Skírnir - 01.01.1984, Page 60
56
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Flute: If he come not, then the play
is marred: it goes not forward,
doth it?
Quince: It is not possible. You have
not a man in all Athens able to
discharge Pyramus but he.
Flute: No, he hath simply the best
wit of any handicraft man in
Athens.
Quince: Yea, and the best person
too; and he is a very paramour for
a sweet voice.
Flute: You must say paragon. A
paramour is, God bless us, a thing
of naught.
Hvinur: Ef hann kemur ekki, þá er
leikurinn úr sögunni; þá bjargast
ekki neitt; er það?
Kvistur: Engin leið; ekki til maður
í Aþenu sem skilar Pýramusi
nema hann.
Hvinur: Nei, hann er blátt áfram
greindastur allra handverksmanna
i Aþenu.
Kvistur: Já, og myndarlegastur líka,
— og, að röddinni til, alveg elefant.
Hvinur: Elegant, áttu að segja; ele-
fant, það er, herra minn trúr! af
alltöðru sauðarhúsi.44
Orðaleikur þessi rís af því að Kvistur lýsir rödd Spóla með
röngu orði, notar „paramour" í stað „paragon". Ef þýðandi
reyndi að þýða þessi tvö orð færi orðaleikurinn úr böndunum.
Hér verður Ijóst að oft er um að ræða ákveðið stigveldi í hlut-
verkum þeim sem textinn gegnir. í þessu tilfelli er misskiln-
ingurinn og orðaleikurinn sem af honum hlýst mun mikil-
vægari en sjálf merking orðanna (en sú er til að mynda ekki
raunin með tvíræðnina í bókartitli Hemingways). Listin er hér
að finna tvö orð sem Kvistur hefði getað ruglast á og sem jafn-
framt bera uppi hinn spaugilega orðaleik. Það hefur Helga
tekist mætavel.
Jafnframt má þá segja að hann hafi skapað textanum ákjós-
anlegt áhrifa-jafngildi, en það hlýtur að vera markmið þýð-
andans í tilfellum sem þessu, þar sem merkingarleg fylgni við
frumtextann getur algjörlega slegið þýðinguna til jarðar. Aug-
ljósast verður þetta raunar í þýðingum vissra málshátta og orð-
taka. Engum þýðanda dytti í hug að þýða „beat about the bush“
orðrétt úr enskum texta; líklega myndi hann þýða með „fara
eins og köttur í kringum heitan graut“. Slíkum dæmum er ekki
fyrir að fara í Vopnin kvödd, en Halldór lendir hins vegar einu
sinni í kröppum orðaleik. „Turkey" getur á ensku þýtt bæði
„Tyrkland“ og „kalkúni“ og Hemingway spilar á skemmtilegan
hátt á þessa tvíræðni í sögunni. Halldór hefur ekki talið sig færan
um að skila þessu í þýðingunni og skýrir orðaleikinn því með neð-