Málfregnir - 01.12.2002, Side 60

Málfregnir - 01.12.2002, Side 60
Samsetning íslensks samfélags hefur breyst og nú er ekki sjálfgefið að allir, sem við eigum samskipti við í daglegu lífi, hafi íslensku að móðurmáli. Innflytjendur eru hluti af íslensku atvinnulífi og í sumum greinum í miklum meirihluta starfsfólks. Ekki er einungis um það að ræða að þeir eigi rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu á öllum sviðum og þurfi því að tileinka sér íslensku heldur má einnig segja að það sé réttur íslendinga að nota íslensku í dagleg- um samskiptum þar sem innflytjendur eru við störf svo sem í þjónustugreinum margs konar. Viljum við að innflytjendur verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og að íslenska verði áfram ríkjandi mál í dag- legum samskiptum ólíkra hópa verður þeim að standa til boða að kostnaðarlausu öflug íslenskukennsla. Að öðrum kosti er hætta á því að innflytjendur líti á íslensku sem mál valdhafans fremur en sitt annað mál og kjósi að læra það ekki til hlítar heldur leggja frekar rækt við ensku. Slíkrar til- hneigingar gætir nú þegar meðal ýmissa innflytjendahópa í Evrópu (sjá Förslag till handlingsprogram för att framja svenska spráket 1999:91). ►Því ætti eitt af verkefnum Islenskrar málnefndar að vera að hvetja til þess að innlytjendur fái góða íslenskukennslu og auka skilning á mikilvægi sérhæfðrar kennaramenntunar á því sviði. Einnig að vekja athygli á því og auka umburðarlyndi fyrir því að íslenska getur haft ólíkar birtngarmyndir, svo sem mállýskubundinn breytileika og sem annað mál, en engu að síður gegnt hlutverki sínu sem fullkomið tjáskiptamál. ► Raunhæf verkefni: • Hvetja til þess að íslenskukennsla fyrir innflytjendur verði efld. • Vekja athygli á vanda íslenskra barna sem flytja heim eftir að hafa búið erlendis meginhluta bernskunnar. Önnur raunhæf verkefni sem tengjast ekki beint þessum þremur sviðum en eru engu að síður mikilvæg: ►Handbók um málnotkun í víðum skilningi svipuð Politikens Nudansk hándbog þar sem umfjöllunarefni verði m.a. ólíkur stíll, ólík ritunarform, leiðbeiningar um atriði sem fáir hafa á valdi sínu en eru ritmálsstaðall o.fl. (Sjá einnig Málfarsbanka Islenskrar mál- slöðvar: http://www.ismal.hi.is/malfar.) ►Kynna erlendum ferðamönnum málstefnu íslendinga með því að útbúa blöðung um nýyrðastefnuna og draga þannig fram menningarsérstöðu þjóðar- innar (sbr. Tómas Inga Olrich 2001). (Arið 2001 kom út á vegum menntamála- ráðuneytis, Islenskrar málstöðvar og landsnefndar um Evrópskt tungumálaár 2001 og með stuðningi utanríkisráðuneytis stuttur kynningarbæklingur um íslenskt mál fyrir útlendinga: Islenska - í senn forn og ný, á fjórum erlendum málum, auk íslensku. Hér er hugmyndin að gefa út lítinn blöðung um nýyrðastefnuna eingöngu, svipaðan blöðungi um nafna- kerfið sem er til sölu í ferðamannabúðum.) ►Kynna málstefnuna í alþjóðlegu sam- hengi með það fyrir augum að andæfa hugmyndum um að íslensk málstefna sé útúrboruháttur og einangrunarstefna. ► Greinaskrif um umdæmisvandann í alþjóðlegu samhengi til að auka vitund fólks um gildi þess fyrir samfélagið, menninguna og það sjálft að tala íslensku. Efla þannig sjálfsvitund og sjálfstraust gagnvart tungumálinu. ►Vekja athygli á mikilvægi þess fyrir samfélagsumræðuna að vísindamenn geti talað um sérsvið sitt á íslensku og tengja þennan þátt við það hlutverk háskóla og rannsóknastofnana að færa þekkinguna út í samfélagið. ► Greinaskrif sem stuðla að því að styrkja ímynd íslensku sem máls nútímans. ►Málþing um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur. 60

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.