að gera grein fyrir
ákærunni." „Ha, hvað?“ segir strákurinn
svo ég útskýri að lögmaður lögreglunnar,
ákæruvaldið, segi að hann hafi slegið Jón
og brotið í honum tönn. Þegar sækjandinn
er búinn að lesa ákæruna segi ég við
ákærða að hann sé kominn fyrir dóminn til
þess að svara til saka en áður en hann geri
það þá bendi ég á að honum sé ekki skylt
að tjá sig um meinta refsiverða háttsemi
sína en ef hann tjái sig brýni ég fyrir
honum að skýra rétt frá. Spurningarsvipur
kemur á strákinn. „Þú ÞARFT ekki að
svara en átt ekki að segja ÓSATT,“ segi ég
þá. Þetta var nú bara dálítil innsýn í
daglega lífið á dómstólunum. Nú er mér
ekki ljóst hvort nokkrum hér þykir
framandi þetta tungutak sem strákurinn
hváir við og sjálfri er mér það jafn-tamt og
að tala um hafragraut og slátur8. Hitt er
ljóst að flestir, sem koma fyrir dómstóla,
aðilar eða vitni, gera það bara einu sinni á
ævinni og við vitum að það er talsverð
áreynsla að koma inn í dómsal og þurfa að
svara spurningum og það eykur á þessa
áreynslu ef orðafarið, sem er notað, er
framandi. Þar sem markmiðið er að fá
fram réttar upplýsingar er það sjálfsagt
sálfræðilega vænlegra til árangurs að nota
orðalag sem er strax auðskiljanlegt. Á hinn
bóginn vilja ýmsir að dómsvaldið birtist í
dálítið hátíðlegu andrúmslofti í réttar-
salnum og finnst því að dómarinn eigi ekki
að nota tungutak götunnar. í þessu
sambandi er hins vegar líka rétt að hafa í
huga að dómsvaldið er raunverulegt vald
og oft örlagavaldur og orðafarið getur í dag
eins og fyrrum skipt máli um hvernig þetta
vald birtist og jafnvel um það hvernig hægt
er að verjast því.
Ýmsar erlendar rannsóknir hafa sýnt að
það léttir og flýtir vinnu við dómstóla ef
lögmenn tjá sig með almennu og skýru
orðfæri í stað hefðbundins lagamáls. Þeim
mun heldur ætti það að auðvelda al-
Áheyrandi benti á að „hafragrautur og slátur“ vteri stráknum sjálfsagt álíka framandi og tungutakið.
47