Málfregnir - 01.12.2002, Page 58

Málfregnir - 01.12.2002, Page 58
1) börn og unglinga 2) fyrirtæki og þjónustu 3) innflytjendur Þetta val er í samræmi við þá megin- áherslu sem lögð er á umdæmisvandann í stefnuskrá Islenskrar málnefndar. Er það nokkur stefnubreyting þar sem formvand- inn hefur ávallt verið í brennidepli og viðfangsefnin helgast af því. Astæða þessar- ar stefnubreytingar er samfélagsleg; sá meginvandi sem íslensk tunga, og þar af leiðandi íslenskt málsamfélag, stendur frammi fyrir nú er ekki aðeins fólginn í þeim þáttum sem lúta að einstökum form- eða merkingarbreytingum orða eða breyttri setningaskipan, heldur er vandinn bein afleiðing hnattvæðingar og þróunar upp- lýsingatækni síðustu ára þar sem enska er ríkjandi mál og oft og tíðum hið eina gjaldgenga. Rökin fyrir því að leggja rækt við fyrrgreinda þrjá þætti eru því eftirfarandi: 1) Mörg börn og unglingar eru vön netvæddu umhverfi upplýsinga- tækninnar; þau sækja sér fróðleik og afþreyingu á Netið, horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar, leika sér í leikja- tölvum o.fl. Tungumálið, sem notað er, er að miklu leyti enska. 2) Hnattvæðing í fyrirtækja- og þjónustu- geiranum: Aukin samvinna fyrirtækja milli landa, erlendir starfsmenn, alþjóðlegur markaður, alþjóðleg verk- útboð, alþjóðlegur auglýsingavett- vangur. Enska er samskiptamálið. 3) Hnattvæðingunni fylgja miklir flutn- ingar fólks milli landa og hefur tölu- verður innflytjendastraumur verið til Islands síðasta áratug og eru nú um 3% íbúanna af erlendum uppruna. í auknum mæli er farið að tala urn íslenskt samfélag sem fjölmenningar- samfélag. Eftir því sem innflytjendum fjölgar aukast líkurnar á því að enska, eða önnur erlend mál, verði í vaxandi mæli samskiptamál þeirra innbyrðis og við Islendinga, m.a. þar sem stjórnvöld hafa ekki boðið innflytjendum öfluga íslenskukennslu þeim að kostnaðarlausu með sama hætti og tíðkast að því er varðar þjóðtungur víðast hvar í nágrannalöndununt. Islendingar geta hvorki snúið þróuninni við í hnattvæðingu og upplýsingatækni né breytt því að enska mun festa sig frekar í sessi sem alþjóðasamskiptamál og verða enn snarari þáttur í daglegu lífi. Valið er hins vegar okkar, hvort við viljum að það verði áfram ekki einungis möguleiki heldur einnig sjálfsagður réttur íbúa þessa lands að nota íslensku við allar kring- umstæður, hvort heldur er við daglega ióju á heimilum og í frístundum eða við störf á íslenskum vinnumarkaði. Tæknin þróast óðfluga og á markaðinn munu koma ný tæki og tól þar sem enska, rituð og æ oftar töluð, er í langflestum tilvikum stýrimálið. Ekki er verið að tala um sérhæfð tæki heldur tæki sem al- menningur notar í daglegu lífi. Islensku verður því aðeins hægt að nota á þessi tæki að stýriforrit þeirra verði á íslensku, þýdd eða sérhönnuð. Verði ekki brugðist við þessu mun notkun ensku aukast stöðugt í daglegu lífi almennings. Ljóst er einnig að hér getur skapast ný stéttaskipting þeirra sem ráða við ensku og hinna sem ekki gera það, eða milli þeirra sem hin nýju tæki og tól eru handgengin svo sem uppvaxandi kynslóða og hinna eldri sem ekki tileinka sér hina nýju tækni. ►Því ætti eitt af verkefnum Islenskrar málnefndar að vera að hvetja stjórnvöld til að styðja áfram tungutækniverkefni og -rannsóknir. ► Raunhæf verkefni: • Hvetja til þess að veittir verði rannsóknarstyrkir til stúdenta eða fræðimanna sem vilja kanna málnotkun í netmiðlum. 58

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.