Málfregnir - 01.12.2002, Side 52

Málfregnir - 01.12.2002, Side 52
þjóðar. Myntin er dautt áhald eins og rokkur eða skilvinda eða grammófónn: okkur er eða ætti að minnsta kosti ekki að vera nein sérstök eftirsjá í myntinni ef við eigum kost á að láta hana víkja fyrir öðrum áhöldum, öðrum gjaldmiðlum, sem skila okkur betri árangri í dagsins önn. Myntin má því mín vegna fara sömu leið og rokkurinn og skilvindan og grammó- fónninn: undir gler. Það er að sönnu hægt að tefla fram ýmsum haldbærum rökum ýmist með eða á móti því að við íslendingar, Norðmenn, Danir, Svíar, Bretar og Svisslendingar tökum upp evruna í stað núverandi þjóðmynta. Það er þó að minni hyggju ekki hægt að útkljá það mál með hagrænum rökum einum saman því að fleira hangir á spýtunni. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu og einnig um upptöku evrunnar í stað einstakra þjóðmynta er öðrum þræði spurning um stjórnmál. Evrópusambandið er í fyrsta lagi friðarbandalag og spurningin, sem við Islendingar stöndum nú frammi fyrir ásamt Norðmönnum og Svisslendingum, snýst um það hvort við teljum okkur eiga heima í þeim félagsskap og hvort við eigum, ef við ákveðum að ganga til liðs við sambandsþjóðirnar, að gerast fullgildir þátttakendur í samstarfinu með því að taka einnig upp evruna. Hér fer því ekki vel á því að minni hyggju að spyrja eingöngu að því hvað aðildin myndi kosta og hverju hún myndi skila. Tökum tunguna næst. Og tökum Irland. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr því hagræði sem frændur okkar Irar hafa af því að tala ensku enda þótt írska sé þjóðtunga þeirra samkvæmt stjórnarskrá landsins og frumtunga - fremri ensku sem er annað ríkismál þjóðarinnar. Irska var töluð víða um írland fram á fimmta áratug 19. aldar þegar kartöflubresturinn og hungrið mikla og fólksflóttinn, sem fylgdi í kjölfarið, hjuggu djúp skörð í írskt þjóðlíf. Eftir það vék írskan smám saman fyrir ensku og rambaði á barmi útrýmingar allt fram til ársins 1922 þegar írland hlaut sjálfstæði frá Bretum og írskukennsla var tekin upp í öllum skólum landsins meðfram enskukennslu. Irska er nú enn á ný höfð í hávegum í heimalandi sínu: hana lesa nú, tala og skilja fleiri írar en nokkru sinni fyrr síðan sjálfstæðisárið 1922. Irar eiga miklar bókmenntir á báðum tungum sínum, langt umfram það sem búast mætti við af svo fámennri þjóð. Tvítyngi írskra bókmennta hefur blásið þeim byr undir báða vængi. Víxlfrjóvgun getur verið gjöful í bókmenntum og menningu þjóðanna ekki síður en víða annars staðar. Eigi að síður er engum blöðum um það að fletta að írska hefur lotið í lægra haldi fyrir ensku á Irlandi. Það getur ekki heitið að enskan hafi komið Irum að miklu haldi í efnahagslegu tilliti lengi framan af 20. öldinni því að Irland var löngum eitt ferlegasta fátæktarbæli álfunnar. Þetta breyttist sem betur fer og þar munaði ef til vill ekki minnst um það að írar gengu í Evrópusambandið fyrir nær 30 árum. Eftir það urðu gagnger umskipti í írsku efnahagslífi í krafti stóraukinna viðskipta við önnur Evrópulönd og umheiminn svo að Irar búa nú að jafnaði við betri lífskjör en Bretar og halda áfram að auka forskotið. Hefði þeim tekist þetta síður, hefðu þeir látið enskuna víkja fyrir írsku með vaidboði eftir sjálfstæðistökuna 1922? Það getur enginn vitað með vissu. Rannsóknir hagfræðinga, sem glíma við að kortleggja hagvöxt um heiminn og helstu uppsprettur hans, benda að svo stöddu ekki til þess að enskumælandi þjóðir hafi náð meiri hagvexti en aðrar þjóðir að öðru jöfnu. Mér sýnist að á þessu geti verið einföld og eiginlega sjálfsögð skýring. Menn þurfa helst að yrkja á eigin þjóðtungu, rétt er það, því að fáum er gefið sama vald á erlendum málum og móðurmálinu. Menn þurfa á hinn bóginn ekki endilega að stunda viðskipti við 52

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.