Skírnir - 01.01.1984, Page 16
12
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
hans og iðulega hlutust af deilur. Engum þarf að koma á óvart
þótt listamaður sem lagt hefur á sig ómælt erfiði við að full-
komna verk sitt, en ef til vill ekki tekizt sem skyldi, uni því illa
að verk hans sé lastað — og því verr sem hann tekur meira mark
á gagnrýnandanum. En hér verður að hafa í huga að listamenn
eru ekki fremur en aðrir dómarar í eigin sök.
Ólafur var kröfuharður af því að hann setti markið hátt —
hærra en áður hafði verið gert — og hann rökstuddi skoðanir
sínar hreinskilnis- og heiðarlega; hann var ekki njörvaður við
neina sérhyggjuhópa eða klíkur og þetta vissu þeir sem vildu
vita þótt stundum væri brugðizt við gagnrýni hans með því að
láta annað í veðri vaka.
En allir menn eiga sínar takmarkanir — Ólafur eins og aðrir.
I skrifum hans birtist rökhyggjumaðurinn, kaldskynsamur á köfl-
um, sem beitti fremur fræðilegri ögun en innsæi við umfjöllun
bókmenntaverka og mat þá höfunda mest, sem fjölluðu um við-
fangsefni sín á rökvísan hátt, voru skýrir í hugsun og skilmerki-
legir í framsetningu. Lausbeizlað hugarflug, skírskotun til
óskýranlegra og óræðra afla, ellegar dularreynslu voru honum
síður að skapi. Á hinn bóginn tók hann vel því sem hann taldi
til áhugaverðra nýjunga í bókmenntum og tilrauna til að ryðja
áður ófarnar slóðir.
Sigurður Nordal viðhafði þau ummæli um Björn M. Ólsen í
Skírni 1919 að þar sem þrotið hefði skilning gáfnanna og skiln-
ingur tilfinninganna tekið við, hefði líka Björn M. Ólsen þrotið.
Víst er að skilningur tilfinninganna setti ekki sérstakt mark á
skrif Ólafs og honum var ekki tamt að nota sterk orð, hvorki til
lofs né lasts.
Þrátt fyrir rökvísi Ólafs og raunsæi má vel vera að glöggir
menn kunni að finna einhver dæmi um að honum hafi fatazt í
þeim efnum. En þá verður jafnframt að hafa í liuga að mikið
af skrifum hans voru ritdómar, festir á blað á líðandi stund, ein-
att í kapphlaupi við tímann. Þeir bera vitni um fyrstu reynslu af
lestri bókmenntaverks, sem vísast hefði verið tekin til endurmats
að hæfilegum tíma liðnum.
Það er því auðsætt að ýmsir höfundar, sem Ólafur hafði ekk-
ert sérstakt dálæti á, kunna að eiga sína verðleika — jafnvel