Skírnir - 01.01.1981, Side 220
218
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
kvæðisins. Fangamarkið „E.T.“ skoðar hann sem eins konar dulmálslykil að
kvæðinu og eftir að hafa ráðið (að því er virðist réttilega) við hvern er átt,
sýnist allt falla í réttar skorður. Hannes bendir að lokum á hversu drjúgt
efni kvæðisins reynist „þegar saman kemur allt hálfsagt og ósagt sem lagt
var milli lína ....“ (33). Hér örlar þegar á þeirri afstöðu Hannesar gagnvart
ljóðaskilningi og -túlkun sem gengur í gegnum allt verk hans. Túlkun höf-
undar virðist nær eingöngu spretta af hinum ævisögulega bakgrunni, þó svo
Galdraveiðin eigi sér sannarlega ríkan tilverurétt án þess fróðleiks. Kvæðið
er margbrotið, á það má líta frá mörgum hliðum og sýna fram á ýmsa
túlkunarmöguleika. Slíkt yrði hér of langt mál, en án efa gæti það orðið
„drjúgt efni“ og áhugavert.
Líta má svo á að ævisögufróðleikurinn að baki Galdraveiðinni auki einni
vídd við kvæðið, en slíkt á engan veginn við um samsvarandi upplýsingar í
næsta þætti, en þar er fjallað um Nótt og morgun. Það kappsmál höf-
undar að rekja tilurð kvæðisins til einhvers sérstaks landskjálfta er illskilj-
anlegt frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni. í seinni hluta þessa þáttar sýnir
Hannes aftur á móti á sér aðra og gjörólíka hlið. Þar bendir hann á hvernig
tveir meginþættir ljóðsins, annars vegar hinn yfirnáttúrulegi verndarandi er
vitjar landsins og hins vegar hin tröllauknu jarðarumbrot, vísa í ólíkar áttir
og eru í raun viðfangsefni sem Jónas á eftir að þróa áfram hvort í sínu lagi.
Hið fyrra eignast sína fullnaðarsköpun í Hulduljóðum, en hið seinna er fyr-
irboði náttúruhamfaranna sem Jónas lýsir svo snilldarlega í Fjallinu Skjald-
breiði. I máli sxnu um þetta sýnir Hannes að hann er vel fær um frjóar bók-
menntarannsóknir, en hann nemur allt of skjótt staðar og leiðir athuganir
sínar ekki til hlítar.
Oftar en einu sinni tæpir höfundur þannig á grundvallaratriðum í skáld-
skap Jónasar, atriðum sem virðast afgerandi fyrir formgerð margra kvæða
hans og formgerðarþróun í heildarverki skáldsins. Eitt þessara atriða er sam-
bandið milli náttúrurannsókna Jónasar og ljóðagerðar. Hannes minnist á
hvernig sjóngáfa náttúruskoðarans og fræðimannsins mótar með tímanum
ljóðræna sýn skáldsins (41, 47). En hann virðist ekki hætta sér út í bók-
menntalega krufningu á þessu, þ. e. rannsókn sem leiða myndi hann burt frá
ævisögulegri fótfestu. Sama gildir í raun um trúarlega afstöðu Jónasar; einn-
ig í því efni hefur Hannes máls á mikilsverðum einkennum um sérstæði
skáldsins, en lætur þar við sitja. Skiptir þetta þó miklu máli fyrir síðasta ævi-
skeið Jónasar sem augljóslega er Hannesi einkar hugleikið.
I upphafi ritgerðarinnar um Gunnarshólma spinnur Hannes langan vef
úr ævisögulegu efni í þeim tilgangi að sýna fram á ólíkindi þess að kvæðið
sé ort á tveimur dægrum eins og munnmælin herma. Hér, sem reyndar oftar,
tiltekur Hannes ákveðna frásögn heimildarmanns sem ekki fær við stað-
reyndir stuðst og vill þannig leiða líkur að mögulegu misminni hans hvað
æviatriði Jónasar varðar. Þetta er langsótt bókmenntafræði, og yfirleitt fæst
ekki séð hvaða máli það skiptir fyrir kvæðið sem listaverk hvort það var sam-
ið í andríki tveggja sólarhringa eða unnið að því vikum saman. Slíkt er