Skírnir - 01.01.1981, Page 217
SKÍRNIR
RITDÓMAR
215
varpi Ijósi á bókmenntaleg efni, t. d. aldursákvörðun ákveðins rits, málfar
þess eða því um líkt. Er slíkt að áliti undirritaðs rétt stefna. Það ber vissu-
lega að harma, að oft virðist, að bil milli málfræði og bókmenntafræði sé
næstum óbrúanlegt og er það báðum vísindagreinum til skaða, enda þótt
hlutaðeigandi vísindamenn kjósi helzt að tala ekki um þau atriði.
Það vekur vafalaust athygli, að bók sem þessi skuli koma út í Japan.
Sadao Morita er prófessor f norrænum tungumálum og bókmenntum við
Waseda-háskóla í Tokyo. Hann hefur ritað um fræði sín bæði á japönsku
og öðrum málum og unnið gífurlegt átak við að kynna íslenzka tungu og
íslenzk fræði í Japan. Undirritaður hafði tækifæri til að heimsækja stofnun
hans haustið 1976 og dáðist að hinu stóra og myndarlega íslenzka og nor-
ræna bókasafni þessa fjarlæga háskóla. Bók sú, sem hér er gerð að umræðu-
efni, verður vafalaust til að auka kynningu íslenzkrar tungu og fornbók-
mennta í Japan, en fyrst og fremst er hún árangur af mikilli og þolinmóðri
vinnu við stundum erfið skilyrði. Á sína vísu er hún einnig landkynningar-
rit, sem íslendingar ættu að meta að verðleikum.
Magnús Pétursson
AISURANDO NO MUKASHI BANASHI
(Gamlar íslenzkar þjóðsögur)
Þýtt hefur Kunishiro Sugawara
Miyai Shoten, Tokyo 1979
Ofancreindur titill kemur vafalaust til með að hljóma framandi í eyrum
flestra íslendinga, en hér er um að ræða þýðingu á þekktum íslenzkum þjóð-
sögum. Þýðinguna hefur gert Kunishiro Sugawara, japanskur íslenzkufræð-
ingur, sem þegar hefur látið að sér kveða í íslenzkum fræðum. Bókin inni-
heldur ekki aðeins þýðingar þjóðsagna, heldur og ritgerðir þekktra vísinda-
manna um þjóðsögurnar og ýtarlega skrá um heimildir sagnanna. Ber hér
sérstaklega að nefna ritgerð Jóns Samsonarsonar um Jón Árnason og þjóð-
sagnasafn hans og ritgerð Einars Ol. Sveinssonar um íslenzkar þjóðsögur.
Einnig er þýddur formáli Jóns Ámasonar, er hann samdi fyrir þjóðsagnasafn
sitt, og síðast ber að nefna ritgerð um ísland, land, þjóð og þjóðsögurnar.
Sérstaklega áhugaverður er eftirmáli þýðanda (bls. 408—411), því að þar
kemur fram, hvert markmiðið með þýðingunni var og hvernig hann hefur
meðhöndlað efnið, sem er ákaflega framandi fyrir japanska lesendur. Það er
einnig áhugavert fyrir okkur íslendinga að kynnast því, hvernig íslenzk verk
em kynnt meðal erlendra þjóða og við hverja erfiðleika og vandamál þeir
menn hafa að glíma, sem taka að sér slíkt verk. í eftirmálanum kemur fram,
að þýðandi hefur ekki ákveðinn lesendahóp i huga, en hann kemst svo að
orði, að þessar sögur séu sérstaklega áhugaverðar fyrir þá, sem þekkja til
annarra sagna frá miðöldum. Val sagnanna hefur hann ekki annast sjálfur,
heldur eftirlátið það Jóni Samsonarsyni, því að hann vildi kynna japönskum