Skírnir - 01.01.1984, Page 31
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG ÞYÐINGAR
27
Annað væri fölsun, jafnvel þótt þýðingin væri listaverk að öðru
leyti.“14 Þessi staðhæfing er ekki með öllu ótvíræð. Þar sem tal-
að er um „sömu tilfinningar" mætti ætla að hér sé hvatt til
álirifa-jafngildis; þess að þýðingin verki á lesanda eins og frum-
texti á lesendur sína, þó svo það kosti breytingar á textanum.
Sé það hins vegar rétt skilið hjá mér að hér sé átt við möguleg
áhrif frumkvæðisins hefði viðtakandi verið fær um að lesa það,
þá leiðir af því að hefðbundin notkun þýðingarmálsins verður
vart helsta leiðarljósið, heldur freistar þýðandi að leiða lesanda
í átt til frumtextans. Með einhvers konar formlegu jafngildi
reynir hann að vekja upp frumtextann í huga lesandans. Þeir
sem strangast hafa fylgt þessari afstöðu hafa bókstaflega gefið
upp á bátinn alla „listræna blekkingu" þýðingarinnar og talið
að hún ætti að koma fram sem vísvituð eftirmynd frumtextans
(Helga Kress hefur þó, trúi ég, ekkert slíkt í huga). Vladimir
Nabokov, sem þýddi nokkuð af rússneskum bókmenntum á
ensku, aðhylltist orðréttar þýðingar með skýringum.15 Friedrich
Schleiermacher, upphafsmaður nútíma túlkunarfræði, sem mik-
ið sinnti þýðingarannsóknum, taldi að þýðingin yrði að búa yf-
ir vissum framandleika („Verfremdung") þannig að lesandi
„heyri“ frumtextann í gegnum þýðinguna (tilhugsun sem suma
þýðendur hryllir við) og skynji þá jafnframt anda (,,Geist“) höf-
undarins.16 Á svipaðri skoðun virðist Walter Benjamin vera í
sinni kunnu ritgerð, „Die Aufgabe des Ubersetzers“.17
Víst er að slíkar aðferðir munu flestum þykja ófýsilegar og
sjaldan myndu slíkar þýðingar öðlast stóran lesendahóp. En á
hinn bóginn er efasamt að margir höfundar kysu að láta fara
um sig jafn frjálslegum höndum og Tómas Guðmundsson hefur
farið um Nóa Nóa eftir Gauguin:
Þýðing þessi á „Nóa Nóa” er mjög lausleg. Ég hef gert mér meira far um að
halda stílblæ höfundarins en að þræða frásögn hans orði til orðs og allvíða
hef ég fært til setningar, vikið þeim við eða dregið þær saman, þegar mér
hefur þótt betur fara á því í íslensku máli. Ennfremur hef ég sleppt úr
nokkrum stuttum köflum, einkum varðandi goðsöguleg efni . . .1»
Þetta er dæmi um það vafasama frelsi sem þýðendur taka sér
stundum undir yfirskini áhrifa-jafngildis. — Raunin er væntan-
lega sú að flestir þýðendur leitast við að fara bil beggja, reyna