Skírnir - 01.01.1984, Page 39
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG ÞYÐINGAR
35
mundar Böðvarssonar á Tólf kviðum úr Gleðileiknum guðdóm-
lega, gengur hann jafnvel svo langt að telja „að í þýðingum,
einkum þó á gömlum sígildum verkum eftir skáld á borð við
Dante, skuli fræðimennska og kynningarstarf því sitja í fyrir-
rúmi fyrir listsköpun . . .“(107) Byggist og gagnrýni hans í
greininni að miklu leyti á því að Guðmundur sé ekki nógu mik-
ill ,,Dante-fræðingur“(122). Ekki vil ég skipa fræðimennskunni
fram fyrir aðra þætti þýðingastarfsins eins og Cook gerir, en orð
hans mega vera áminning um mikilvægi hennar. — Vart þarf
að taka fram að fræðistarf þýðandans fer fram í bakgrunni
þýðingarverksins og þess þurfa ekki að sjást nein merki á yfir-
borði þýðingarinnar (nema að henni fylgi skýringar eða neðan-
málsgreinar).
Slík greining texta og könnun á tengslum þýðingareininga,
bæði innbyrðis og við verkið í heild, þarf alls ekki beinlínis að
ráða úrslitum um rétta eða ranga þýðingu. Hún getur hins veg-
ar orðið ákvarðandi um val þýðanda á jafngildum einingum í
þýðingunni. í skáldsögunni Of Mice and Men, svo sótt sé ann-
að dæmi til Steinbecks, segir eitt sinn svo um ruminn Lenna:
„Lennie dabbled liis big paw in the water and . . .“ í íslenskri
þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar útleggst þetta: „Lenni
buslaði í vatninu með hinni stóru lúku sinni . . ,29 Enginn gæti
sagt að þetta væri röng þýðing. En það er ekki lieldur liægt að
kalla hana rétta. Örskömmu áður hefur Lenna verið líkt við
björn með hramma (,,paws“), en því virðist þýðandi hafa gleymt
er að þessari málsgrein kemur. Það er hins vegar engin tilviljun
að athygli lesanda er á ný beint að höndum Lenna og þær
aftur einkenndar á sama hátt. Allir sem lesið hafa Mýs og menn
muna hvaða verknað þessi skyni skroppni risi fremur undir
sögulok með hrömmum sínum.
Þegar þýðingar eru gagnrýndar og ákvarða skal hvort einstök
orð í frumtexta beri að skoða sem fasta, þ. e. þýðingareiningar er
koma þurfi til skila, er hagkvæmt að líta á orð sem þýðandi
hefur sleppt. Snúum okkur aftur að Vopnin kvödd. Halldór hef-
ur sleppt nokkrum orðum úr frumtexta í þýðingu sinni (á ég þá
ekki við smáorð eða orð sem eru þannig að merking þeirra kom-
ist til skila á annan liátt).30 Sem dæmi má nefna að „the plain