Skírnir - 01.01.1981, Síða 229
RITDÓMAR
SKÍRNIR
227
hér á landi að læs börn greinast frá öðrum lesendum og verða að afmörkuð-
um hóp sem skrifað er fyrir.
Rétt eins og Silja gerir of mikið úr hlut barnabóka hér heima á nítjándu
öld á kostnað annars bókmetis, þá dettur hún í sömu gildru þegar hún seg-
ir frá barnabókum á vesturlöndum. Þá ofmetur hún stórlega hlut hinnar
borgaralegu barnabókar og lætur sem aðrar bókmenntir hafi ekki verið til
fyrir börn á prenti. Þetta hefur hún eftir virtum bókmenntafræðingum frá
meginlandinu, en þeir hafa ekki fyrr en á síðustu árum farið að líta á þær
fjölskrúðugu bókmenntir sem lágstéttir álfunnar lásu af lausblöðungum,
bæði í bundnu máli og lausu. Skildingavísur og ballöðublöð voru vinsælt les-
efni, ekki síst rneðal barna. Ýmsir greina f þessum lágstéttarbókmenntum
fyrirrennara dægurlags og teiknimyndasögu nútímans, því gjarnan fylgdi
lagboði með og myndskreyting. Þessi miðill var mikið notaður allt frá upp-
hafi prentlistarinnar. Bókmenntafræðingum hættir lika oft til að láta svo
sem rannsóknarefni þeirra renni aðeins um einn miðil: hina heilögu bók.
Sama er uppi á teningnum hjá Silju. Bókin er hafin f æðra veldi líkt og hún
sé goðmagn sem býr við þverrandi tiltrú almennings. En við búum víst í
heimi þar sem flestallir fjölmiðlar eiga rneira fylgi að fagna en bókin ...
í fjórða hluta er Silja komin á þessa öld í yfirferð sinni. í þeim hluta segir
hún af þjóðsögum og ævintýrum, bæði þeim sem lifðu í munnlegri geymd
og svo hinum sem samdar voru í sama stíl. Hún gerir hér skýra grein fyrir
hugmyndum sálfræðinga um hlutverk þessara bókmennta, einkum sækir
hún til Bruno Bettelheims, en hann er amerískur sálfræðingur og hefur lát-
ið sig þessi efni miklu varða.
Frumsamin rit í stíl þjóðsagna og ævintýra koma hér fyrst í dagsljósið
upp úr 1920 og hafa verið á ferðinni síðan. Hér kemur aðferð Silju fyrst í
ljós. Hún skipar þessu efni niður í nokkra undirflokka, skoðar fyrstu sög-
urnar í þessum stíl, síðan áhrif hinnar svokölluðu nýrómantíkur á sögurit-
un í þessum anda, þá dýrasögur, bæði raunsæislegar og f ætt við ævintýri, og
síðast ný ævintýri sem skoða samfélag okkar í gagnrýnu ljósi. Hvern undir-
flokk skoðar hún í tímaröð, nefnir fjölda dæma og skoðar þau í kjölinn og
vísar síðan á fleiri rit í sama anda. Lesandi öðlast því óvenju góða yfirsýn
yfir hvern flokk, hann getur borið saman með höfundi ólíkar stefnur innan
hvers undirflokks, bæði eldri sögur þar sem allt miðast við að sætta unga
lesendur með hamingjuríkum lyktum og yngri, þar sem lesandinn er leiddur
á vit nýrra möguleika.
Silja er á gamaldags línu í uppeldisfræði; þó hún vilji víðast hvar halda
að börnum bókum sem segi frá lífinu á raunsæjan hátt, er hún á móti því
að ævintýri endi illa. Þannig átelur hún Nínu Tryggvadóttur og Guðjón
Sveinsson fyrir að semja ævintýri með svartsýnum endi. Ef táknmál þessara
höfunda er lesið, má skilja það svo að þeir boði svartsýni: annar um að her-
inn verði nokkurn tfma á brott af landinu, hinn um yfirvofandi endalok
mannheims þegar sprengjan springur. Þessar sögur eru of „hastarlega svart-
sýnar" og „afar svartsýnar" og því ekki „hentugar", „tæplega uppörvandi