Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 51

Málfregnir - 01.12.2002, Qupperneq 51
ísland, tíu eru mannfleiri. í þessum 26 landa hópi er enska ríkismálið í 14 löndum og mál annarra fyrrum nýlenduherra - Frakka, Hollendinga og Portúgala — í öðrum sjö svo að einungis fimm þessara þjóða hafa kosið að nota eigin þjóðtungu sem ríkismál. Þessi fimm lönd eru, auk Islands, Barein í Persaflóa, þar er töluð arabíska þótt enska sé einnig gjaldgeng; Kýpur þar sem menn tala ýmist grísku eða tyrknesku; Maldíveyjar í Indlandshafi þar sem menn tala eigin tungu þótt eyjarnar hafi áður lotið breskum yfirráðum um Iangt skeið; og loks Míkrónesía í Suður- Kyrrahafi þar sem menn tala ýmis eymál. Athugum nú önnur ríki svipaðrar stærðar - lönd sem eru ekki eylönd heldur áföst við grannríki eða landlukt. Þessi lönd eru 17 talsins og dreifð um allar álfur. Þrettán þessara ríkja nota tungu gömlu nýlendu- herranna sem ríkismál, sum ásamt eigin tungu, en fjögur nota eigin þjóðtungur nær eingöngu: Lúxemborg þar sem franska, þýska og ríkismálið, sem er þýsk mállýska, standa hlið við hlið; Katar við Persaflóa þar sem töluð er arabíska; Djíbútí við Rauðahaf nálægt norðausturhorni Afríku, þar tala menn eigið mál; og það gera menn einnig í Bútan í Himalæjafjöllum. Svipað kemur í ljós þegar við skoðum loks 18 örríki, eylönd eða áföst, þar sem fólksfjöldinn er innan við 100.000. Ellefu þessara landa hafa tekið upp nýlendumál en sjö þeirra notast við þjóðtunguna sem í fimm þessara sjö landa er að vísu einnig tunga stórþjóða á næstu grösum. Þessi sjö lönd eru öll í Evrópu: Andorra, Færeyjar, Grænland, Liechtenstein, Mónakó, Mön og San Marínó. Það er álitamál hversu fara skal með Færeyjar og einkum Grænland því að þar er danska notuð sem ríkismál við hlið færeysku og grænlensku. A því leikur hins vegar lítill vafi að Færeyingar myndu ýta dönskunni til hliðar ef þeir afréðu að rifta sambandinu við Dani og stofnuðu sjálfstætt ríki. Þetta örstutta yfirlit um rösklega 60 fámennustu ríki veraldar kann að kveikja hugboð um það að þjóðtungur heimsins séu á undanhaldi líkt og þjóðmyntirnar og einnig ýmsar dýrategundir og jurta í ríki náttúrunnar: að smáþjóðir freistist af fjárhagsástæðum meðal annars til að taka upp tungur stærri þjóða til að greiða með því móti fyrir viðskiptum - og kasta þá móðurmálinu fyrir róða. Svo kann að vera. Við skulum samt ekki hrapa umhugs- unarlaust að þeirri ályktun að meiri hluti þessara rösklega 60 ríkja - 45 ríki af 61 - hafi týnt tungu sinni því að móðurmálið lifir eftir sem áður á vörum fólksins í mörgum þessara landa enda þótt ríkismálið sé aðfengið. Auk þess getur aðflutt ríkismál reynst vera lyftistöng undir bókmenntir, menningu og listir. Miklar bókmenntir á enska tungu hafa sprottið upp undangengin ár í gömlum nýlendum Breta, til dæmis á Indlandi og Karíbahafseyjum. Enskan, sem ýmsir Indverjar læra af bókum, þykir mér iðulega betri en sú enska sem margir Bretar nema af munni mæðra sinna. Því hefur stundum verið haldið fram í ræðu og riti að íslenskan sé okkur dýr, íslendingum, þar eð hún standi í vegi fyrir viðskiptum okkar við umheiminn. Kostnaðartölurnar, sem nefndar hafa verið til sögunnar í þessu viðfangi, mætti skilja sem svo að íslensk tunga sé í krónum talið nokkurn veginn jafnþung á fóðrum og landbúnaðurinn (Benedikt Jóhannesson 1998'). Ég lít málið öðrum augum. Tökum þjóðmyntirnar fyrst svo að ekkert fari á milli mála. Gjaldmiðill skipar yfirleitt ekki verðmætan sess í minningu ' Benedikt Jóhannesson (1998) kemst að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn, sem fylgir því að tala íslensku á íslandi frekar en ensku, nemi á hverju ári um 4% af landsframleiðslu. Benedikt tekur fram að kostnaðarmatið sé háð ýmislegri óvissu og móðurmálið og menning yfirleitt skili vitaskuld á móti margvíslegum afrakstri sem erfitt sé að meta til fjár. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.