Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 56
52
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
ekki virðist heldur fara svo illa á þessu í þýðingu Gunnars
Gunnarssonar á Michael Kohlhaas (Mikjáll frá Kolbeinsbrú)
eftir Heinrich von Kleist, þar sem notuð er hljóðlíkingarþýð-
ing. En sé sögusviðið raunheimur okkar tíma eins og í Vopnin
kvödd gegnir öðru máli. A öld upplýsingamiðlunar getur þýð-
andi reiknað með þekkingu lesenda á ýmsum staðaheitum, flest-
um undir upprunalegu nafni (svo fremi okkar stafróf leyfi slíkt).
Þannig munu flestir lesendur vita hvað og jafnvel hvar „Mars-
eilles“ og ,,Hawaii“ eru; alls óvíst er hins vegar að þeir renni
grun í að ,,Marsalir“(48) og ,,Háey“(87) séu þýðingar Halldórs
á þessum staðaheitum. Og skyldu þeir átta sig á að „Múnken-
bjór“(315) sé bjór frá Múnchen?
Skrifa mætti langt mál um heitaþýðingar Halldórs. Ef til vill
flokkast það undir smekksatriði að mér skuli ekki líka að sjá
„Wisconsin“ nefnt ,,Viskonsín“(46), „The Woolworth building“
kallaða ,,Vúlvorþbygginguna“(319) og drykkinn „Martini“ und-
ir heitinu ,,marteinn“(256), en gætum þá að þýðingum eigin-
nafna. Við íslenskun eiginnafna á þýðandi nokkurra kosta völ.
Hann getur „skírt“ persónur upp á nýtt, íslenskum nöfnum, en
slíkt getur þó valdið ákveðinni togstreitu innan þýðingarinnar,
sé hún ekki staðfærð í heild (nöfn sem notuð eru á táknlegan
hátt getur hins vegar orðið nauðsyn að íslenska). Annar mögu-
leiki er að hreyfa ekki við nöfnum, en sá þriðji að laga þau að
íslenskum sérnöfnum þar sem það á við, þannig að „Robert“
verði „Róbert“, „George“ verði „Georg“ og „Mary“ verði
„María“. Spurningin er þá auðvitað hversu langt á að ganga,
t.d. livort breyta eigi „John“ í „Jón“. Halldór viðhefur þessa
þriðju aðferð og söguhetjurnar „Frederic“ og „Catherine" nefn-
ir hann „Friðrik" og „Katrínu". Yfirleitt heldur þýðandi vel
á þessu, þótt efasemdir vakni þegar „Ralph“ verður „Hrólfur"
og Helen hlýtur nafnið „Elín“.
Þýðandi lendir síðan í stökustu ringulreið með eftirnöfn
persóna og er litla reglufestu þar að finna. Katrín heldur sínu
ættarnafni, „Barkley", en Friðrik hlýtur ættarnafnið „Hinrik"
í stað „Henry“. Ættarnafn Helenu (Elínar), „Ferguson“ er
stytt í „Fergus“. Fyrrnefndur Ralph, sem ber ættarnafnið „Simm-
ons“, kemur mjög á óvart með að heita „Símonarson", en Edgar